Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Side 20
20
„Þetta er búinn að vera 20 ára ferill,
mjög árangursríkur og hefur sett
skemmtilegan svip á bæjarlífið vítt og
breitt um landið,“ segir Ingibjörg
Einarsdóttir, skrifstofustjóri Skóla-
skrifstofu Hafnarfjarðar og formaður
Radda. Ingibjörg er einn af forvígis-
mönnum Stóru upplestrarkeppninnar
og ein helsta driffjöður hennar í gegn-
um árin. Stóra upplestrarkeppnin hefur
stöðugt fengið meiri athygli og er
orðinn fastur árlegur viðburður í
mörgum skólasamfélögum.
Ingibjörg segir þetta vera merkisafmæli og nú sé spurning um framtíðina. „Þetta er
helsta læsisverkefni á landinu og ekkert
verkefni hefur lifað svona lengi. Nú hafa allir
áhyggjur af læsi, það er eitt helsta um-
fjöllunarefni í skólamálum þessa dagana
enda mikið alvörumál ef dregur úr lestrar-
getu barna.“
Ingibjörg segir að þegar keppnin fór fyrst
af stað, veturinn 1996, hafi þessi umræða
ekki verið komin á það stig sem hún er í dag.
„Við vorum ekki beinlínis að hvetja til meiri
lestrar heldur miklu fremur að lesa betur og
læra að koma fram af virðingu og auka
sjálfstraust. Auðvitað hefur þetta verkefni
borið á góma í þeirri alvarlegu umræðu sem
farið hefur fram að undanförnu um vaxandi
lestrarvanda og dvínandi lesskilning á meðal
barna og ungmenna og er það af hinu góða
því lestrarkunnáttan og getan til þess að til-
einka sér ritað mál er undirstaða frekara
náms.“
Allir sjöundu bekkingar
hafa tekið þátt
„Keppnin hefst árlega á degi íslenskrar tungu
og hefur frá árinu 1996 náð að þroskast og
dafna meðal nemenda í sjöunda bekk og
lýkur verkefninu í mars ár hvert með mynd-
arlegum menningarhátíðum um allt land,“
segir Ingibjörg.
Fyrsta upplestrarhátíðin var haldin í Hafn-
arfirði þann 4. mars 1997 og fljótt bættust
fleiri bæjarfélög í hópinn. Síðustu 16 árin
Stóra upplestrarkeppnin
–Frábærárangurítvoáratugi
Stóra upplestrarkeppnin
Frá einni af hátíðum Stóru upplestrarkeppninnar.