Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Side 16
16
Þann 4. mars sl. skrifaði Karl Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, undir samninga við meistaranema um
styrki vegna meistararitgerða þeirra sem fjalla
um málefni sveitarfélaga og hafa skírskotun
til markmiða og aðgerða í stefnumörkun
sambandsins fyrir árin 2014-2018. Hver
styrkur nemur 250.000 kr.
Veittir árlega næstu tvö árin
Þetta er í fyrsta skipti sem sambandið veitir
slíka styrki. Ákvörðun um að veita árlega, á
árunum 2016-2018, styrki til allt að þriggja
meistaranema var tekin af stjórn sambands-
ins árið 2015 í tilefni af 70 ára afmæli
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sérstakar reglur gilda um styrkina sem
auglýstar voru og miðlað til meistaranema í
öllum háskólum landsins. Nokkrar umsóknir
bárust sem fóru í ákveðið matsferli. Á fundi
sínum, þann 26. febrúar sl., samþykkti stjórn
sambandsins að veita eftirfarandi meistara-
nemum styrk:
Magnea Steinunn Ingimundardóttir,
Háskólanum á Bifröst. Heiti ritgerðar:
Þjónandi forysta og sjálfstæði í starfi
starfsmanna í stjórnsýslu sveitarfélaga.
Soffía Guðrún Guðmundsdóttir, Háskóla
Íslands. Heiti ritgerðar: Að hvaða leyti
kemur ríkið að þjónustu við börn með
sértækar þarfir?
Sunna Jónína Sigurðardóttir, Háskóla
Íslands. Heiti ritgerðar: Úttekt á vefjum
sveitarfélaga – hvað er mikilvægast og
hvernig má bæta þjónustu á vefnum með
auðveldum hætti?
Stolt af stuðningnum
„Við hjá sambandinu erum virkilega stolt af
því að geta styrkt þessa öflugu námsmenn í
verkefnum þeirra og er áhugi á umfjöllun um
sveitarstjórnarmál okkur sérstakt ánægjuefni.
Nú bíðum við bara spennt eftir að sjá
afraksturinn,“ sagði Karl Björnsson við undir-
ritunarathöfnina.
Fréttir
Styrkir til meistaranema afhentir í fyrsta sinn
Frá undirritun samninganna við meistaranemana. T.f.v.: Soffía Guðrún Guðmundsdóttir, Karl Björnsson
og Magnea Steinunn Ingimundardóttir. Sunna Jónína Sigurðardóttir gat ekki verið viðstödd afhendinguna
vegna veikinda en fékk styrkinn afhentan nokkrum dögum síðar. Mynd: Ingibjörg Hinriksdóttir.
Sendinefnd frá Brussel sem kom til landsins á vegum utanríkis-
ráðuneytisins heimsótti Seltjarnarnesbæ á dögunum og tók
Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á móti nefndinni.
Erindi hennar út á Seltjarnarnes var að skoða hitaveitu
Seltjarnarnesbæjar og fræðast um hvernig að uppbyggingu
hennar og starfsemi hefur verið staðið.
Koma nefndarinnar hingað til lands var í tengslum við
aðkomu Íslands að Uppbyggingarsjóði EES þar sem Íslendingar
styrkja jarðhitaveitur í Rúmeníu og Ungverjalandi.
Í hópnum voru m.a. Stefán Lárus Stefánsson og Unnur
Orradóttir Ramette sendiherrar, Þóra Magnúsdóttir, sem situr í
stjórn sjóðsins fyrir hönd Íslands, auk starfsmanna Orku-
stofnunar og starfsmanna Seltjarnarnesbæjar.
Seltjarnarnesbær:
Sendinefnd frá Brussell skoðar hitaveituna
Sendinefndin ásamt starfsfólki Seltjarnarnesbæjar.