Feykir


Feykir - 07.11.2013, Blaðsíða 12

Feykir - 07.11.2013, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 42 TBL 7. nóvember 2013 33. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Hesteyri 2 550 Sauðárkróki Vélaverkstæði KS veitir alhliða pípulagnaþjónustu Sími hjá pípulagnadeild er 825-4565 Jón Geirmundsson pípulagningameistari Meistaraflokkur Tindastóls í knattspyrnu kvenna Dúndurgott dömukvöld Meistaraflokkur Tindastóls í knattspyrnu kvenna stóð fyrir dömukvöldi á Hótel Mælifelli síðastliðinn laugardag. Tókst það með ágætum og var margt til skemmtunar. Snæbjört Pálsdóttir, sem var í forsvari fyrir skipulagningu kvöldsins, var ánægð með afrakst- urinn og telur að um 80-90 konur á öllum aldri hafi mætt og vill þakka þeim, Kristínu á Ólafshúsi og styrktaraðilunum fyrir hversu vel tókst til. Boðið var upp á tískusýningu með fötum, skarti og fylgihlutum frá íslenskum hönnuðum, sem stúlkurnar í fótboltanum og mæður þeirra sýndu. Elín Anna Olsen farðaði módelin og stelpur á hársnyrtibraut FNV sáu um greiðslu. Fjórum konum var boðið í breytt útlit hjá snyrti- og hárgreiðslustofum bæjarins og þær farðaðar, klipptar og hárið á þeim litað og fengu gestir að sjá afraksturinn. Til skemmtunar voru tónlistaratriði með Sunnu Líf og Sigvalda og stórskemmtilegur pistill Siggu Daggar kynfræðings sem vakti gríðarlega kátínu viðstaddra. Kynnir kvöldsins var Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Það voru Tengill, Sauðárkróksbakarí og KS sem gáfu veitingarnar auk þess sem fjöldi fyrirtækja gaf veglega happdrættismiða, en dregið var úr um 200 seldum happdrættismiðar og fóru þeir heppnustu heim klyfjaðir 3-4 vinningum hver. /KSE Myndir: Hugrún Pálsdóttir Glaðlegir gestir á dömukvöldi. Nokkrar sýningardömur búnar að gera sig klárar fyrir tískusýninguna. Tískusýning í fullum gangi. Sunna Líf spilaði á gítar og söng.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.