Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Page 20

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Page 20
20 Árið 1997 var svo Ráðhúsið við Garðatorg tekið í notkun og þá var allt skrifstofuhald bæjarins aftur sameinað á einum stað. Afmælishátíð á Garðatorgi í haust Ætlunin er að fagna þessum tímamótum í sögu Garðabæjar á margan hátt. Meðal annars hefur sérstakt afmælismerki Garða- bæjar verið hannað, þar sem Ráðhústurninn er nýttur sem tákn fyrir bæinn. Stefnt er að því að halda veglega afmælishátíð í miðbæ Garðabæjar í september þar sem efnt verður til fjölbreyttrar dagskrá fyrir alla aldurshópa – allt frá frá morgni til kvölds utan dyra sem innan. Á fyrsta bæjarstjórnarfundi þessa árs var samþykkt hátíðartillaga þess efnis að á afmælisárinu yrði gerð gangskör að því að kynna hina fornu leið, Fógetastíg í Gálga- hrauni og aðrar fornar leiðir í hrauninu. Fógetastígurinn var allt fram á síðustu ára- tugi 19. aldar alfaraleið gangandi og ríðandi manna vestur á Álftanes og er einnig kallað- ur Álftanesgata. Með göngu eftir stígnum er því hægt að anda að sér sögunni og njóta um leið útivistar, friðsældar og fallegrar nátt- úru. Sögulegt gildi stígsins er ótvírætt. Sé ekki að útför Garðabæjar fari fram Í sérstöku afmælisblaði sem gefið hefur verið út í tilefni þessara tímamóta ritar Gunnar Einarsson bæjarstjóri kveðju til bæjarbúa. „Við vitum að okkar jarðneska líf, eðli málsins samkvæmt, tekur enda. Hins vegar er erfitt að ímynda sér að útför Garðabæjar fari nokkurn tíma fram, enda framtíðin enda- laus í því tilfelli eins og áður segir. Á síðast- liðnu ári varð ég sextugur og átti einnig tíu ára starfsafmæli sem bæjarstjóri Garðabæjar. Á þeim tímamótum var mér sérstaklega hugsað með þakklæti til þeirra tækifæra sem hafa gefist til framþróunar bæði persónulega og fyrir samfélagið í Garðabæ. Hér hef ég nefnt tvenn tímamót, önnur eru stór og merkileg og snerta heilt bæjarfélag þar sem morgundagurinn er alltaf framtíðin um ókomna tíð. Hin tímamótin komast ekki á blað, nema ef vera skyldi að þau þvældust fyrir frekari framþróun okkar góða bæjarfé- lags. Ágætu Garðbæingar til hamingju með afmælið og njótið vel.“ Góð samfella í stjórnun Í viðtali Sveitarstjórnarmála fyrir nokkrum ár- um við Erling Ásgeirsson, sem lengi átti sæti í bæjarstjórn Garðabæjar, sagði Erling marga hafa velt fyrir sér velgengni í störfum og rekstri Garðabæjar á undanförnum árum. Hana megi einkum rekja til þess hversu góð samfella hafi verið í stjórn bæjarfélagsins í langan tíma og að úrvalsfólk hafi löngum valist til starfa í bæjarstjórninni. Garðabær Pylsudagur í einum af skólunum í Garðabæ.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.