Morgunblaðið - 02.10.2017, Síða 2

Morgunblaðið - 02.10.2017, Síða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðs- son, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 net- fang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Í BELGRAD Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Íslandsmeistarar UMFK Esju stimpluðu sig út úr fyrstu Evrópu- keppni íslensks félagsliðs í íshokkíi með hörkugóðri frammistöðu gegn Tyrklandsmeisturum Zeytinburnu í Belgrad í gær. Fáliðaðir, þreyttir og lurkum lamdir eftir stífa dag- skrá í þessari frumraun áttu Esju- menn sinn besta leik í gær en urðu að sætta sig við tap í vítakeppni eft- ir að staðan var 2:2 að loknum venjulegum leiktíma og framleng- ingu. Á laugardag tapaði Esja fyrir Ir- bis-Skate, búlgörsku meisturunum, eftir að hafa tapað stórt fyrir Rauðu stjörnunni í fyrsta leik. Upp- skeran af mótinu varð því eitt stig en frammistaðan í gær og reynslan af mótinu mun eflaust nýtast liðinu vel við titilvörnina heima í Hertz- deildinni í vetur. „Það er alltaf vont að tapa en mér fannst við eiga okkar besta leik á mótinu, án efa. Það var alveg í augsýn að ná fyrsta sigrinum og mjög svekkjandi að horfa á eftir því í vító,“ sagði Pétur Maack. Hann skoraði seinna mark Esju í þriðja leikhlutanum í gær þegar liðið átti líklega sínar bestu 15 mínútur á mótinu og náði að jafna metin eftir að hafa lent 2:0 undir. Eftir mark Péturs fengu Esjumenn góð færi á að tryggja sér sigur og það var eins og að baráttan, ákefðin og sigurvilj- inn væri af allt öðru tagi en í fyrstu tveimur leikjunum, einhverra hluta vegna: „Algjörlega. Ég er alveg fullviss um að það vantaði eitthvað upp á karakterinn í fyrstu tveimur leikj- unum. Við náðum alla vega að sýna hann í þessum leik. Það virtist vera að við ættum nóg eftir í þriðja leik- hlutanum, og það er bara pirrandi og sárt að við skulum sýna það svona seint í mótinu hvað við get- um,“ sagði Pétur. Mótið í heild sinni segir hann hins vegar koma til með að reynast dýrmætt fyrir Esjuliðið: „Þetta er rosaleg viðbót við okk- ar inneign í reynslubankanum. Það er líka risastórt skref fyrir íslenskt íshokkí að við skulum hafa farið til að sýna okkur og sanna á erlendri grundu. Mér finnst magnað að hin liðin skuli ekki vera löngu búin að taka þetta skref og ég held að þau hafi bara ekki þorað í þetta mót,“ sagði Pétur. Eigum fullt erindi í þetta mót „Við eigum fullt erindi í þetta mót. Það er alveg augljóst. Hin liðin eru vissulega pökkuð af erlendum leikmönnum og hvað þá varðar þá er alltaf ákveðið lottó hve góðir þeir eru. Við teljum okkur vera mjög heppna með okkar erlendu leik- menn þetta árið, en það virðast önnur lögmál gilda hjá þessum lið- um sem við erum að spila við hvað fjölda þeirra varðar,“ bætti Pétur við, en Tyrklandsmeistararnir voru til að mynda með fjölda rússneskra og úkraínskra leikmanna í sínum röðum, þar á meðal rússneskan markvörð sem reyndist Esju afar erfiður. Aðeins eitt af vítum liðsins komst framhjá honum, það fyrsta sem Robbie Sigurðsson skoraði úr, en Zeytinburnu skoraði úr tveimur og tryggði sér sigur. Pétur og aðrir leikmenn Esju voru strax í gær farnir að tala um að þeir ætluðu sér betri árangur í Evrópukeppninni á næstu leiktíð, nú þegar grunnurinn hefur verið lagður: „Við erum búnir að stimpla okkur inn sem besta liðið í deildinni heima og ég tel alveg greinilegt að svo sé. Ég tel góðar líkur á að við verjum titilinn sem við börðumst svo hart fyrir á síðustu leiktíð og það kemur bara ekkert annað til greina. Að sjálfsögðu myndum við svo nýta tækifærið til að fara aftur í Evr- ópukeppni. Þetta er vonandi eitt- hvað sem er komið til að vera í ís- lensku íshokkíi, hvaða lið sem á í hlut, því það er stór hluti af íshokk- ísamfélaginu að taka þátt og bera sig saman við hinar þjóðirnar. Við höfum alltaf verið þessi einangraða eyja úti í ballarhafi og núna erum við loksins að bæta úr málum. Þetta hjálpar til við að fá betri leikmenn, og er mikil gulrót fyrir erlenda leik- menn þegar þeir velja sér lið á hverju ári,“ sagði Pétur. Í því ljósi er vert að nefna er- lendu leikmennina tvo sem ný- komnir eru til Esju, Tékkana Jan Semorád og Petr Kubos, sem virð- ast afskaplega góður liðsauki. Semorád er afar góður sókn- armaður sem skoraði tvö mörk á mótinu og á eflaust eftir að njóta sín í botn gegn slakari markvörðum á Íslandi, og Kubos er afskaplega traustur og góður varnarmaður. Rætt er við Tékkana tvo á íshokk- ísíðu mbl.is/sport. Ljósmynd/Srdjan Stevanovic Góður Landsliðsmaðurinn Robbie Sigurðsson gekk í raðir Esju í sumar og var áberandi í sóknarleiknum í Belgrad. Grunnurinn lagður  UMFK Esja náði í eitt stig í Belgrad í fyrstu Evrópukeppni íslensks félagsliðs  Leikmenn staðráðnir í að snúa aftur að ári  Tékkarnir lofa mjög góðu  Besti og markahæsti leikmaður Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu, Stephany Mayor, hefur samið við Þór/KA um að leika áfram með Ís- landsmeisturunum frá Akureyri á næsta tímabili og unnusta hennar, varnarmaðurinn Bianca Sierra, hef- ur sömuleiðis samið á ný. Báðar eru þær fastamenn í landsliði Mexíkó og eru í hópnum sem valinn hefur verið fyrir vináttulandsleiki gegn Brasilíu, Kína og Norður-Kóreu síðar í þess- um mánuði. Stephany hefur spilað 58 landsleiki og skorað 11 mörk og Bianca hefur spilað 34 landsleiki.  Thomas Tuchel, fyrrverandi þjálf- ari þýska knattspyrnuliðsins Bo- russia Dortmund, gæti orðið næsti þjálfari meistaraliðsins Bayern München sem í síðustu viku rak Ítalann Carlo Ancelotti úr starfi. Þýska blaðið Bild greindi því í gær að Tuchel væri á leið til München til viðræðna við forráðamenn Bayern en hann lét af störfum hjá Dort- mund í sumar. Bayern varð að sætta sig við 2:2 jafntefli gegn Hertha Berlin í gær eftir að hafa komist í 2:0 með mörkum frá Mats Hummels og Robert Lewandowski.  Kjartan Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Fylki til næstu þriggja ára og Sigurður Þór Reynisson verður aðstoðarþjálfari. Kjartan lét nýverið af störfum sem þjálfari hjá Haukum þar sem þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá félaginu sl. tvö ár. Þeir taka við þjálfun liðs- ins af Hermanni Hreiðarssyni.  Lionel Messi skoraði tvö mörk og lagði eitt upp fyrir Sergio Busquets þegar Barcelona vann Las Palmas, 3:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Engir áhorfendur voru á Camp Nou af öryggis- ástæðum vegna óeirða í Barcelona vegna fyrirhugaðra kosninga um sjálf- stæði Katalóníu. Eitt ogannað Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsson úr golf- klúbbnum Leyni hafnaði í 19.-25. sæti á WPGA Int- ernational Challenge-mótinu í golfi sem lauk í Stoke á Englandi um helgina en mótið var hluti af LET Ac- cess-mótaröðinni sem er sú næststerkasta í Evrópu. Valdís Þóra lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari eða 70 höggum og hún endaði á samtals 215 höggum eða einu höggi undir parinu. Á loka- hringnum fékk hún þrjá fugla, einn skolla og lék fjór- tán holur á parinu. Þetta var fimmta mót Valdísar á LET Access- mótaröðinni á þessu ári og hefur hún fjórum sinnum endað á topp 25 en Skagakonan er í 34. sæti á stigalistanum í mótaröð- inni. gummih@mbl.is Fínn lokahringur hjá Valdísi Valdís Þóra Jónsdóttir Axel Bóasson úr golfklúbbnum Keili endaði í 9.-12. sæti á öðru mótinu af alls fjórum í úrslitakeppni Nordic Tour- atvinnumótaraðarinnar. Axel lék á -10 samtals á Golf- Uppsala mótinu sem fram fór í Svíþjóð. Hann lék fyrstu tvo hringina á 70-68 höggum og lokahringinn á 71 höggi. Íslandsmeistarinn var fimm höggum frá efsta sætinu. Axel hefur nú þegar tryggt sér eitt af fimm efstu sætunum á stigalistanum og er því öruggur með keppn- isrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili. GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guð- mundur Ágúst Kristjánsson komust ekki í gegnum nið- urskurðinn eftir tvo fyrstu hringina. Haraldur er í harðri baráttu um eitt af fimm efstu sætunum en hann var í sjötta sæti fyrir þetta mót. gummih@mbl.is Góður árangur hjá Axel Axel Bóasson Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson í liði Rhein-Neckar Löwen fögnuðu sigri gegn Kiel, 30:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Guðjón Valur, sem er nýkominn aftur á ferðina með Löwen eftir meiðsli, skoraði 6 mörk og Alexander 3 en markahæstur var Andre Schmid með 9 mörk. Löwen er í þriðja sæti deildarinnar, hefur unnið fimm leiki en tapað einum. Það gengur hins vegar allt á afturfótunum hjá læri- sveinum Alfreðs Gíslasonar í Kiel. Tapið í gær var það fjórða í deildinni á tímabilinu og Kiel er í 10. sæti deild- arinnar með aðeins sex stig eftir sjö leiki í deildinni. Sænski hornamaðurinn Niclas Ekberg var atkvæðamestur í liði Kiel með 8 mörk. gummih@mbl.is Enn eitt tapið hjá Kiel Guðjón Valur Sigurðsson Óskar Hrafn Þorvaldsson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Gróttu í knattspyrnu. Óskar tekur við Gróttu- liðinu af Þórhalli Dan Jóhannssyni en undir hans stjórn endaði liðið í neðsta sæti í Inkasso-deildinni á nýafstað- inni leiktíð. Óskar Hrafn hefur þjálfað yngri flokka Gróttu undanfarin tvö ár og þekkir því vel til félagsins. „Við fögnum því mjög að fá Óskar til að stýra meist- araflokki. Hann hefur komið feikilega sterkur inn í yngri flokka starf Gróttu síðustu ár og unnið þar af mik- illi fagmennsku og metnaði. Óskar hefur á þjálfaraferli sínum margoft hjálpað efnilegum leikmönnum við að taka skref framávið og verður spennandi að fylgjast með honum vinna með góðum kjarna ungra Gróttumanna sem eru að hefja sinn meistaraflokksferil,“ segir í yfirlýsingu Gróttu. gummih@mbl.is Óskar Hrafn tekur við Gróttu Óskar Hrafn Þorvaldsson Frakkland Bordeaux – Marseille ............................. 1:0  Fanndís Friðriksdóttir lék allan leikinn með Marseille. Rússland Khabarovsk – Rostov ............................. 2:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan tímann fyrir Rostov. Rubin Kazan – Amkar Perm.................. 0:1  Ragnar Sigurðsson lék allan tímann fyr- ir Rubin Kazan. Holland PSV – Willem II ....................................... 4:0  Albert Guðmundsson sat á bekknum hjá PSV allan tímann. Excelsior – Venlo..................................... 0:2  Ögmundur Kristinsson lék allan tímann í marki Excelcior. Belgía Zulte-Waregem – Lokeren .................... 1:3  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Lokeren. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.