Morgunblaðið - 30.10.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.10.2017, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017 Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Glæsilegir sólskálar sem lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Sólskálar - sælureitur innan seilingar Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • Fax 564 1187 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Yfir 90 litir í boði! fyrirtæki tekur til sín myndu duga til að reka tvær og hálfa verðbréfa- miðstöð, og arðgreiðslur félagsins undanfarin þrjú ár eru samtals um 900 milljónir króna. Fjármálafyrir- tæki hafa lengi ýtt á Nasdaq að lækka hjá sér gjöldin, og gerðist það ekki fyrr en Morgunblaðið birti frétt þess efnis að til stæði að stofna nýja verðbréfamiðstöð.“ Þrátt fyrir að flókið umsóknar- ferli (skila þurfti inn umsókn upp á heilar 1.200 blaðsíður) og háir tæknilegir þröskuldar torveldi nýj- um aðilum að stofna verðbréfamið- stöð þá er markaðurinn tiltölulega opinn þegar þangað er komið. Þannig getur t.d. verðbréfamiðstöð Einars og félaga meðhöndlað öll þau bréf sem skráð eru hjá verð- bréfamiðstöð Nasdaq. „Allir sem eiga viðskipti við núverandi verð- bréfamiðstöð geta því, án nokkurra vandkvæða, fært sín bréf yfir til okkar ef þeim þykir það vera hag- kvæmara.“ Nýja verðbréfamiðstöðin mun nota nútímalegt tölvukerfi sem gef- ið hefur góða raun í Evrópu um ára- bil. Uppfyllir kerfið allar helstu kröfur, s.s. um stöðluð samskipti, uppgjör viðskipta og mögulega tengingu við T2S uppgjörskerfi Seðlabanka Evrópu. Undirbúnings- félag Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. er í eigu innlendra aðila og verður rekstur félagsins alfarið á Íslandi. Á eiginleg starfsskyld starfsemi Verð- bréfamiðstöðvarinnar að hefjast á fyrsta ársfjórðungi 2018. Allt talið áætlar Einar að það muni kosta um 300 milljónir að koma Verðbréfamiðstöðinni hf. á laggirnar, og verða starfsmenn sjö talsins. Reiknar hann með að bank- ar, lífeyrissjóðir og aðrir stórir fjár- festar muni hafa áhuga á að nýta sér þjónustu fyrirtækisins til að ná fram kostnaðarhagræði. „Að auki er viðskiptakerfið bæði notendavænt og með öllum þeim eiginleikum sem markaðurinn gerir kröfu um í dag.“ Markmiðið að lækka kostnað  Ný verðbréfamiðstöð mun hefja starfsemi snemma á næsta ári  Kostar um 300 milljónir að gera að veruleika Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aðhald Verðbréfamiðstöðin hf. mun nota evrópskt tölvukerfi sem uppfyllir ströngustu kröfur. Einar segir von á kostnaðarhagræði fyrir fjárfesta. BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bráðlega munu þeir sem stunda verðbréfaviðskipti hér á landi eiga kost á að nýta sér þjónustu nýrrar verðbréfamiðstöðvar. Einar Sigur- jónsson er framkvæmdastjóri Undirbúningsfélags Verðbréfamið- stöðvarinnar hf. sem fékk fyrir skemmustu starfsleyfi frá fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrir almenna lesendur er rétt að útskýra fyrst hvað verðbréfamið- stöð gerir: „Í flestu ríkjum eru verðbréf ekki lengur gefin út á pappír, heldur gefin út rafrænt í kerfum sem við köllum verðbréfa- miðstöð. Þar er bréfunum dreift til eigenda, og þar fer fram uppgjör viðskipta sem eiga sér stað í kaup- höll, hvort sem um er að ræða við- skipti með skuldabréf eða hluta- bréf,“ segir Einar. Verðbréfamiðstöðvar nota flókin tölvukerfi sem þurfa að uppfylla mjög strangar kröfur: „Kerfið þarf m.a. að hafa ákveðna reikningaupp- byggingu, getað parað viðskiptatil- kynningar og tekið á móti fyrirmæl- um um að afhenda og taka á móti bréfum. Miklar kröfur eru gerðar varðandi rekstraröryggi slíkra kerfa sem t.d. felur það í sér að til staðar þarf að vera varakerfi sem er að öllu leyti keyrt samhliða raun- umhverfinu svo að ef annað kerfið dettur út þá grípur hitt inn í um leið. Allt er keyrt í rauntíma, og þar sem verið er að sýsla með mikil verðmæti þarf öryggið að vera eins og best verður á kosið.“ Gjöldin gætu verið lægri Einar, sem á sínum tíma var framkvæmdastjóri Verðbréfaskrán- ingar Íslands, segir ljóst að þörf sé fyrir meiri samkeppni en í dag situr verðbréfamiðstöð Nasdaq ein að markaðinum. „Þau gjöld sem það Sigurvegarar frumkvöðlakeppn- innar Gulleggsins voru valdir á laugardag og fór verðlaunaat- höfnin fram í Háskóla Íslands. Viðskiptahugmynd Atmonia varð hlutskörpust en hún snýst um að þróa nýtt ferli til umhverfis- vænnar áburðarframleiðslu á smá- skala. Á kerfi Atmonia að gera bændum fært að framleiða sinn eigin köfnunarefnisáburð og um leið minnka kolefnisspor fram- leiðslu sinnar. Genki Instruments lenti í öðru sæti keppninnar. Morgunblaðið fjallaði um Genki árið 2015 en fyrirtækið hefur þróað nýtt tæki til raftónlistarsköpunar sem nem- ur minnstu hreyfingar í höndum notandans og leyfir honum að stjórna rafrænum hljóðheimi á náttúrulegan hátt. Í þriðja sæti hafnaði Taktikal sem þróar hugbúnaðarlausn sem gerir einstaklingum og lögaðilum mögulegt að stofna til viðskipta á örfáum mínútum og heimila um leið ýmiskonar sjálfvirka þjónustu sem krefst viðskiptasambands. Aukaverðlaun fengu Munndropinn, sem er munnstykki sem kemur í veg fyrir að fólk gnísti tönnum, og Ylhýra sem er hugbúnaður sem kennir íslensku á samtalsformi. Alls bárust meira en 200 hug- myndir í Gulleggið að þessu sinni og 25 einstaklingar skráðu sig án hugmyndar. Í tilkynningu kemur fram að þátttökuhlutfall kvenna hafi verið 40%. ai@mbl.is Ljósmynd / Halldóra Ólafs Metnaður Frumkvöðlarnir á bak við Atmonia: Arnar Sveinbjörnsson, Helga Dögg Flosadóttir og Egill Skúlason hlutu vegleg verðlaun. Umhverfisvæn áburðar- framleiðsla hlaut Gulleggið Norski olíusjóðurinn er í vaxandi mæli farinn að taka að sér hlut- verk aðgerðasinnaðs fjárfestis og beita atkvæðisrétti sínum til að hafa áhrif á rekstur ýmissa fyrirtækja. Yngve Slyng- stad, stjórnandi sjóðsins, segir greinilegt að fyrirtæki séu orðin móttæki- legri fyrir af- skiptum hlut- hafa. „Það fer ekki milli mála,“ segir hann í viðtali við FT. „Hlut- verk stjórna þessara fyrirtækja hefur tekið breytingum. Þær eru í betra sambandi við stóra hluthafa í dag en fyrir fimm árum.“ Fyrir tveimur árum greindi sjóðurinn frá að hann hygðist til- kynna það fyrirfram, tuttugu sinnum á ári, hvernig sjóðurinn myndi kjósa á aðalfundum fyr- irtækja sem hann á hlut í. Til- kynningarnar hafa reynst vera nokkru færri og aðeins verið þrjár talsins á þessu ári. Lét sjóð- urinn boð út ganga um hvernig hann hygðist kjósa í málum er vörðuðu samruna Linde og Prax- air, launastefnu Royal Bank of Scotland og tillögur hluthafa hjá Monster Beverage. Slyngstad segir að það að til- kynna fyrirfram um afstöðu sjóðs- ins hafi „reynst áhrifaríkara en við héldum“ og útkoman orðið sú að fyrirtæki hafa verið viljug til samræðna og að leita málamiðl- unar. Norski olíusjóðurinn er einn stærsti fjárfestir heims og á að jafnaði á heimsvísu 1,5% í hverju einasta fyrirtæki sem skráð er á hlutabréfamarkað. Það sem af er þessu ári hefur sjóðurinn m.a. greitt atkvæði gegn tillögum stjórna Apple, Facebook, Ama- zon, Alphabet og Novartis. ai@mbl.is Fyrirtæki laga sig að óskum olíusjóðsins  Eru viljug að semja þegar sjóðurinn lýsir yfir andstöðu sinni fyrirfram Yngve Slyngstad

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.