Sveitarstjórnarmál - 01.03.2016, Page 25
25
hitta alla þá ólíku aðila viðkomandi samfélags
sem koma að lýðræðismálum með einhverjum
hætti.“
Fyrstu dagana í Úkraínu hitti hópurinn
fræðimenn og fulltrúa félagasamtaka sem
starfa á sviði lýðræðismála, fulltrúa alþjóða-
stofnana í landinu og sendiherra erlendra
ríkja sem hafa aðsetur í Úkraínu. „Við hittum
einnig fulltrúa stjórnmálaflokka og frambjóð-
endur til þess að fá innsýn í stöðu mála og
nutum þar aðstoðar aðila sem hafa meðal
annars það hlutverk að undirbúa komu
sendinefnda.“
Misskiptingin er ógnvekjandi
„Fyrst og fremst kom umfang verkefnisins
mér á óvart og hversu djúpt við fórum í
gegnum hlutina. Varðandi landið sjálft er
mjög áhugavert að fá að kynnast því; kynn-
ast nýju landi og fá tækifæri til þess á þann
hátt sem hefðbundnir gestir og ferðamenn
fá alla jafnan ekki tækifæri til. Við fengum
tækifæri til þess að heimsækja stjórnarstofn-
anir og kynnast mörgum hliðum samfélags-
ins.“
Hann segir það hafa komið sér mjög á
óvart hversu „misskiptingin í Úkraínu er gríð-
arleg og á allan hátt áberandi. Annars vegar
er mikið ríkidæmi mjög fárra og hins vegar
mikil fátækt mjög margra. Ég held að skort-
ur á því sem við köllum venjulega millistétt
standi þessu landi verulega fyrir þrifum.
Misskiptingin er ógnvekjandi. Það sem gerst
hefur í Úkraínu er sambærilegt við það sem
gerðist á stjórnartíma Boris Jeltsin í Rússlandi,
að eigur sem voru í höndum hins opinbera
undir kommúnísku skipulagi lentu í höndum
fárra aðila.“
Hann segir að þarna sé að finna svo-
nefnda oligarka, sem „eru fámennur hópur
en gífurlega auðugur. Þessir menn eiga
stjórnmálin í raun og veru, því þarna tala
menn um stjórnmálaflokka sem eignir þess-
ara manna. Þeir eiga fjölmiðlasamsteypurnar
– sína fjölmiðlasamsteypu hver og sitt stjórn-
málaafl hver og stjórnmálin litast öll af hags-
munum þeirra og hafa gert það í gegnum
tíðina allt frá falli Sovétríkjanna. Eins og þetta
blasti við mér varð maður var við það með
hvað áþreifanlegustum hætti í sjálfu kosn-
ingaeftirlitinu.“
Byggingar við hrun
Gunnar Axel segir að þjóðin beri þess merki
að þar hafa verið átök nær allan þann tíma
frá því rússneska keisaradæmið leið undir lok
og nú sé tekist á um austurhluta landsins.
Krímskaginn hafa verið tekinn undir rússnesk
yfirráð að nýju og sagan sé enn og aftur að
endurtaka sig; saga átaka á milli austurs og
vesturs.
„Það sem stakk mig mest er bæði ríki-
dæmið og síðan fátæktin sem er almenn á
meðal landsmanna. Algengasti húsakostur-
inn eru gömlu sovétblokkirnar sem byggðar
voru á tíma Sovétríkjanna. Flestar þeirra eru
farnar að láta mikið á sjá. Lítið eða ekkert
viðhald er til staðar og mikið af húsakynnum
eru næstum að hruni komin.“
Atkvæðakaup algeng
Eftir þriggja daga dvöl í Kiev hélt Gunnar
Axel ásamt tyrkneskum fulltrúa til borgar
í vesturhluta Úkraínu sem heitir Ivano-
Frankivsk. „Þar mynduðum við ásamt túlki
og bílstjóra teymi sem falið var að fylgjast
með framkvæmd kosninganna á því svæði.
Þar hittum við aðila frá Öryggis- og samvinnu-
stofnun Evrópu sem höfðu undirbúið komu
okkar. Við áttum einnig fundi með kjörstjórn-
um á svæðinu dagana fyrir kosningarnar og á
sjálfan kjördaginn hófum við dagsverkið
snemma morguns með því að vera viðstaddir
opnun kjörstaða og síðan heimsóttum við
kjörstaði yfir daginn eða á meðan þeir voru
opnir og vorum síðan fram á nótt með kjör-
stjórninni við að taka á móti atkvæðum og
fylgjast síðan með talningunni.“
Kosningarnar voru sambland af flokka-
og persónukjöri og flóknir atkvæðaseðlarnir
báru þess skýr merki. „Eitt af því sem stund-
að var í tengslum við kosningarnar var stofn-
un svokallaðra flokka-eftirlíkinga. Það eru
stjórnmálaflokkar sem bera keimlík nöfn og
einhver stóru flokkanna. Efsti maður á lista
Gunnar Axel ásamt Gudrun Mosler-Toernstroem, varaforseta sveitarstjórnarþingsins og yfirmanni
sendinefndarinnar til Úkraínu.