Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Síða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2016, Síða 22
22 Stóra upplestrarkeppnin er 20 ára á yfir- standandi skólaári. Hún hefst árlega á degi íslenskrar tungu og hefur frá árinu 1996 náð að þroskast og dafna meðal nemenda í sjöunda bekk. Verkefninu lýkur í mars ár hvert með myndarlegum menningarhátíðum um allt land en alls eru lokahátíðirnar 28 tals- ins í ár. Stóra upplestrarkeppnin er menningar- starf á landsvísu með skýr markmið að leiðar- ljósi. Í fyrsta lagi er markmiðið að vekja athygli og áhuga á vönduðum flutningi og framburði íslensk máls og að allt ungt fólk læri að njóta þess að flytja texta og ljóð sjálfu sér og öðrum til ánægju. Í öðru lagi ber að leggja rækt við virðingu og vandvirkni. Í samfélagi nútímans er nauð- synlegt að leggja rækt við færni og kunnáttu sem nemendur fá þegar þeir taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Þar er að mörgu að hyggja en afar ánægjulegt til þess að vita að árlega skuli heill árgangur í grunnskóla vanda sig við að ná þessum markmiðum og stíga síðan á stokk að vori og lesa af listfengi fyrir fullum sölum áhugasamra áheyrenda. Loka- hátíðir í mars eru metnaðarfullt framlag ung- menna til menningarlífs heimabyggðarinnar sem er full ástæða til að veita athygli og bera virðingu fyrir. Vagga verkefnisins í Hafnarfirði Að verkefninu standa Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn en vagga verkefnisins er í Hafnarfirði. Í því sam- bandi má benda á heimasíðu samtakanna www.upplestur.hafnarfjordur.is en þar má finna nytsamar upplýsingar. Í félagsráði Radda sitja fulltrúar þeirra félaga og stofnana sem aðild eiga að verkefninu og þar hafa Heimili og skóli ávallt átt fullrúa. Stóra upplestrarkeppnin á ýmsa velunnara sem styrkja verkefnið. Mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið veitti keppninni sérs- taka viðurkenningu árið 2000 og árið 2006 fékk Stóra upplestrarkeppnin foreldraverð- laun Heimilis og skóla. Ítarlega verður fjallað um Stóru upp- lestrarkeppnina í næsta tölublaði Sveitar- stjórnarmála og m.a. rætt við Ingibjörgu Ein- arsdóttur, skrifstofustjóra Skólaskrifstofu Hafnafjarðar, en hún er forvígismaður keppninnar og ein helsta driffjöður hennar frá upphafi. Fréttir Stóra upplestrarkeppnin 20 ára Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, er forvígismaður keppninnar og ein helsta driffjöður. Hér afhendir hún þátttakanda verðlaun. Alls bjuggu 2.462 manns í Hveragerðisbæ um síðustu áramót. Sé miðað við tölur Hag- stofu Íslands eru þetta þriðju áramótin í röð sem sett er met í íbúafjölda í Hveragerðisbæ. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarfélags- ins. Í byrjun árs 1998 bjuggu alls 1.668 manns í Hveragerði og hefur bæjarbúum því fjölgað um 50% síðan. Íbúum hefur fjölgað á hverju ári, að utanteknum árunum 2009 og 2011. Í árslok 2013 voru íbúarnir orðnir 2.333, árið síðar 2.384 manns og 2.462, sem fyrr segir, í árslok 2015. Í nágrannasveitarfélaginu Ölfusi er fjölg- unin í fyrra tæp 4%. Í báðum sveitarfélög- unum hefur verð á byggingarlóðum verið lækkað. Íbúum Hveragerðis og Ölfuss fjölgar Horft á Hveragerðisbæ úr lofti og hluta af Ölfusi allt austur að Ölfusá.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.