Feykir


Feykir - 07.11.2013, Blaðsíða 2

Feykir - 07.11.2013, Blaðsíða 2
2 Feykir 42/2013 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson – palli@feykir.is & 455 7176, 861 9842 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Jólin eru bara alveg að koma Mér hefur oft verið bent á að ég sé hundleiðinlegur þegar kemur að jólaundirbúningi hvort sem ég er heima eða heiman. Ég efast ekki um að það sé rétt enda finnst mér sá tími ótrúlega leiðinlegur. Fimmtíu til sextíu daga fyrir jól fara jólalög og auglýsingar að gjalla í útvarpi og jólagjafirnar er algerlega ómissandi að kynna svo maður verði ekki búinn að eyða peningunum í einhvern óþarfa þegar sjálf aðventan hefst. Margir setja sér háleit markmið með jólaþrifin, rífa allt út úr skápunum og þrífa hátt og lágt, eru jafnvel fram á nætur því vinnan vill gjarna slíta í sundur frítímann. Nú svo þarf að baka heil ósköp því mamma gerði það alltaf svo ég tali nú ekki um hana ömmu sem vippaði þrjátíu sortum upp á jólafatið ásamt tertunum sem enginn gat hent tölu á. Ef amma gat þetta með Rafha eldavélinni sinni hlít ég að geta það með mínum eðalgræjum, gæti einhver sagt. Nú það þarf líka að kíkja á jólatónleika, jólahlaðborð, jólaglögg, jólamarkað, jólahitt og jólaþetta, kaupa happdrættismiða af tuttugu og sjö góðgerða- samtökum sem öll vinna að göfugum mannúðarmálum, jólakort og jólapappír og svo þarf náttúrulega að hengja upp bansettar seríurnar sem maður er búinn að sanka að sér í gegnum tíðina og skipta út þessum hundruð pera sem hafa sprungið og kosta meira en seríurnar sjálfar. Ég veit ekki af hverju mér leiðist þetta. Kannski er það af því að boðskapurinn vill gleymast í fárinu hvort heldur sem fólk fagnar fæðingu frelsarans eða sigri ljóssins yfir myrkrinu. Kannski leiðist mér þetta af því að ég get fagnað án þess að missa mig í ruglinu að eigin áliti og reyni að sneiða framhjá öllu jólamarkaðsbullinu. Ég verð þó að viðurkenna að ég féll í eina jólagildruna þegar ég kom frá Riga í síðustu viku því sextíu dögum fyrir jól keypti ég mér jólabjór í Tollinum og er þegar byrjaður á honum. Efast stórlega um að hann endist fram að jólum en markaðsöflin segja mér þá líklega að fá mér annan kassa því hann sé ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum. Páll Friðriksson Fækkar um einn í A-Hún Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarið er fækkun sjúkrabíla á lands- byggðinni hluti af þeim sparnaðaraðgerðum sem ríkisstjórnin hefur boðað, ásamt sameiningu heil- brigðisstofnana, sem nokkuð hefur verið fjallað um í Feyki að undanförnu. Feykir hafði samband við forsvarsmenn heilbrigðisstofnana á Norðurlandi vestra og spurðist fyrir um hvernig þessi fækkun kæmi niður á hverju svæði fyrir sig. Að sögn Valbjörns Stein- grímssonar, forstjóra Heilbrigð- isstofnunarinnar á Blönduósi, eru þrír bílar sem heyra undir Blönduós og verður þeim fækk- að um einn, en það er bíllinn á Skagaströnd sem lagður verður niður. Valbjörn segir að fækkun bíla geti í einhverjum tilfellum lengt útkallstíma en að öllu jöfnu komi hvort eð er bíll frá Blönduósi samhliða bílnum á Skagaströnd, þegar um F1 útköll er að ræða, þar sem læknirinn komi með bílnum frá Blönduósi. Valbjörn telur sparnaðinn sem af þessu hlýst óverulegan. „Það er ljóst að ekki er verið að spara miklar fjárhæðir með því að leggja af sjúkrabíl á Skagaströnd því þar voru menn Fækkun sjúkrabíla á landsbyggðinni Hitaveita formlega tekin í notkun Ný hitaveita var tekin form- lega í notkun á Skagaströnd síðast liðinn föstudag, þegar stjórnarformaður RARIK, Árni Steinar Jóhannsson, að viðstöddum gestum í dæluhúsinu við Sólarveg á Skagaströnd, hleypti vatni á dreifikerfið. Tenging húsa við kerfið er hafin. Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK ohf. undirrituðu samning 30. desember 2011 um lagningu hitaveitu til Skaga- strandar og 22. maí s.l. var fyrsta skóflustungan tekin fyrir dreifi- kerfi hitaveitu RARIK á Skaga- strönd. Hitaveitan á Skagaströnd er stækkun Blönduósveitu sem nær yfir veitusvæði á Blönduósi og Skagaströnd, auk hluta af dreifbýlinu milli Blönduóss og Skagastrandar. Hleypt var á stofnæðina til Skagastrandar fyrir nokkrum dögum. Þá var opnað fyrir til reynslu í dælustöðinni á Skaga- strönd og búnaður prófaður. Hitastig vatnsins reyndist 61°C og mun hækka með aukinni notkun. Íbúar á Skagaströnd geta því tengt hús sín við veituna og eru hvattir til að tengjast sem Merk tímamót á Skagaströnd Ekki greitt fyrir aukasmalanir Erindi frá Jóni Gíslasyni f.h. fjallskiladeildar Auðkúlu- heiðar, sem kynnt var á fundi sveitarstjórnar Húnavatns- hrepps 9. okt. sl. og frestað afgreiðslu á var tekið fyrir á síðasta fundi hreppsnefndar. Erindið varðar afstöðu sveitarstjórnar til þess hvort sveitarfélagið komi með einhverjum hætti að greiðslu kostnaðar við aukasmalanir í haust vegna óveðursspár og farið var í að tilmælum sveitarstjórnar. Sveitarstjórnin telur ekki rétt að taka þátt í kostnaði vegna aukasmalana í haust í ljósi álits Bændasamtaka Íslands, sem leitað var eftir og óskar eftir því að fjall- skiladeildir í sveitarfélaginu útbúi aðgerðaráætlanir um smalanir vegna hugsanlegra náttúruhamfara sem upp geta komið. /PF Fjallskiladeild Auðkúluheiðar Sýnir Algjöra súpu Leikflokkurinn á Hvamms- tanga frumsýnir Algjöra súpu föstudaginn 8. nóvember kl. 20 í félagsheimilinu á Hvamms- tanga en þar fá leikhúsgestir súpu, brauð og kaffi en 5 stjörnu kokkur matreiðir súpuna sem liprir þjónar bera fram með glensi og gríni. Allskonar uppákomur og skemmtileg atriði verða á meðan á máltíð stendur, þar sem þjónar sýna á sér ótrúlegar hliðar, eitthvað sem fólk er kannski ekki vant er það fer út að borða. Höfundar verksins eru leikhópurinn sjálfur og leik- stjórinn, Ingrid Jónsdóttir /PF Leikflokkurinn á Hvammstanga Árni Steinar Jóhannsson hleypti vatni á dreifikerfi hitaveitunnar á Skagaströnd síðastliðinn fimmtudag. fyrst. Heita vatnið kemur frá Reykjum í Húnavatnshreppi. Boruð var ný vinnsluhola til að mæta auknu álagi og stofnpípa til Blönduóss endurnýjuð, en sú framkvæmd var á dagskrá burtséð frá hitaveitunni á Skagaströnd. Að undanförnu hefur verið unnið að frágangi á tengi- grindum og uppsetningu mæla fyrir hitaveituna á Skagaströnd. Nýjustu tækni er beitt við mæl- ingu og álestrar verða rafrænir og því verða allir reikningar byggðir á raunverulegri notkun, í stað þess að áætla milli álestra eins og algengast var. Sama gjaldskrá mun gilda fyrir allt veitusvæðið. Samhliða lagningu dreifi- kerfis hitaveitu um Skagaströnd voru lögð rör fyrir ljósleiðara í öll hús sem tengjast hitaveit- unni og má reikna með að ljósleiðaratengingar verði til staðar fyrir þá sem þess óska í byrjun næsta árs. Heildarkostnaður við verkið var áætlaður um 1.117 mkr, þar af var kostnaður við borun og virkjun nýrrar holu að Reykjum um 160 mkr og endurnýjun stofnpípu frá Reykjum til Blönduóss um 346 mkr. /KSE ekki á sólahrings vöktum.“ Hann telur þó ekki endilega að öryggi íbúanna sé ógnað með þessum breytingum. „Segja má að hluta til búa íbúar við falskt öryggi því bíll t.d. á Skagaströnd er lítið notaður og menn því ekki í eins góðri þjálfun og æskilegt væri.“ Heildarkostnaður við sjúkra- flutninga hjá HSB er u.þ.b. 17 til 20 millj. kr. á ári. Valbjörn segir erfitt er að reikna kostnað við einn stakan bíl þar sem þeir bílar sem í rekstri eru samanstanda af teymi manna sem starfa á bílunum. „Því er erfitt að alhæfa um slíkt. Hvað varðar bílinn á Skagaströnd sérstaklega, þá mun sparast við að leggja hann af 1/2 til 1 milljón á ári ef endur- menntunar og þjálfunarkostn- aður er ekki talinn með, en hann er verulegur. Þá mun koma inn nýr kostnaður í stað þess sem fer ef sett verður upp svokallað „First Responder kerfi.“ „Fækkun um einn sjúkrabíl á Hvammstanga mun jafnvel hafa meiri áhrif á sjúkrabíla- rekstur á Blönduósi en fækkun á Skagaströnd, því um leið og bíll á Hvammstanga fer úr héraði þá er Blönduósbíllinn kominn á vakt þar og það er um töluvert stórt svæði að vakta, A-Hún og V-Hún saman,“ sagði Valbjörn. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.