Landshagir - 01.12.2015, Page 293
291
Hagstofa Íslands tekur saman upplýsingar
um utanríkisverslun Íslands, þ.e. útflutning
og innflutning á vöru og þjónustu, og
reiknar vöruskipti við útlönd og þjónustu-
jöfnuð sem eru mikilvægir mælikvarðar á
efnahagsþróun í landinu. Upplýsingar um
vöruviðskipti eru fengnar að mestu úr toll-
skýrslum en upplýsingar um þjónustuvið-
skipti koma aðallega frá fyrirtækjum og úr
gögnum um greiðslukortaviðskipti.
Jákvæður vöru- og þjónustujöfnuður
Árið 2014 nam verðmæti útflutnings vöru
og þjónustu 1.066,8 milljörðum króna og
verðmæti innflutnings vöru og þjónustu
942,2 milljörðum króna. Jöfnuður vöru og
þjónustu nam 124,5 milljörðum króna.
Iðnaðarvöru 52,5% alls vöruútflutnings
Vöruútflutningur nam 590,5 milljörðum
króna og vöruinnflutningur (fob) 586,3
milljörðum króna. Afgangur var því af
vöruviðskipum sem nam 4,3 milljörðum
króna. Hlutur iðnaðarvöru var 52,5% alls
vöruútflutnings og hlutur sjávarafurða var
41,3% en í vöruinnflutningi voru stærstu
vöruflokkarnir hrá- og rekstrarvörur með
27,9% hlutdeild og fjárfestingarvörur með
21,2% hlutdeild.
Mest viðskipti voru við Evrópska
efnahagssvæðið
EES-ríkin voru stærsta markaðssvæði
Íslendinga í vöruviðskiptum í fyrra en
þangað fóru 76,1% af öllum vöruút-
flutningi. Frá EES-ríkjum komu 62,9% af
heildarinnflutningi á árinu 2014.
Þjónustujöfnuður hagstæður
Árið 2014 nam sala á þjónustu til útlanda
rúmum 498 milljörðum króna en kaup á
þjónustu tæpum 364 milljörðum króna.
Þjónustujöfnuður var því hagstæður um
tæpa 135 milljarða króna.
Mest seldist af þjónustu á sviði samgangna
og flutninga líkt og árið á undan. Nam
sala á samgöngu- og flutningaþjónustu
alls 189,2 milljörðum króna, en það er 38%
af heildarútflutningi á þjónustu. Næst
samgönguþjónustu kom sala á ferða-
þjónustu, en hún nam 159 milljörðum
króna í fyrra og skilaði 31,9% af heildar-
tekjum þjónustuútflutnings.
Að sama skapi var mest keypt af ferða-
þjónustu frá útlöndum í fyrra, en kaupin
námu alls 113,6 milljörðum króna, 31,2%
af heildarinnflutningi á þjónustu. Næst
kom önnur viðskiptaþjónusta (stærsti liður
13UtanríkisverslunExternal trade
Uppskipun í Sundahöfn
© Brynjar Gauti