Feykir


Feykir - 07.11.2013, Blaðsíða 9

Feykir - 07.11.2013, Blaðsíða 9
42/2013 Feykir 9 Allt frá því að Sveitarfélagið Skagafjörður varð til þann 6. júní 1998 þegar ellefu sveitarfélög sýslunnar sameinuðust undir einn hatt hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fjármál og framkvæmdir hafa jafnan verið hitamál íbúanna og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Feykir forvitnaðist hjá sveitarfélaginu hvernig fjármunum hefur verið varið í stórum dráttum á árunum 2004 til 2012. Í upphafi er forvitnilegt að rifja upp hver þessi sveitarfélög voru sem ákváðu í kosningum þann 15. nóvember árið fyrir sam- einingu, að leggja saman krafta sína og hver íbúafjöldinn var þá samkvæmt Hagstofu Íslands. Í upphafi ársins 1998 var íbúafjöldi í fyrrum hreppum í Svf. Skagafirði sem hér segir: Sauðárkrókur ............. 2.674 Hofshreppur ............... 363 Seyluhreppur .............. 302 Lýtingsstaðahreppur ... 279 Hólahreppur ............... 152 Fljótahreppur .............. 116 Staðarhreppur ............ 122 Skarðshreppur ........... 101 Rípurhreppur .............. 86 Viðvíkurhreppur .......... 77 Skefilsstaðahreppur ... 45 Þetta eru nokkuð fleiri íbúar en Framkvæmdir hjá Sveitarfélaginu Skagafirði Skólamálin fjárfrekust Miklar framkvæmdir áttu sér stað við smábátahöfnina á Sauðárkróki á liðnu ári. eru skráðir í dag eða 4317 á móti 4010 manns sem taldir voru um síðustu áramót í sameinuðu sveitarfélagi samkv. mannfjöldaskrá Hagstofunnar. Á tímabilinu frá 2004 til 2012 hefur verið framkvæmt fyrir tæplega tvo og hálfan milljarð króna hjá sveitar- félaginu og að auki verið unnið mikið í viðhaldi mannvirkja á þessu árabili, svo nemur hundruðum milljóna, sam- kvæmt upplýsingum frá sveitarfélaginu. Stærsti mála- flokkurinn með fjárfrekustu framkvæmdirnar eru skólarnir en alls fóru 871.373.916 kr. í hann og er leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki þar fjárfrekastur, enda um nýbyggingu að ræða. Í hann fóru tæpar 523 m.kr., Árskóli kemur þar á eftir með rúmar 234 m.kr., verknámshús FNV með rúmar 86 m.kr., Grunnskólinn á Hofsósi með rúmar 15 m.kr., Sólgarðaskóli tæpar 3 m.kr. og leikskólinn Birkilundur með tæpar 400 þús. kr. Kostnaður vegna hitaveitu- framkvæmda kemur þar á eftir, alls rúmar 665 m.kr. og munar þar mestu um hitaveitufram- kvæmdir á Hofsósi eða tæpar 274 m.kr. Í Varmahlíð var rúmlega 63 m.kr. varið í hita- veituframkvæmdir, á Hólum og Akrahreppi rúml. 40 m.kr, á hvorum stað, á Steinsstöðum tæpum 34 m.kr., á Sauðárkróki rúml. 33 m.kr. og tæpum 20 m.kr. í Fljótum. Götu- og gangstéttafram- kvæmdir auk annarra um- hverfismála hafa krafist rúml. 272 m.kr. Þar hefur Krókurinn verið dýrastur eða alls rúml. 257 m.kr., Varmahlíð með tæpl. 10 m.kr. og Hofsós rúml. 6 m.kr. Í menningarmálin fóru tæpar 214 m.kr. og er Menningarhúsið Miðgarður þar langfjárfrekast enda gríðarleg uppbygging sem þar átti sér stað en alls fóru tæpl. 157 m.kr. í hana. Þá fóru rúml. 47 m.kr. í Hús frítímans og 10 m.kr. í Safnahús Skagfirðinga. Fráveituframkvæmdir eru oft taldar ósýnilegar þar sem þær eru flestar ef ekki allar neðanjarðar en í þær fóru alls tæpar 122 m.kr., tæpar 96 m.kr. á Sauðárkróki, rúml. 17 m.kr. í Varmahlíð og rúml. 9 m.kr. á Hofsósi. Í hafnarframkvæmdir fóru alls rúml. 111 m.kr., tæpar 100 m.kr. á Sauðárkróki, rúml. 11 m.kr. á Hofsósi og tæp hálf milljón í Fljótum. Íþróttamálin eru einnig fjárfrek en að flestra mati nauðsynleg ekki síður en önnur en í þann málaflokk fóru tæpl. 87 m.kr. á tímabilinu. Þar fékk sundlaugin á Hofsósi hæsta framlagið eða tæpar 41 m.kr., íþróttahúsið á Skr. tæpar 20 m. kr., skíðasvæðið í Tindastóli 18 m.kr., sparkvöllur í Varmahlíð tæpar 5 m.kr. og sparkvöllurinn á Hofsósi rúml. 2,8 mkr. Í þann flokk sem kannski mætti kalla ferðamál fóru alls rúml. 60 m.kr. og var hæsti kostnaðarliðurinn vegna Glaumbæjar en þangað runnu tæpl. 21 m.kr. Tjaldsvæðahús kostuðu sveitarfélagið rúmar 18 m.kr., útivistarsvæði í Varmahlíð tæpar 13 m.kr., orlofshúsalóðir rúmar 4 m.kr. og tjaldsvæði á Nöfum rúmar 2 m.kr. Þá var byggð ný og glæsileg rétt í Deildardal og kostaði hún rúml. 12 m.kr. Þessi upptalning sem hér hefur verið sett á blað er eingöngu ætluð til að vekja athygli á þeim fjölbreyttu framkvæmdum sem fram fara á vegum sveitarfélagsins og gefa fólki einhverja hugmynd um hvað þær geta kostað. /PF Frá Safnadeginum í sumar en Glaumbær dregur til sín fjölda ferðamanna ár hvert og ýmsir viðburðir fara þar fram. Mynd: Byggðasafn Skagfirðinga. Kvennakórinn Sóldís á sviðinu í Miðgarði en miklar endurbætur urðu á því húsi og í kjölfarið varð það Menningarhús Skagfirðinga. Í sumar og fram á haust stóðu yfir miklar viðhaldsaðgerðir á félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi. Deildardalsrétt er mikið og gott mannvirki en hún var byggð fyrir fáum árum síðan.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.