Landshagir - 01.12.2015, Page 409
407
Hagstofan tók við framleiðslu tölfræði
um rannsóknir og þróun árið 2013. Nær
gagnasöfnunin yfir fyrirtæki, háskóla-
stofnanir, aðrar opinberar stofnanir og
séreignarstofnanir.
Útgjöld til rannsókna og þróunar hækka um
7% á milli ára
Árið 2013 námu heildarútgjöld til rann-
sókna- og þróunarstarfs á Íslandi 35,2
milljörðum króna. Þessi útgjöld hækkuðu
um tæp 7% árið 2014 og námu 37,6
milljörðum króna. Jafngildir það 1,89% af
landsframleiðslu, 1,87% árið 2013. Útgjöld
til rannsókna og þróunar dreifast þannig að
57% eru hjá fyrirtækjum, 35% hjá háskóla-
stofnunum og 8% hjá öðrum opinberum
stofnunum og sjálfseignarstofnunum.
Þessi skipting á heildarútgjöldum breyttist
ekki milli áranna 2013 og 2014.
Háskólastofnanir (þ.m.t. rannsóknar-
stofnanir á þeirra vegum, svo sem sjúkra-
hús) vörðu mismiklum útgjöldum til
rannsóknar og þróunar eftir fræðasviðum.
Hæst voru útgjöldin í félagsvísindum,
viðskiptafræði og lögfræði, alls 3,9 milljarð-
ar króna árið 2014, næsthæstu útgjöldin
voru í heilbrigðisvísindum, alls 3,3 milljarð-
ar króna. Minna rann til annarra fræða-
sviða, 2,5 milljarðar til raunvísinda,
stærðfræði og tölvunarfræði, 1,3 milljarðar
til verkfræði, framleiðslu og mannvirkja-
gerðar, 1,2 milljarðar til hugvísinda og lista
og loks einn milljarður til landbúnaðar,
skógræktar og fiskveiða.
Fjöldi rannsakenda hjá háskólastofnunum
var 1.955 árið 2014, 957 karlar og 998
konur. Af þeim voru 248 doktors nemar.
Stöðugildi rannsakenda voru alls 1.033.
22Rannsóknir og þróunResearch and development
Á rannsóknarstofunni
© Shutterstock