Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Síða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Síða 12
12 Pétur­G.­Markan­ tók­við­ starfi­ sveitar-stjóra­ Súðavíkurhrepps­ að­ loknum­ síðustu­ sveitarstjórnarkosningum.­ Pétur­ er­borgarbarn­en­ákvað­að­yfirgefa­höf- uðborgina,­ alla­ vega­ um­ stund,­ og­ hélt­ vestur­ á­ firði­ að­ stýra­ fámennu­ sveitar- félagi.­ Þegar­ Sveitarstjórnarmál­ slógu­ á­ þráðinn­til­Péturs­var­hann­á­ leið­að­ líta­ til­Rögnu­á­Laugabóli­–­einnar­þekktustu­ konu­Vestfjarða­og­þótt­víðar­væri­leitað.­ Hún­er­í­fullu­fjöri­á­tíræðisaldri.­„Ragna­ er­ einhver­ merkilegasta­ manneskja­ sem­ ég­hef­hitt,“­ sagði­Pétur­ í­ símann.­Hann­ skrapp­líka­til­höfuðborgarinnar­þar­sem­ tekið­ var­ betra­ tal­ við­ hann­ á­ kaffihúsi.­ En­ hvað­ kom­ til­ að­ hann­ fór­ að­ hafa­ afskipti­ af­ stjórnmálum­ og­ síðar­ sveitar- stjórnarmálum? „Ég er uppalið stjórnmálabarn, sem var vaggað í svefn á kvöldin við hina ýmsu verka- lýðssöngva og hef verið virkur í stjórnmálum og félagsmálum allar götur síðan. Allt frá því að stofna hagsmunasamtök örvhentra í Breiðagerðisskóla til starfa dagsins dag sem sveitarstjóri og kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn.“ Pétur segir að þarna á milli liggi ýmis konar pólitísk störf eins og seta í stúdentaráði fyrir hönd Röskvu en hann starfaði jafnframt því sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Einhvern tímann var ég víst líka formaður ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og vara- þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður á síðasta kjörtímabili. Þá var ég for- maður nemendafélagsins í framhaldsskólan- um mínum á sínum tíma, svo þetta er býsna óþolandi týpa sem um ræðir. Þá að því gefnu að stjórnmálabörn séu leiðinlegt. Sem ég er auðvitað algjörlega ósammála!“ Höfuðborgarsvæðið og lands- byggðin eru ekki andstæðingar - Og nú ertu kominn vestur á firði. „Við fjölskyldan höfum núna búið fyrir vestan í fjögur ár og okkur líkar mjög vel „út-á-landi“ lífið. Hér glímum við við krefj- andi verkefni í okkar vinnu, konan mín stund- ar framhaldsnám við HÍ og fjölskyldan dafnar í einfaldara og auðveldara umhverfi en höf- uðborgarsvæðið býður upp á.“ Pétur segir að það sé þó enginn hugur í sér að stilla þessum tveimur svæðum upp sem andstæðingum. „Þvert á móti. Þetta snýst um hvar fólk finnur sig og sinn takt, en hafi einnig jafna möguleika á að blómstra á því svæði sem nærir það. Ég kalla þetta byggðajafnrétti.“ Ein merkilegasta endurreisn okkar tíma - Nú eru tveir áratugir frá hörmulegum at- burðum í Súðavík „Já, saga Súðavíkurhrepps er afskaplega merkileg, þar sem uppgangur og vinna, sorg og sætir sigrar eru grunnstefin. Strax eftir snjóflóðin 1995 hófst ein merkilegasta endur- reisn okkar tíma, þar sem heilt þorp var flutt og byggt upp á ný á undraskömmum tíma. Sú staðreynd segir merkilega sögu um öflugt fólk að í manntali árið 1996 hafði fjölgað í hreppnum á milli ára. Ég held að þetta sé besta greining á fólkinu sem byggir hreppinn sem ég á til, þvílíkt fólk í sorg og sigrum.“ Pétur segir að minningin og reynslan af flóðinu lifi „í hverri frumu hér á svæðinu. Maður upplifir hér sterkt það spakmæli að maður lærir með sorginni að lifa. Ég tel hugs- anlegt að ein leið Súðvíkinga til að glíma við þá ótæmandi sorg sem á þá var lögð hafi verið að sjá til þess, með höndum og huga, að hér yrði áfram kröftugt mannlíf. Það er ein leið til að sigra dauðann og eyðinguna sem þessar hamfarir leiddu af sér að viðhalda lífinu.“ Eigum að gera margt fleira saman - Þá erum við komnir að stöðu sveitarfélags- ins – rekstri þess og hvaða verkefni eru helst á döfinni? „Rekstur sveitarfélagsins er stöðugur og góður, sveitarfélagið er mjög lítið skuldsett og siglir stöðugan sjó rekstrarlega séð. Við erum óneitanlega viðkvæm stærð þegar kemur að mannfjölda og það munar um Tækifærin í dag eru á Vestfjörðum Súðavíkurhreppur Pétur Georg Markan, sveitarstjóri á Súðavík.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.