Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Page 17

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Page 17
17 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs- bæjar, segir að bærinn sé mögulega til í að gefa eftir byggingarréttargjöld vegna íbúða sem væru fyrsta eign fólks. Sala lóða ætti annars að vera á markaðsverði, enda mikil- vægur tekjuliður sveitarfélaga. Þetta kom fram í máli hans á fasteignaráðstefnu sem haldin var í Hörpu 26. febrúar sl. þar sem m.a. var rætt um möguleika fólks til þess að eignast fyrstu húseign sína. Ármann sagði að endurskoða og einfalda yrði stuðningskerfi vegna íbúðakaupa og með því mætti leggja núverandi vaxtabótakerfi niður. Hann kvaðst frekar vilja sjá aftur hug- myndir um félagslegt kerfi sem byggðist á verkamannabústöðum, bæði með kaupleigu eða beinum kaupum. Flestir sem til máls tóku á ráðstefnunni virtust sammála um að kaup fólks á fyrstu íbúð væri vandamál í dag. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra, hefur gagnrýnt sveitarfélögin fyrir mikinn kostnað við úttektir og skipulag auk þess sem lóðarkostnaður sé mjög hár. Ármann Kr. sagði að bregðast mætti að ein- hverju leyti við þessum vanda með því að lækka lóðaverð vegna fyrstu íbúðar. Gætum lækkað lóðaverð til þeirra sem eru að kaupa fyrstu eign Horft af Digranesvegi. Að baki trjánum má sjá yfir yngri hluta Kópavogsbæjar og á björtum stundum allt frá Álftanesi austur um og til Breiðholts.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.