Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Side 15
15
framleitt allt að 100 MW. Hér í Súðavíkur-
hreppi eru síðan mjög fýsilegir kostir, sem
gætu framleitt samanlagt 30 til 35 MW.“
Græn raforkubylting
Pétur segir að samfara þessari byltingu opnist
raunhæfur möguleiki á að hringtengja loks
Vestfirði og um leið byggja upp dreifikerfið í
gegnum Inndjúpið. „Hér getum við því talað
um byltingu í raforkumálum Vestfirðinga,
sem stórbætir bæði lífskjör íbúa, sem og
opnar á nýja möguleika fyrir fjárfestingaverk-
efni á Vestfjörðum.“
Hann segir að málið sé ekki síður hags-
munamál landsins alls. „Ef mögulegt er að
virkja og framleiða raforku á Vestfjörðum fyr-
ir 145 MW, gjörbreytum við bæði raforkuum-
hverfi Vestfirðinga og aukum við raforkufram-
boð á landsvísu, sem ljóst er að er of lítið á
næstu árum miðað við þau stóru verkefni
sem unnið er að víða um landið. Til þess þarf
að koma Vestfjörðum í öruggt hringsam-
band. Þessi mál þarf að vinna af ábyrgð, sið-
lega og af heilindum gagnvart náttúrunni og
landeigendum. Þá getum við kallað þetta
grænu raforkubyltinguna á Vestfjörðum.“
Tækifærin eru í dag
á Vestfjörðum
Pétur segir að það sé bjart framundan á
Vestfjörðum. „Það er mikil blessun að fá að
vera samverkamaður í þeirri byltingu sem
framundan er. Það er gífurlega mikilvægt að
temja sér í þeirri vegferð uppbyggjandi, já-
kvætt og kröftugt hugarfar. Versta pólitík
sem til er, er pólitík sem byggir veru sína á því
hvað aðrir eru ömurlegir, frekir og spilltir. Ef
Vestfirðir eiga ekki möguleikann í núinu,
verður sá möguleiki ekki tekinn úr fortíðinni,
þar sem rangt var gefið. Ég hef hins vegar
engar áhyggjur, tækifærin eru í dag á Vest-
fjörðum,“ segir Pétur sveitarstjóri að lokum.
Á leið inn Álftafjörð til Súðavíkur.
Súðavíkurhreppur.
. .
Súðavíkurhreppur · Sími: 450 5900 · www.sudavik.is · sudavik@sudavik.is
. . . góður heim
að sækja!