Morgunblaðið - 02.10.2017, Side 1

Morgunblaðið - 02.10.2017, Side 1
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 ÍÞRÓTTIR Handbolti Kvennalandsliðið í handknattleik sá ekki til sólar gegn sterku liði Dana í undankeppni Evrópu- mótsins í Laugardalshöllinni í gær. Danir lönduðu 15 marka sigri. Ísland án stiga eftir tvo leiki 6 Íþróttir mbl.is Torfi Tímoteus Gunnarsson, varn- armaður úr Fjölni, hélt í gær utan til Englands þar sem hann verður við æfingar hjá enska knatt- spyrnuliðinu Wolves. Þetta kemur fram á instagram- síðu Fjölnis, en í sömu færslu kemur fram að Torfi Tímoteus hafi verið valinn efnilegasti leik- maður liðsins á lokahófi félagsins sem haldið var um helgina. Torfi Tímoteus sem er 18 ára gamall spilaði 11 deildarleiki fyrir Fjölni í sumar, en hann hefur þar að auki leikið með bæði U-17 og U-19 ára landsliði Íslands, fimm- tán leiki með U-17 og tvo leiki núna í september með U-19 ára liðinu. Torfi Tímoteus æfir hjá Wolves LANDSLIÐIÐ Guðmundur Hilmarsson Víðir Sigurðsson Karlalandsliðið í knattspyrnu kemur saman í Tyrklandi í dag en á föstudagskvöldið mætast Tyrkland og Ísland í afar mikilvægum leik í næstsíðustu umferð í undankeppni HM. Íslenska liðið verður við æfingar í Antalya fram til miðvikudags en þá heldur það til Esk- isehir þar sem leikurinn fer fram á nýlegum leik- vangi sem tekur 35.000 áhorfendur. Flestir af landsliðsmönnunum voru á ferðinni með liðum sínum um nýliðna helgi og segja má að þeir hafi haft frekar hægt um sig. Björn Berg- mann Sigurðarson var sá eini sem var á skot- skónum en hann skoraði sitt 13. mark á tíma- bilinu í norsku úrvalsdeildinni þegar Molde gerði 2:2 jafntefli við Sogndal í gær. Gylfi skástur í tapi Everton Miðjumenn landsliðsins spiluðu minnst um helgina. Gylfi Þór Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason voru þeir einu sem voru í byrj- unarliðum sinna liða, með Everton og Karab- ükspor. Gylfi var sprækastur í annars döpru liði Everton sem tapaði 0:1 fyrir Burnley á heimavelli í gær. Arnór Ingvi Traustason spilaði í 20 mín- útur með AEK í Grikklandi en aðrir miðjumenn sem spilað hafa undanfarna landsleiki komu ekk- ert við sögu í sínum liðum. Jóhann Berg Guð- mundsson kom ekkert inn á hjá Burnley gegn Everton, Birkir Bjarnason var í sömu stöðu hjá Aston Villa, Aron Einar Gunnarsson er meiddur og lék ekki með Cardiff og Rúrik Gíslason lék ekki með Nürnberg. Tveir miðjumenn í hópnum, Rúnar Már Sigurjónsson og Arnór Smárason, spiluðu með Grasshoppers og Hammarby en þeir eru báðir mjög ólíklegir til að koma við sögu gegn Tyrkjum. Þá lék Emil Hallfreðsson ekki með Udinese gegn Sampdoria vegna meiðsla. Hann verður ekki með í Tyrklandi vegna leikbanns en gæti spilað gegn Kósóvó þremur dögum síðar. Varnarmenn spiluðu í 90 mínútur Varnarmenn landsliðsins spiluðu hinsvegar all- ir í 90 mínútur með sínum liðum um helgina, nema Hörður Björgvin Magnússon sem var á bekknum hjá Bristol City. Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson, sem léku saman í hjarta varnarinnar gegn Úkra- ínumönnum, voru báðir í tapliði í Rússlandi, með Rostov og Rubin Kazan. Kári Árnason hefur spil- að vel með liði Aberdeen í síðustu leikjum og eng- inn breyting var á því um helgina. Hann lék í vörn liðsins sem vann 3:0 sigur á St. Johnstone. Kári og félagar eru jafnir meisturum Celtic á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Hjörtur Her- mannsson var að vanda í byrjunarliði Bröndby í 4:0 sigri gegn SönderjyskE í gær og sama er að segja um Jón Guðna Fjóluson sem spilar alla leiki Norrköping og var í hjarta varnarinnar í gær þegar liðið hafði betur gegn Hammarby. Birkir Már Sævarsson var á sínum stað í vörn Hamm- arby. Ari Freyr Skúlason lék með Lokeren í góð- um útisigri á Zulte-Waregem í gærkvöld. Björn skoraði fyrir Molde eins og áður sagði. Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson léku með Augsburg og Maccabi Tel Aviv og Jón Daði Böðvarsson spilaði í 25 mínútur með Read- ing. Markverðirnir voru allir á sínum stað, Hannes Þór Halldórsson spilaði á föstudag, Ögmundur Kristinsson á laugardag og Rúnar Alex Rún- arsson í gær. Nánar um alla íslensku leikmennina erlendis í úrslitadálkunum á bls. 2, 4 og 5. Miðjumenn spiluðu lítið  Fæstir miðjumanna landsliðsins voru með liðum sínum um helgina  Flestir aðrir spiluðu  Björn sá eini sem skoraði  Liðið kemur saman í Antalya í dag Andri Rúnar Bjarnason, fram- herji Grindvík- inga, var valinn besti leikmað- urinn í Pepsi- deild karla í knattspyrnu af leikmönnum deildarinnar. Andri Rúnar varð markakóng- ur Pepsi-deildarinnar í ár með 19 mörk og fékk hann afhentan gullskó Adidas eftir lokaleik Grind- víkinga gegn Fjölni en Bolvíking- urinn jafnaði markametið í efstu deild. Pétur Pétursson setti metið árið 1978 þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Skagamenn. Guðmundur Torfason jafnaði það 1986 með því að skora 19 mörk fyrir Fram, Þórð- ur Guðjónsson gerði það 1993 með 19 mörkum fyrir Skagamenn og loks skoraði Tryggvi Guðmundsson 19 mörk fyrir Eyjamenn árið 1997. gummih@mbl.is Bestur og markahæstur Andri Rúnar Bjarnason Agla María Al- bertsdóttir og Alex Þór Hauks- son, bæði úr Stjörnunni, voru valin efnilegustu leikmenn í Pepsi- deildunum í knattspyrnu á nýafstöðnu tíma- bili. Agla María, sem er 18 ára gömul landsliðskona, kom við sögu í 17 af 18 leikjum Stjörnunnar í deildinni og skoraði í þeim 6 mörk. Alex Þór sem er 18 ára gamall var í stóru hlutverki með Stjörnu- mönnum í sumar. Hann lék 19 leiki með Garðabæjarliðinu, flesta þeirra í byrjunarliðinu. gummih@mbl.is Agla og Alex efnilegust Agla María Albertsdóttir Morgunblaðið/Eggert Meistarar Fyrliðinn Haukur Páll Sigurðsson og Bjarni Ólafur Eiríksson lyfta hér saman bikarnum á loft eftir að Valsmenn voru krýndir Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu á laugardaginn. Valsmenn enduðu með 50 stig, tólf stigum meira en Stjarnan sem hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar. »4-5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.