Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Qupperneq 10

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Qupperneq 10
10 leið tefla einhverju fram í staðinn nema inni- haldslausum frösum eða umræðu um eitt- hvað annað. Það væri mikið ábyrgðarleysi af Alþingi að styðja ekki þessi mál, þótt laga þurfi atriði sem snúa að framkvæmdinni í meðförum þingins.“ Fjölbreytni atvinnulífsins vex „Þegar maður horfir yfir atvinnulífið þá er sambærilega sögu að segja. Fjölbreytnin er að aukast en á fyrstu árum þessarar aldar var eins og bankarnir soguðu allt til sín – bæði fjármuni og starfsfólk. En eftir að þeir féllu varð flestum ljóst að auka yrði fjölbreytnina.“ Hann segir að Reykjavíkurborg hafi eink- um „sett fókusinn“ á ferðaþjónustu og þá sérstaklega utan háannatíma – „það er að segja vetrartímann og vor og haust. Sá vöxtur hefur gengið eftir og er orðinn mun meiri en nokkur bjóst við þegar farið var af stað. Við höfum einnig verið að leggja mikla áherslu á þekkingariðnað og skapandi greinar og maður sér fyrirtækin í þeim geira vaxa og dafna.“ Skuldir borgarinnar eru að lækka - Talið berst að fjárhagsstöðu borgarinnar sem nokkuð hefur verið gagnrýnd. Er hún jafn slæm og stundum má skilja af þeirri umræðu sem fer fram? Dagur segir nýgerða kjarasamninga helstu skýringuna á fjárhagsstöðunni. „Tekjurnar voru ekki að fylgja þeim auknu útgjöld- um sem samningarnir leiddu til, hvorki hjá Reykjavíkurborg eða öðrum sveitarfélögum. Við höfum hins vegar sett af stað vinnu á vettvangi borgarinnar til þess að takast hratt og skipulega á við þennan vanda. Það er nokkuð sem verður að gera en stóra myndin er engu að síður sú að við erum að sjá skuld- ir samstæðunnar lækka um tugi milljarða á undanförnum árum.“ Hann segir að þetta verkefni verði unnið með sambærilegum hætti, „og ég er ekki viss um að allir verði mikið varir við það nema ef til vill í umræðunni en sú hagræðing sem við verðum að ná er alveg innan þeirra marka sem við og stjórnendur í okkar vald- dreifða borgarkerfi treystum okkur til.“ Gistináttagjaldið er eðlilegt Dagur segir að starfsfólk borgarinnar hafi staðið sig mjög vel í slíkum verkefnum við erfiðar aðstæður á undanförnum árum. Hins vegar blasi við öllum sveitarfélögum, og ekki síst þeim á höfuðborgarsvæðinu, sú staðreynd að endurskoða verði tekjuskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Dagur segir að ríkið hafi skammtað naumt úr hnefa þegar verkefni hafa verið flutt frá ríki til sveitarfé- laga. „Við fengum nokkra leiðréttingu í mál- efnum fatlaðs fólks fyrir síðustu jól sem munar um, en það er miklu fleira sem huga þarf að. Af því að við vorum að nefna vöxt- inn í ferðaþjónustunni er mjög áberandi að hve miklu leyti skatttekjur af þeirri atvinnu- grein renna beint í ríkissjóð. Þar er ég að tala um veltutengdu skattana – einkum virðis- aukaskattinn. Þessir fjármunir verða eftir hjá ríkinu á meðan sveitarfélögin þurfa að taka aukin útgjöld á sig. Við höfum tekið þetta upp og viljum ræða það og breyta þessari skiptingu.“ Reykjavíkurborg Borgarstjóri tilnefnir árlega styrkþega Minningarsjóðs Gunnars Thoroddsen. Á dögunum hlaut skákfélagið Hrókurinn styrk upp á 350 þúsund krónur. Hrafn Jökulsson, stofnandi og formaður Hróksins tók við styrknum úr hendi borgarstjóra. Minningarsjóðurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarði Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Valgarð og Benta eru með þeim á myndinni.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.