Feykir


Feykir - 15.08.2013, Blaðsíða 10

Feykir - 15.08.2013, Blaðsíða 10
10 Feykir 30/2013 Hljómsveitir Gærunnar 2013 Bellstop Hvernig myndir þú/þið lýsa tónlistinni þinni/ykkar? -Tónlistin okkar er hrá, jarðbundin, full af orku og einlægni við köllum það Folk&Roll.. Hefur einhvern tímann eitthvað skondið átt sér stað á tónleikum hjá þér/ykkur? -Já við vorum einu sinni fengin til að spila á flottum bar í borginni Xiamen í Kína þar sem við dvöldum í nokkurn tíma. Þegar við mætum á staðinn þá var mikið af vídeó vélum og myndavélum fyrir framan sviðið og við spurðum hvers vegna það væri og þá var okkur sagt að það væri bara til gamans fyrir barinn að eiga upptökur. Svo var allskyns fólk sem vildi fara að greiða okkur og sminka fyrir giggið en við vorum nú ekki á þeim nótunum þar sem við töldum okkur vera alveg tilbúin til að fara uppá svið. Svo loksins byrjum við að spila og stöndum framarlega á sviðinu í góðum fíling þá finnum við að það er einhver fyrir aftan okkur á sviðinu, við lítum við og þar eru nokkrar uppádressaðar skælbrosandi skvísur að ganga um með sjampóbrúsa og það var einmitt á því mómenti sem við föttuðum að við værum ekki bara stödd í sjampó auglýsingu heldur að við værum einnig aðalleikararnir í auglýsingunni. Það er hægt að segja að þetta sé eitt af þessum atriðum sem er mjög fyndið eftirá að hyggja. Hvernig leggst það í þig/ykkur að spila á Gærunni 2013? -Við fílum Gæruna og okkur langar til að kynnast henni betur með því að færa henni hjartað úr okkur á silfurfati. Hvað er á döfinni hjá þér/ykkur? -Platan okkar „Karma" var að koma út núna í Júní svo við erum bara á fullu að henda upp túrum innanlands sem og erlendis til að fylgja henni úr hlaði. Það er líka hægt að segja þetta svona: „Nú er búið að fæða barnið og þá þarf að ala það upp.“ /GSG TÓNLISTARHÁTÍÐIN GÆRAN - SAUÐÁRKRÓKI 15.-17. ÁGÚST Stafrænn Hákon Hvernig myndir þú/þið lýsa tónlistinni þinni/ykkar? -Stafrænn Hákon spilar draumkennt en þó um leið kraftmikið sveimrokk. Tónlistin er melódískt. Hefur einhvern tíman eitthvað skondið átt sér stað á tónleikum hjá ykkur? -Skondnasta atvikið er klárlega þegar við fórnuðum 5 refum samtímis á sviði í Tékklandi árið 2010. Ógleymanleg stund. Hvernig leggst það í ykkur að koma fram á Gærunni 2013? -Það leggst mjög vel í okkur að spila á Gærunni í ár. Spennandi listamenn sem koma fram og okkur hlakkar til að koma fram í fyrsta skipti á Sauðárkróki þar sem einn meðlimur okkar á rætur sínar að rekja. Hvað er á döfinni hjá ykkur? -Við erum að spila reglulega þegar það á við. Gáfum út okkar sjöundu breiðskífu seint á síðasta ári. Ætlum að spila á Airwaves. Ætlunin var að fara aðeins erlendis næsta vetur en það kemur í ljós þar sem það er í vinnslu eins og er. Svo er alltaf verið að semja eitthvað og pæla í næstu skrefum. /GSG FEYKIR KYNNIR: 26. Króksmóti Tindastóls lokið Sunnudaginn 11. ágúst sl. lauk 26. Króksmóti Tindastóls að viðstöddum um 1500 þátttakendum og gestum. FISK Seafood var aðalstyrktaraðili mótsins. Á íþróttasíðu Feykis.is er hægt að skoða úrslit mótsins. Þátttakan var góð, um 650 keppendur og allt í allt rúmlega 300 leikir á laugardag og sunnudag. Að sögn Ingva Hrannars Ómarssonar, formanns Króksmótsnefndar hefði mótið ekki getað verið stærra í ár vegna þess að mest náðust 10 vellir og gistingin var mikið púsluspil vegna framkvæmda við Árskóla. Engin lið gistu þar þetta árið en aðstaðan verður svo sannarlega glæsileg að ári. „Það er óhætt að segja að mótið hafi gengið vel fyrir sig, um 150 sjálfboðaliðar sem stóðu sig frábærlega í sínum störfum, en manna þarf vaktir í gistingu, mat, grilli og sjoppu auk þess að um 50 manns komu að dómgæslu auk fjölmargra annarra starfa sem þarf að manna. Þannig að þetta gekk vel enda varla annað hægt með svona frábært fólk eins og við höfum hér í firðinum. Það var líka gaman að sjá hve mörg lið komu og þökkuðu fyrir góða framkvæmd en við í mótsstjórn viljum þakka FISK Seafood og Sveitarfélaginu Skagafirði sérstaklega fyrir þeirra aðkomu,“ segir Ingvi Hrannar. /ÓAB og GSG Knattspyrna

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.