Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Síða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Síða 10
10 Halldór­ Halldórsson,­ formaður­ Sam-bands­ íslenskra­ sveitarfélaga,­ sagði­ það­mikið­fagnaðarefni­að­lög­um­opin- ber­fjármál­hafi­tekið­gildi.­Hann­sagði­að­ sambandið­hafi­ lengi­ reynt­að­ stuðla­að­ vinnubrögðum­ sem­ þessum.­ Með­ nýjum­ lögum­um­opinber­fjármál­verði­stokkað­ upp­í­fjárlagagerð­ríkisins. „Nú mun reyna á alþingismenn, hvort þeir verði tilbúnir að hverfa frá vinnubrögðum sem byggjast á ítarlega sundurliðuðum smá- fjárveitingum og taka í staðinn upp stefnu- mótandi fjárlagagerð að hætti nútímalegra stjórnunaraðferða. Það mikilvægasta í þessu fyrir sveitarfélögin er að lögin boða skipu- lagðari og formfastari samskipti en áður í samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Markmiðið er að stuðla að góðri hagstjórn og styrkri og ábyrgri stjórn á fjármálum hins opinbera þar sem fjallað skal á formlegan hátt um hvernig fjármagna megi opinbera þjónustu í sátt milli ríkis og sveitarfélaga,“ sagði Halldór í upphafi setningarræðu sinnar á landsþingi sambands- ins 8. apríl sl. Unnið að stofnun Þjóðhagsráðs Halldór ræddi einnig um svokallað Þjóð- hagsráð sem unnið er að að koma á fót. „Starfið hefur verið leitt af forsætisráðu- neytinu – forsætisráðherra, fjármálaráðherra, Seðlabanka Íslands, Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, Samtökum atvinnulífsins og þeim heildarsamtökum launþega sem eiga aðild að rammasamkomulagi á vinnumarkaði frá 27. október 2015, eða SALEK-samkomulaginu, þ.e. ASÍ og BSRB.“ Halldór sagði að Þjóðhagsráð ætti að fjalla um samhengi opinberra fjármála, peninga- stefnu og vinnumarkaðar í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar. „Fyrsti fund- ur þess átti að vera í byrjun apríl. Honum var hins vegar verið frestað vegna ágreinings milli ASÍ og stjórnvalda um skilgreiningu á verk- efnum þess,“ sagði Halldór. Landsþing sambandsins Lög um opinber fjármál og Þjóhagsráð Halldór Halldórsson. Skoðun á tekjustofnum sveitarfélaga Karl sagði aðila samkomulagsins sammála um að vinna saman að nokkrum viðfangs- efnum. Þar á meðal væri skoðun á tekju- stofnum sveitarfélaga, uppruna tekna og dreifingu þeirra og mögulegri styrkingu þeirra, reynist þess þörf, til dæmis með bætt- um skattskilum. Könnuð verði hugsanleg hlutdeild sveitarfélaga í tekjum af umferð, skattlagningu fyrirtækja, tekjumaf trygging- argjaldi eða lækkun tryggingargjalds, tekjum af ferðaþjónustu, arðgreiðslum til eigenda fyrirtækja, fjármagnstekjuskatti eða endur- greiðslum. Einnig verði endurgreiðsla virðis- auka-skatts tekin til skoðunar, fækkun undan- þága frá fasteignamati og fasteignaskatti, inn- heimtuþóknun til ríkisins vegna útsvarsinn- heimtu, undanskot frá skatti og bætt nýting bóta. Karl sagði hluta þessa verkefnis þann að vinna að greiningu útgjaldþróunar einstakra þjónustuþátta hjá sveitarfélögum. Þar verði m.a. fjallað um þjónustu við aldrað fólk með sérstöku tilliti til reksturs hjúkrunar- heimila. Skoða þurfi hækkun framlaga til reksturs hjúkrunarheimila og hvort leggja eigi aukna áherslu á heimaþjónustu, auk fleiri verkefna. Frá Landsþinginu.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.