Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Page 24

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Page 24
24 Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, fór til Úkraínu sl. haust til kosningaeftirlits á vegum sveitarstjórn- arþings Evrópuráðsins en hann tók sæti í ráðinu á árinu 2014. Gunnar Axel þekkir því vel til sveitarstjórnarmála og segir að bæði fróðleiks- og ævintýraþrá hafi legið að baki því að hann sótti um þátttöku í þessu verkefni. Gunnar Axel kveðst alveg geta hugsað sér að fara aftur í slíka för og hvetur sveitarstjórar- fólk til að taka þátt í alþjóðasamstarfi ef það hefur tök á því. A ðdragandinn var sá að ég tók sæti á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins vorið 2014. Eitt af meginverkefnum Evrópuráðsins er að gæta að og styðja við þróun lýðræðis og mannréttinda í aðildarríkjum þess. Inni í því er eftirlit með kosningum og úttekt á lýðræðisumbótum almennt sem er veiga- mikill þáttur í starfsemi ráðsins.“ Hann segir að aðstæður í Úkraínu séu með þeim hætti að þar ríki í raun stríðs- ástand á sama tíma og viðkvæmt ferli lýð- ræðisumbóta standi yfir. „Pólitískur og efna- hagslegur óstöðugleiki er mikill og landið er víðfemt. Þar búa einnig um 45 milljónir manna. Af þessum ástæðum var ákveðið að senda stærri sendinefnd þangað en þær sem fara að öllu jöfnu til hefðbundins kosninga- eftirlits.“ Hann segir að í fyrsta skipti í sögu Evrópuráðsins hafi bæði sveitarstjórnaþingið og þing- mannavettvangurinn tekið þátt í kosningaeftirliti vegna sveitarstjórnarkosninga. „Þess vegna voru bæði sveitarstjórn- arfólk og þingmenn í þessari för auk sérfræðinga á vegum þingsins. Alls voru 57 fulltrúar í sendinefndinni og mín þátt- taka atvikaðist þannig að aðal- fulltrúum á sveitarstjórna- þinginu er boðin þátttaka. Ég sótti um að taka þátt í þessu verkefni, aðallega af einskær- um áhuga en smá ævintýraþrá blundaði einnig að baki.“ Farið í gegnum allt lýðræðiskerfið Gunnar Axel segir að kosn- ingaeftirlit og úttekt séu mun víðtækari en hann hafi gert sér í hugarlund. „Ég hélt að þetta snerist einkum um að hafa eft- irlit með sjálfum kosningunum en verkefnið er miklu víðtækara en svo. Þetta snýst ekki bara um kosningadaginn eða dag- ana á undan heldur einnig hvernig staðið er að allri um- gjörð lýðræðismála, s.s. stöðu fjölmiðla í landinu. Þess vegna er svo mikilvægt að sendi- nefndir fái tækifæri til þess að Gunnar­Axel­Axelsson­bæjarfulltrúi: Lærdómsríkt að fara í kosningaeftirlit til Úkraínu Lýðræðismál Gunnar Axel á kosningadaginn í Úkraínu ásamt fulltrúa sveitarstjórnar- þingsins frá Tyrklandi en þeir unnu saman þann dag.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.