Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Blaðsíða 22
22
þátt í Stóru upplestrarkeppninni,“ segir Ingi-
björg.
Hún segir að mörgu að hyggja í þessu
sambandi en afar ánægjulegt sé til þess að
vita að árlega skuli heill árgangur í grunn-
skóla vera að vanda sig við að ná þessum
markmiðum og stíga síðan á stokk að vori og
lesa af listfengi fyrir fullum sölum áhuga-
samra áheyrenda. „Lokahátíðir í mars eru metnaðarfullt
framlag ungmenna til menningarlífs heima-
byggðarinnar sem er full ástæða til að veita
athygli og bera virðingu fyrir.“
Litla upplestrarkeppnin
fyrir fjórðu bekkinga
Ingibjörg segir að á fimmtán ára afmæli
Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði hafi
verið ákveðið að fara af stað með annað
verkefni sem byggt er á sömu hugmynda-
fræði og sú stóra en sniðið að nemendum í
fjórða bekk.
„Þar taka líka allir þátt og í keppnishug-
takinu felst að keppa að því að verða betri í
lestri í dag en í gær. Allir eru sigurvegarar og
verkefninu lýkur í apríl með hátíðum þar sem
allir koma fram, ýmist í talkórum eða sem
einstaklingar. Þetta verkefni er afar skemmti-
legt og eru allar líkur á að það nái að dafna á
næstu árum enda voru í vetur skráðir 60
skólar til verkefnisins.“
Nauðsynlegt að tengja þessi
verkefni við heimilin
Ingibjörg segir að það sé mikils virði að tengja
bæði þessi verkefni við heimilin því fá verkefni
séu betur til þess fallin og mætti svo sannar-
lega styrkja það samstarf enn frekar.
Stóra upplestrarkeppnin á ýmsa velunn-
ara sem styrkja verkefnið. Mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið veitti keppninni sér-
staka viðurkenningu árið 2000 og árið 2006
fékk Stóra upplestrarkeppnin foreldraverð-
laun Heimilis og skóla.
„Reynsla undanfarinna tveggja áratuga
sýnir hversu nauðsynlegt er að halda verkefn-
inu áfram og efla það,“ segir Ingibjörg að
lokum.
Stóra upplestrarkeppnin
Ingibjörg Einarsdóttir skrifstofustjóri á einum af viðburðum Stóru upplestrarkeppninnar.
Að einni upplestrarhátíð lokinni.