Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Qupperneq 13

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Qupperneq 13
13 hvern góðan. En ég legg samt áherslu á að við erum hluti af norðanverðum Vestfjörðum, við byggjum þennan hluta landsins með Ísafjarðarbæ og Bolungarvík og þessi sveitar- félög gera upp saman þegar kemur að fram- tíðinni. Við getum ekki án hvert annars verið, sem betur fer segi ég. Það er síðan mín sýn að sveitarfélögin á svæðinu eigi að gera miklu betur við að vinna hlutina saman með samlögum og samrekstri. Verkefni eins og eitt hafnasamlag, sameiginleg fræðslumál, sameiginleg félagsþjónusta og meira til.“ Það þarf tvo til – ríki og sveitarfélög „Allt eru þetta verkefni sem geta leitt af sér öflugri byggðir, betri þjónustu, kraftmeiri og skilvirkari atvinnuuppbyggingu, hagkvæmari rekstur og meiri velferð,“ heldur Pétur áfram. „Þetta er allt hægt án þess að þurfa að ræða eiginlega sameiningu. Það er seinni tíma umræða, ef þessir hlutir ganga upp, og skila betra samfélagi, sem við erum einmitt öll að keppa að. Við sem rekum samfélög og er trúað fyrir fjöreggi byggðarlagsins, þ.e. fjár- málum og fólki, megum ekki víkja okkur undan þessari umræðu. Það eru ekki tilfinn- ingar sem tryggja sjálfstæði og framtíð sveit- arfélaga, heldur góður rekstur.“ Pétur segir að til þess að viðspyrna verði í hagvexti og mannfjöldaþróun á Vestfjörðum þurfi tvo til, ríki og sveitarfélög. „Það kemur afdráttarlaust fram í skýrslu Byggðastofnunar að hér á svæðinu á sér stað neikvæð þróun. Það er miður. Það þýðir hins vegar ekki að benda bara á ríkið. Sveitarfélögin þurfa að skerpa á sínum rekstri og vinna hlutina miklu betur saman, það þarf að vera þeirra framlag til viðspyrnunnar.“ Verðmætasköpun eykst og störfum fjölgar - En atvinnulífið – þarf ekki að efla það? „Það eru miklar breytingar framundan í atvinnuháttum Vestfirðinga, sem er ein af ástæðum þess að það eru forréttindi að vera sveitarstjóri á Vestfjörðum. Hér hefur verið ein stoð undir atvinnulífi Vestfirðinga, með tilheyrandi erfiðleikum þegar atvinnugreinin hefur siglt í gegnum erfiðleika, hvort sem það er af völdum manna eða náttúru. Framundan eru miklar breytingar. Eldisframleiðsla er að hasla sér völl í Djúpinu með tilheyrandi um- svifum og slætti. Vestfirðir eru og eiga að vera kjörlendi sjóeldis á Íslandi. Ferðaþjónusta er einnig að koma inn á svæðið með nýjar fjárfestingar og aukinn ferðamannastraum.“ Pétur segir að í Súðavíkurhreppi hafi verið hæg þróun í áratugi í þá átt að hefðbundinn landbúnaður sé að leggjast af í Inndjúpinu. „Við eigum þó ennþá úrvalsbændur, sem setja mikinn svip á samfélagið hérna. Á sama tíma hefur mikil gróska verið í ferðaþjónustu á svæðinu og þar er að byggj- ast upp myndarlegur atvinnuvegur sem verð- ur stærri með hverju árinu.“ Pétur nefnir ennfremur vinnu að spenn- andi kalkþörungaverkefnum. „Þar verða unnin algjörlega ný verðmæti úr Ísafjarðardjúpi með tug nýrra starfa, svo eitthvað sé nefnt. Sam- bærileg verksmiðja er nú á Bíldudal og hefur verið frá 2006. Mikilvægast í þessu er að verðmætasköpun mun aukast og störfum á svæðinu fjölga og þau verða fjölbreyttari. Áfram verður hefðbundin útgerð geysilega mikilvæg, en atvinnulífið verður með þessari þróun ekki bara mun öflugara, heldur líka sjálfbærara og betur í stakk búið til að takast á við sveiflur.“ „Ferðaþjónusta er einnig að koma inn á svæðið með nýjar fjárfestingar og aukinn ferðamannastraum,“ segir Pétur. Myndin sýnir sólarlag við Álftafjörð.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.