Feykir


Feykir - 07.11.2013, Blaðsíða 3

Feykir - 07.11.2013, Blaðsíða 3
42/2013 Feykir 3 Sérfræðikomur í nóv. og des. FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Haraldur Hauksson, alm/æðaskurðlæknir / 11. og 12. nóv. Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir / 18. og 19. nóv. Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir / 21. og 22. nóv. Bjarki Karlsson, bæklunarlæknir / 2. til 4. des. Haraldur Hauksson, alm/æðaskurðlæknir / 9. og 10. des. Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir / 12. og 13. des. Sigurður Albertsson, skurðlæknir / 16. og 17. des. Tímapantanir í síma 455 4022 www.hskrokur.is Skipulögðu hrekkjavöku Þrjár framtakssamar stúlkur á Hvammstanga, þær Ásdís Aþena Magnúsdóttir, Bryndís Jóhanna Kristinsdóttir og Rakel Gígja Ragnarsdóttir tóku sig til og skipulögðu hrekkjavöku á sjálfan hrekkjavökudaginn, 31. október sl. Stúlkurnar eru allar í 4. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra og eru því 10 ára gamlar. Stúlkurnar klæddu sig upp í viðeigandi hrekkjavökubún- inga og héldu til fundar við Skúla Þórðarson, sveitarstjóra Húnaþings vestra og fengu leyfi til að halda hrekkjavöku. Því næst ræddu þær við Sigurð Þór Ágústsson, skólastjóra, til að vera vissar um að þeim væri leyfilegt að hafa samkomu- staðinn á skólalóðinni. Þrjár framtakssamar stúlkur á Hvammstanga Það voru því ýmsar kynja- verur sem hittust við grunn- skólann á Hvammstanga á hrekkjavökunni sl. fimmtu- dag. Þær röltu svo á milli húsa á Hvammstanga í von um að finna þar eitthvað gotterí. Vel var tekið á móti þeim á ýmsum stöðum er kynjaver- urnar heimsóttu, meðal annars Selasetur Íslands og Kaupfélag Vestur-Húnvetn- inga. Norðanátt sagði frá þessu. /KSE Mynd: Irina Kamp Klikkun ! Það er snjallt að gerast áskrifandi að Feyki núna! • 15 króna afsláttur af bensín og dísellítra í 10 hvert skipti sem dælt er 25 lítrum eða meira með ÓB lyklinum til einstaklinga.* • 10 krónu afsláttur af hverjum bensín og dísellítra í fyrstu þrjú skipti.* • 10 krónu afsláttur af hverjum bensín og dísellítra á afmælisdegi ÓB-lykilhafa.* • 7 krónu afsláttur af hverjum bensín og dísellítra hjá ÓB og Olís. • 10 krónu afsláttur af hverjum bensín og dísellítra á tilboðsdögum hjá ÓB og Olís. • Saga Club félagar fá 15 Vildarpunkta fyrir hverjar 1.000 krónur á öllum Olís- og ÓB- stöðvum. Feykir er félagi sem þú vilt ekki vera án! Blaðið kemur út 48 sinnum á ári og jafnan stútfullt af fréttum og dægurefni frá Norðurlandi vestra! Verð til áskrifenda er kr. 450.- * Tilboðið gildir til 6. desember 2013 Nánari upplýsingar um tilboðið má sjá á Feykir.is * Sérafslættir gilda eingöngu fyrir einstaklinga og koma ekki til viðbótar við aðra afslætti eða önnur viðskiptakjör. Ekkert pin-númer, ekkert vesen Meðal afsláttarkjara má nefna... Olís- lykill 10.000 króna inneign Feykir býður nú upp á snilldar áskriftartilboð í samstarfi við verslanir Olís um allt land. 100 fyrstu nýju áskrifendurnir* að Feyki fá Olís-lykilinn með 10.000 króna inneign. Nýir áskrifendur skuldbinda sig til áskriftar á Feyki í a.m.k. eitt ár. Þú hringir í áskriftarsíma Feykis - 455 7171 - eða sendir póst á feykir@nyprent.is og færð sendan Olís-lykil og viðskiptakort. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja lykilinn og njóta afsláttanna sem lykill- inn býður upp á og 10.000 krónu inneignarinnar... – já og að sjálfsögðu Feykis! Eldri áskrifendur geta líka dottið í lukkupottinn! Þrír tryggir áskrifendur verða dregnir út og fá einnig Olís-lykil með sömu afsláttarkjörum. Ein milljón safnaðist Hún var heldur betur rausnarleg gjöfin sem nemendur 7. og 8. bekkjar í Varmahlíðarskóla afhentu Krabbameinsfélagi Skagafjarðar síðastliðinn þriðjudag sem var afrakstur söfnunar þeirra síðustu vikna en alls safnaðist ein miljón króna. Þann 29. október sl. hlupu krakkarnir Hegranes- hringinn svokallaða gegn áheitum en hann telur alls 65 km. Á heimasíðu Varmahlíðar- skóla segir að fyrstu krakk- arnir hafi lagt af stað í hlaupið kl. 9:40 í glampandi sól sem fylgdi hópnum þar til hún hneig til viðar bak við Vesturfjöllin. Hlaupið var út Sauðárkróksbraut, yfir Hegra- nesið, fram Blönduhlíð og síðasti hópurinn mætti að skólanum um 18:45 í nær svarta myrki, ef frá eru talin blikkandi ljós þeirra fjölda bíla sem fylgdu hópnum síðustu kílómetrana. Margir lögðu áheitahlaup- inu lið á einn eða annan hátt og eru þeim færðar þakkir frá nemendum. /PF Rausnarleg gjöf áheitahlaupara Dalla Þórðardóttir varaformaður Krabbameinsfélags Skagafjarðar og Gígja Sigurðardóttir gjaldkeri, taka við glæsilegri gjöf 7. og 8. bekkjar í Varmahlíðarskóla. Mynd: Íris Olga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.