Landshagir - 01.12.2015, Page 139
137
Hagtölur um heilbrigðismál og félags-
vernd eru unnar úr gögnum frá ýmsum
stofnunum, velferðarráðuneytinu og
sveitarfélögum. Hagstofan tekur saman
upplýsingar um útgjöld til heilbrigðismála
samkvæmt uppgjöri þjóðhagsreikninga,
en auk þess eru útgjöld til félagsvernd-
ar reiknuð samkvæmt NOSOSKO/
ESSPROS-flokkunarkerfinu.
Útgjöld vegna félagsverndar aukast
Útgjöld til félagsverndar námu tæpum 443
milljörðum króna árið 2013. Þau hækkuðu
frá árinu 2012 þegar þau námu 421 milljarði
króna. Mestu útgjöldin voru vegna slysa
og veikinda eða rúmlega 35%, næst komu
málefni öldrunar (25%) og því næst örorka
og fötlun (16%).
Heildarútgjöld til heilbrigðismála 9%
af landsframleiðslu
Heildarútgjöld til heilbrigðismála árið 2014
námu tæpum 176 milljörðum króna, 8,9%
af landsframleiðslu. 55,7% útgjaldanna
runnu til þjónustu sjúkrastofnana, þ.e.
sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila, um
27% til þjónustu við ferlisjúklinga, 15%
til lækninga- og hjúkrunarvara fyrir
ferlisjúklinga og um 2,3% runnu til stjórn-
unar og annarra heilbrigðisþátta.
Heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð fækkaði
í fyrsta sinn frá árinu 2007
Árið 2014 fengu 7.749 heimili fjárhagsað-
stoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem
þáðu slíkar greiðslur fækkað um 293 (3,6%)
frá árinu áður. Árið 2013 fjölgaði heimilum
hins vegar um 306 (4,0%) milli ára og árið
2012 um 21 (0,3%), en hafði fjölgað að
jafnaði um 860 árin á undan frá árinu 2007.
Breyting í fjölda fjárhagsaðstoðarþega
hefur haldist í hendur við þróun atvinnu-
leysis eins og kemur fram í myndinni, sem
sýnir fjölda viðtakenda fjárhagsaðstoðar og
árlegt hlutfall atvinnuleysis árin 2003 til
2014.
Frá árinu 2013 til 2014 jukust útgjöld
sveitarfélaganna vegna fjárhagsað-
stoðar um 203 milljónir eða 4,5%, en á
föstu verðlagi jukust þau um rúmlega 2%.
Meðalmánaðargreiðslur fjárhagsaðstoðar
hækkuðu á sama tíma um 3 þúsund kr.
eða 4,5%, en á föstu verðlagi hækkuðu þær
um rúm 2%. Fjöldi mánaða sem greidd
var fjárhagsaðstoð var 4,8 mánuðir að
meðaltali 2014, en 4,7 mánuðir 2013.
6Heilbrigðis- og félagsmálHealth and social protection
Bráðamóttakan
© Árni Sæberg