Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Side 14
14
Atvinnumálin hafa
hamfaraáhrif á byggðina
Pétur tekur dæmi úr sögu Súðvíkinga. „Hér
er afar áhugavert dæmi. Þegar flóðið féll árið
1995 tók það með sér 14 líf, það voru tæp-
lega 5% prósent allra íbúa Súðavíkur á þeim
tíma. Í samhengi er þetta eins og 6.050
Reykvíkingar myndu láta lífið í náttúruham-
förum, eina janúarnótt í norðvestan óféti.
Súðvíkingum fjölgaði árið 1996, þeir fluttu
byggðina og héldu áfram. Árið 2006 urðu
miklar hamfarir í atvinnumálum Súðvíkinga.
Þeim fækkaði snarlega næstu ár á eftir. Þarna
sést best hvað hefur hamfaraáhrif á íbúa-
þróun landsbyggðarinnar.“
Hvað fram er að færa
skiptir máli
„Ég hef tamið mér að tala sem Vestfirðingur
þegar ég ræði málefni atvinnulífsins, enda
gerum við upp saman, sveitarfélögin á Vest-
fjörðum. Hins vegar er gaman að ræða það
að þessi verkefni, sem ég trúi að verði
forsenda fyrir vestfirska vorinu sem framund-
an er, eru afar stór hluti af atvinnuupp-
byggingu Súðavíkurhrepps, enda staðsett hér
í sveitarfélaginu. Þar sannast hið margsagða á
Smartlandi, stærðin skiptir ekki máli, heldur
hvað þú hefur fram að færa.“
Sviðsmyndin að breytast
Talið berst að raforkumálum en Pétur segir
þau skipta miklu fyrir Vestfirðinga. „Við fram-
leiðum sjálf í kringum 15 MW, sem er alltof
lítið, aukinheldur sem dreifikerfið hér er ekki
tvöfalt, það sem stundum er kallað hring-
tenging. Það þýðir að ef Vesturlína dettur út,
verður að notast við varaafl. Þá er dreifikerfið
til að mynda mjög lélegt í Inn-djúpinu og á
fleiri stöðum á Vestfjörðum. Hér þarf átak í
þeim málum.“
Hann segir að mikil bylting hafi orðið í
varaaflsmálum Vestfirðinga þegar nýtt varaafl
Landsnets var vígt í Bolungarvík fyrir rúmu ári.
„En varaafl er engin framtíðaruppbygging
fyrir Vestfirði. Það hefur enginn þá sýn að
eiga alltaf firnasterkan varamannabekk á
meðan byrjunarliðið er máttlaust og ekki á
dagskránni að styrkja það. Það sjá allir hvern-
ig sá leikur er dæmdur til að fara!“
Pétur bendir á að sviðsmyndin sé þó að
breytast gífurlega hratt. „Með nýjum virkj-
anakostum hér fyrir vestan er komin breytt
staða á raforkumál Vestfirðinga. Verið er að
kanna virkjanakosti bæði á ströndum, nánar
tiltekið við Hvalá í Ófeigsfirði, sem er í nýt-
ingarflokki og fleiri virkjanakosti sem gætu
Súðavíkurhreppur
Súðavíkurskóli.
Raggagarður.