Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Side 15
15
býlisins í Þorlákshöfn er farið að sækja laugina
en við sjáum að í henni og íþróttaaðstöðunni
leynist falið leyndarmál því aðstaðan hefur
ekki verið kynnt með markvissum hætti. Það
er sérstaklega innisundlaugin sem hefur að-
dráttarafl yfir vetrartímann – bæði fyrir
heimafólk og aðra sem leið eiga um eða
koma beinlínis inn í Þorlákshöfn til að bregða
sér í sund því fólk kemur aftur og aftur.“
Gunnsteinn segir Þorlákshöfn vaxandi
íþróttabæ. „Við höfum náð ótrúlegum ár-
angri í ýmsum greinum. Körfubolti og frjálsar
íþróttir eru ofarlega á vinsældalistanum og
körfuboltalið Þorlákshafnar komst í bikarúrslit
í vetur sem var mjög gaman.“
Gróður tekinn að vaxa og dafna
Nýtt ráðhús var byggt í Þorlákshöfn fyrir og
um síðustu aldamót og tekið í notkun árið
2001. „Þetta er stærðarhús, um 2.400 fer-
metrar, og með því sköpuðust möguleikar til
þess að koma upp miðbæ. Götunum voru
gefin nöfn en engu að síður reynt að halda
aðeins í gömlu stafaheitin með því að merkja
með bókstöfum. Stafaheitin voru sérstakur
kafli í sögu Þorlákshafnar sem á sér fá eða
engin önnur dæmi hér á landi.“
Gunnsteinn segir að umhverfi og útlit bæj-
arins hafi líka þróast með árunum og nú sé
gróður tekinn að vaxa og dafna á stað sem
enginn hélt á sínum tíma að þýddi að gróður-
setja á eða rækta. „Það þrífast ekki allar
plöntur við sjávarsíðuna og velja þarf gróður
sem þolir sjávarasaltið vel og getur nýtt sér
fremur efnasnauðan og rýran jarðveg. En
þetta hefur tekist og gróðurliturinn farinn að
vekja eftirtekt.“
Ölfusið er góður búsetuvalkostur
Þótt Ölfusið sé með landmeiri sveitarfélögum
á suðvesturhorni landsins og þótt víðar væri
leitað og innan þess sé stórt sveitahérað er
lítið um hefðbundinn búskap. „Það er eitt
kúabú og nokkur sauðfjárbú í Ölfusinu en
talsvert um hrossarækt. Þá hefur ferðaþjón-
ustan verið að skjóta rótum hér eins og víða á
landinu.“
„Á hverju lifa íbúarnir þá?“ kann ef til vill
einhver að spyrja. Gunnsteinn segir að á síð-
ari árum hafi færst í vöxt að fólk kjósi að hafa
búsetu í Ölfusinu en starfa á höfuðborgar-
svæðinu. „Þetta er einfaldlega góður val-
kostur til búsetu og margir setja ekki fyrir sig
að aka daglega á milli til og frá vinnu. Svo
eru líka komnar almenningssamgöngur eða
strætóferðir eftir þjóðvegi 1 sem liggur neðan
Hveragerðis.“
Hann segir að yfir veturinn geti Þrengslin
verið öruggari leið en þjóðvegur 1. Hún verði
síður ófær og veður oft skárra en á Hellis-
heiðinni. „Okkur finnst á hinn bóginn að
Vegagerðin mætti standa betur að því að
halda leiðinni um Þrengslin opinni í stað þess
að leggja mun meiri áherslu á heiðina þótt sú
leið sé vissulega styttri þegar fólk er að fara til
Hveragerðis, Selfoss eða lengra um Suður-
land.“
Góð aðstaða til sjávarútvegs
Gunnsteinn segir að þótt dregið hafi úr hefð-
bundnum atvinnugreinum, landbúnaði og
sjávarútvegi, hafi annað komið í staðinn.
„Þarna er ég fyrst og fremst að tala um
dreifðu byggðina en í Þorlákshöfn hefur
einnig orðið umtalsverð breyting á atvinnu-
háttum. Lengi vel byggðist atvinnulífið eink-
um upp af tveimur útvegsfyrirtækjum;
Meitlinum og Glettingi. Þau hafa horfið af
vettvangi og besti tíminn í sjávarútvegi og
Sumarblíða í Skötubót við Þorlákshöfn.
Bókasafnið er stolt íbúa Þorlákshafnar og ungmennin notfæra sér aðstöðuna sem þar er í boði.