Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Blaðsíða 16
16 fiskvinnslu er liðinn, hvað sem framtíðin ber í skauti sér.“ Hann segir að þó engin stórútgerð sé í sveitarfélaginu miðað við það sem áður var, sé engu að síður nokkur útvegur stundaður. „Aðstaða til sjávarútvegs er mjög góð. Eina hafnarstæðið við suðurströndina er í Þorláks- höfn, ef Grindavík er undanskilin, og eftir að Suðurstrandarvegurinn kom til sögunnar er leiðin orðin greið til Keflavíkurflugvallar og þar með útflutningsleiðin fyrir fiskafurðir.“ Nýjar atvinnugreinar að vaxa Gunnsteinn segir aðrar atvinnugreinar hafa vaxið. Í því sambandi megi nefna bæði iðnað- ar- og þjónustufyrirtæki og nú séu komin fram áform um hótelbyggingu og rekstur. „Selvogurinn hefur ákveðið aðdráttarafl fyrir ferðafólk, einkum vegna náttúrufegurðar en einnig í ljósi sögunnar. Enn er eftir að leggja ljósleiðara inn í Selvoginn en ljósleiðari er í dag undirstaða búsetu og byggðar ekkert síður en þjóðvegurinn því hver vill vera net- laus og þannig án samskipta við umheiminn? Þetta er ekki óskastaða en vissulega er þarna um nokkra vegalengd en fáa notendur að ræða og því nokkurn kostnað.“ Gunnsteinn segir að fyrir tveimur árum hafi verið gerður samningur við Gagna- veitu Reykjavíkur um að leggja ljósleiðara um Ölfusið. „Selvogurinn er eina svæðið sem eftir er og það verður að vinna að því að tengja þetta svæði umheiminum. Það er alger forsenda þess að búseta geti aukist þar – til dæmis í tengslum við ferðaþjónustu. En þetta er spurning um fjarlægðir og fjölda.“ Hótel á Óseyrartanga En það er fleira en fegurð og saga Selvogsins sem dregur ferðafólk að þessu svæði, að sögn Gunnsteins. „Svarta fjaran, hraunið og landslagið í kringum Þorlákshöfn hafa heil- mikið aðdráttarafl. Nú er búið að staðfesta deiliskipulag fyrir hótelbyggingu á Óseyrar- tanga þar sem veitingastaðurinn Hafið bláa er og nýtur mikilla vinsælda. Framkvæmdaaðilar eru tilbúnir að hefja þetta verkefni og miðað við þann vöxt sem er í ferðaþjónustunni er lík- legt að hafist verði handa innan tíðar. Fleiri verkefni á sviði ferðaþjónustu eru í farvatninu og verða vonandi að veruleika.“ Sveitarfélagið Ölfus Þorlákshöfn séð úr lofti. Þótt dregið hafi úr umsvifum í sjávarútvegi er fiskiðnaður enn talsverður. Hér er verið að gera að ýsu.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.