Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Page 21

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Page 21
21 „Ef til vill mætti segja sem svo að ákveðinn kjarni hafi myndast sem vinnur mjög vel saman; ég, Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari. Við hófum allir starfað að bæjarmálunum um svipað leyti í upphafi níunda áratugarins. Gunnar Einarsson var þá nýráðinn íþrótta- og tómstundafulltrúi og þegar ég varð formaður íþrótta- og tómstundaráðs hófst samstarf okkar sem hefur verið með miklum ágætum síðan. Ég varð formaður skólanefndar þegar sveitarfélögin tóku yfir grunnskólann 1995 og þá tók Gunnar við starfi forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs og leiddi aðlög- un bæjarfélagsins að rekstri grunnskólans. Þar hófst farsæl aðkoma hans að skóla- málum Garðabæjar.“ Skipulag byggðar fyrir ungt fólk Garðabær er í stöðugri sókn og íbúum fjölg- ar. Nú auglýsir bæjarfélagið hugmyndasam- keppni um tillögu að rammaskipulagi byggð- ar fyrir ungt fólk á svæði við Lyngás og Hafn- arfjarðarveg. Þar á að leggja áherslu á spenn- andi íbúðabyggð sem hentar ungu fjöl- skyldufólki í hæfilegri blöndu við verslun, þjónustu og skrifstofubyggingar. Einnig er horft til góðra tengsla við samgönguæðar, útivist og þjónustu og að leitast verði við að styrkja tengsl miðbæjar við svæðið við Hafn- arfjarðarveg og norðan hans. Í samkeppnis- lýsingu er tekið fram að við mótun tillög- unnar skuli horft til þess að stuðla að lægra íbúðaverði fyrir unga kaupendur og leigj- endur. Heimildir: Vefsíða Garðabæjar, afmælisblað í tilefni afmælisins og tímaritið Sveitarstjórnarmál. Hönnunarsafn Íslands er í miðbæ Garðabæjar. Hér má sjá Erling Ásgeirsson, þáverandi formann bæjarráðs, Gísla B. Björnsson, grafískan hönnuð, Hörpa Þórsdóttir, forstöðumann Hönnunarsafnsins, Ármann Agnarsson sýningarstjóra og Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem varð einn af íbúum Garðabæjar skömmu síðar. Myndin var tekin við opnun á yfirlitssýningu á verkum Gísla B. Björnssonar í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.