Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Blaðsíða 13
13
Enn eitt árið verða öll met slegin í komum
skemmtiferðaskipa hingað til lands. Von er á
113 heimsóknum skemmtiferðaskipa til
Reykjavíkur í sumar en þær voru 108 í fyrra.
Til Akureyrar koma 48 skip í alls 100 heim-
sóknir sem er svipað og 2015. Heimsóknir
skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar verða 73 í ár
en voru 63 í fyrra.
Hálf milljón manna um borð!
Búist er við 109 þúsund farþegum til Reykja-
víkur, 95 þúsundum til Akureyrar og um 85
þúsund farþegum til Ísafjarðar. Samanlagður
farþegafjöldi skipanna er því um 370 þúsund
og gera má ráð fyrir að í áhöfn séu a.m.k.
140 þúsund manns. Hér er því alls um rúm-
lega hálfa milljón gesta að ræða! Þess má
geta að sú nýlunda verður í ár að tvær skipa-
komur verða á Þingeyri í september. Af þeim
skipum sem koma til Akureyrar munu nokkur
að venju hafa viðkomu í Grímsey.
Talið er að þessar heimsóknir skili að lág-
marki sex milljörðum króna í þjóðarbúið,
bæði beint og óbeint. Þær upplýsingar byggj-
ast á könnun sem Hafnasamband Íslands og
samtökin Cruise Iceland létu gera meðal far-
þega árin 2013 og 2014.
433 milljónir í hafnargjöld
Samkvæmt fyrrnefndri könnun eyddu far-
þegarnir um 5,3 milljörðum króna með við-
komu sinni hér á landi. Inni í þeirri tölu eru
m.a. flugferðir til og frá landinu. Um 140
milljónir komu af verslun skipverja, 433 millj-
ónir fóru í hafnargjöld og 150 milljónir í bein-
ar skattgreiðslur til ríkisins.
Tekjurnar ráðast eðlilega af stærð skip-
anna og fjölda farþega. Farþegar stærri skip-
anna hafa í flestum tilvikum keypt fyrirfram
ákveðinn pakka, bæði í mat, þjónustu og
ferðum í landi. Auknar tekjur hafa skapast af
komum minni skipanna, svonefndra leiðsögu-
skipa en oftast er flogið með þá farþega til og
frá landinu og þeir fara þá í hringferðir um
landið með skipinu. Þessi skip stoppa á fleiri
stöðum og farþegar þeirra fara gjarnan víðar
en þeir sem koma af stóru skipunum.
HLUTI AF RPC GROUP
SÆPLAST • Gunnarsbraut 12 • 620 Dalvík • Sími 460 5000 • sales.europe@saeplast.com • www.saeplast.com ® Sæplast er skrásett vörumerki í eigu RPC GROUP
Byggingarreglugerðir krefjast þess að brunnar séu settir við allar nýbyggingar enda er mikið
öryggi og kostnaðar hagkvæmni fólgin í að hafa aðgang að lögnum utanhúss vegna eftirlits
og viðhalds.
Sæplast framleiðir brunna til frá veitu lagna úr polyethylene-efni (PE).
Í Sæplast -vörulínunni er fjölbreytt úrval brunna til að mæta mismunandi notkunar kröfum.
Brunnarnir eru fáanlegir í þremur þvermáls stærðum: 400 mm, 600 mm og 1000 mm.
ATH. Hægt er að fá upphækkanir á alla brunna.
Fást í byggingavöruverslunum um land allt.
Sæplast ráðleggur að ætíð sé leitað til fagaðila um niðursetningu á brunnum.
Þar sem tvær lagnir koma saman
þar ætti að vera brunnur
Fréttir
Komur skemmtiferðaskipa skila sex
milljörðum króna í þjóðarbúið
Skemmtiferðaskip á siglingu um Eyjafjörð.