Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Side 18
18 Fiskeldi í stað fiskveiða En aftur að fiskmetinu. Þótt dregið hafi um- talsvert úr útvegsstarfsemi í Þorlákshöfn og færri skip færi afla að landi hefur byggðin síður en svo sagt skilið við framleiðslu á fisk- afurðum. Þar kemur fiskeldið til sögunnar. „Það kemur ef til vill á óvart að stærsta seiðaeldisstöð á landinu er í Þorlákshöfn og þar er einnig eldisstöð fyrir bleikju auk þess sem talsvert bleikjueldi er ofar í Ölfusinu. Nálægð við flugvöllinn skiptir miklu máli fyrir bleikjueldið vegna þess að nær öll fram- leiðslan fer beint á markaði erlendis.“ Þegar vel gengur hugsa menn síður um sameiningu Sveitarfélagið Ölfus er víðfeðmt eða 737 fer- kílómetrar að stærð. Það teygir sig frá vestan- verðu Ingólfsfjalli, niður Ölfus meðfram Ölfusá og vestur í Selvog. Þéttbýliskjarnar eru tveir, Þorlákshöfn og Árbæjarhverfi vestan Ölfusár, rétt utan Selfoss. Ölfus nær að enda- mörkum Árnessýslu, rétt vestan við Kolvið- arhól. Hveragerðisbær er sem fyrr segir sjálf- stætt sveitarfélag innan landamæra Ölfussins. Þegar horft er á landakort kemur í hugann hvort rétt eða mögulegt sé að sameina sveitarfélög á svæðinu eða jafnvel víðar um Árnessýslu eins og nokkuð hefur verið rætt um. Gunnsteinn segir að sameiningarmál séu ekki efst á baugi í Ölfusinu. „Þegar vel geng- ur hugsa menn síður um eða ræða samein- ingu. Vegna landafræðinnar er þó ekkert óeðlilegt að rætt sé um sameiningu við Hveragerðisbæ. Það sveitarfélag er landlítið og vaxtarmöguleikar þess takmarkaðir af þeim sökum. Þar er öflug atvinnustarfsemi og Hvergerðingum gengur vel. Hveragerðisbær byggist hins vegar upp af öðrum atvinnu- greinum en Ölfusið,“ segir hann. Hann minnir á að ylrækt hafi fljótt orðið fyrirferðarmikil í Hveragerði vegna nálægðar- innar við jarðhitann. Jarðvarminn hafi einnig orðið hvatinn að því að NLFÍ stofnaði heilsu- hæli sem hefur vaxið og dafnað þar í gegnum tíðina. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund flutti fyrir löngu hluta af starfsemi sinni til Hvera- gerðis og nú er ferðaþjónusta að festa þar rætur. „Ég sé alveg fyrir mér að þetta gæti orðið öflugra sveitarfélag yrðu þessi tvö sameinuð og við eigum samstarf við Hvergerðinga um ýmsa þætti. Ég get nefnt í því sambandi að við rekum bæði leik- og grunnskólann í Hveragerði saman. Við eigum 9% hlutdeild í leikskólanum og 14% í grunnskólanum. Þetta kemur til af því að mun auðveldara er fyrir börn úr Ölfusinu að sækja skóla í Hveragerði en niður í Þorlákshöfn. Þá má nefna að Garðyrkjuskólinn stendur í Sveitarfélaginu Ölfusi en ekki í Hveragerðisbæ. Eftir því sem ég best veit hefur samstarf sveitarfélaganna tveggja einkennst af góðum samstarfsvilja og vinnu við að ná árangri.“ Gætum tengst Faxaflóahöfnum Gunnsteinn segir að sameining til vesturs, til dæmis við Grindavíkurbæ, sé langsóttari leið enda þótt Þorlákshöfn og Grindavík séu um margt lík samfélög sem bæði liggja við sjóinn og byggja mikið á því sem hann gefur. „Annað sem ég tel að mætti skoða þegar sameiningar- og samstarfsmál ber á góma er að við erum með mjög góða höfn, sem með tiltölulega litlum tilkostnaði mætti gera enn betri. Við erum ekki hluti af Faxaflóahöfnum en ef grannt er skoðað þá er þetta í raun og veru eitt hafnarsvæði – ofan af Akranesi og austur til Þorlákshafnar,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson að lokum. Sveitarfélagið Ölfus Þorlákshafnarviti eða Hafnarnesviti, eins og heimamenn kalla hann, stendur skammt fyrir utan þéttbýlið í Þorlákshöfn. Hann var byggður árið 1951 úr steinsteypu og er 8,3 metrar að hæða. Hönnuður hans var Axel Sveinsson verkfræðingur. Ráðhús Ölfusinga í Þorlákshöfn en þar er bókasafnið m.a. til húsa.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.