Morgunblaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.2017, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það má margtsegja umnýliðnar kosningar. Og er gert víða. Margir úrskurða að smekk hvað réði því að úr- slitin urðu þau sem nú liggja fyrir. Fæst af því tali verður sann- reynt. Ýmsar aðferðir hafa ver- ið notaðar hér, ekki síst af „RÚV,“ til að útnefna sigur- vegara. Iðulega var einhver smáflokkur lýstur sigurvegari kosninga. AfD, Annar kostur fyrir Þýskaland, fékk 13% at- kvæða þar og fékk 94 þing- menn. Ríkisfjölmiðlum Þýska- lands datt ekki í hug að segja flokkinn sigurvegara kosning- anna. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur flokka eftir kosningar á laugardag og því sem slíkur sigurvegari kosninganna. Því fer þó fjarri að flokkurinn, sem fékk aðeins 25,2% atkvæða og 16 þingmenn og missti 5, sé í sigurvímu. Þetta var næst- versta kosning flokksins. Sú versta var í ólgunni eftir „hrun“ og skipulagðar árásir á Alþingi og fleiri stofnanir og jafnvel á heimili einstaklinga sem skipuleggjendurnir vildu klína sök á. Í þeirri ógnaöldu fékk flokkurinn 23,7% atkvæða og 16 þingsæti eins og nú. En þá bættist við að hann missti í fyrsta og eina sinn þá stöðu að vera stærsti flokkur landsins. Þjóðin var sem í losti eftir hið mikla áfall og hinar vel skipu- lögðu óeirðir og árásir á Al- þingi. Nú er gósentíð. Atvinnu- leysi er ekkert og kaupmáttur hefur aukist meira en nokkru sinni áður á jafn skömmum tíma. Og þrátt fyrir það fær flokkurinn jafn marga þing- menn og á mánuðunum eftir „hrun“. Margir flokksmenn hafa þó þá tilfinningu að þessi útkoma sé samt varnarsigur. Eftir ótrúlegar árásir sorprita og Ríkisútvarpsins á flokks- formanninn í aðdraganda kosn- inga bentu kannanir til að Vinstri grænir stefndu í stór- sigur og fast að 30 prósentum atkvæðanna. Þetta jafnaðist í kosningabaráttunni en þó var það mat flestallra að VG myndi vinna mjög á og eiga þess vegna kröfu til að leiða þjóðina. En flokkurinn tapaði kosninga- baráttunni með óskiljanlegum hætti. Ekki þurfti hann að sitja undir árásum sorpmiðla og Ríkisútvarpsins. Öðru nær. Silkihanskar settir upp við öll tækifæri. Skipting atkvæða lagðist illa fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú. Hann tapaði 3,8 prósentustig- um og þar með 5 þingmönnum. Viðreisn, sem tapaði einnig 3,8 prósentustigum, missti aðeins 3 þingmenn og Pír- atar sem töpuðu 5,3 prósentustigum misstu aðeins 4 þingmenn. Stað- reyndin er þó sú að núverandi kosn- ingakerfi tryggir allvel jafn- ræði á milli framboða. Framsóknarflokkurinn er enn með veika stöðu eins og eftir síðustu haustkosningar. En hann vann þó varnarsigur í þessum kosningum og kom bet- ur frá þeim en stefndi í. Flokk- urinn lagði höfuðáherslu á að tryggja varaformanninum Lilju Alfreðsdóttur sæti sitt á þingi. Sú barátta virtist vonlítil en tókst, sem eykur sjálfs- traust flokksins og styrkir stöðu hans til framtíðar. Það var ótrúlegt útspil af flokksins hálfu að setja fram- bjóðanda til höfuðs Sigmundi Davíð, fyrrverandi formanni, í kjördæmi hans. Fáum datt þó í hug að Sigmundur myndi telja raunhæft að stofna flokk, manna hann í kjördæmunum og heyja baráttu sem gæti skil- að árangri. Það þurfti kjark til. Ríkisútvarpið reyndi að sparka í Sigmund strax í byrj- un eins og hafinn væri seinni hálfleikur misnotkunar Kast- ljóssins fyrir rúmu ári. Árang- ur Sigmundar er eftirtektar- verður og á miklu veltur fyrir Sigurð Inga að hann stígi skref til þess að milda andrúmsloft á milli manna, skapa skilyrði um- ræðna og takist það sæmilega að sjá hvort vilji vakni til að snúa bökum saman á ný. Þessir tveir formenn Framsóknar geta lesið úr úrslitunum að sameiginlega fengu þeir tæp 22% atkvæða og eru frá þeim punkti horft næststærsta stjórnmálaaflið á þingi. Björt framtíð setti á kosn- inganótt upp þá senu að flokk- urinn hefði sýnt einstakan sið- ferðisstyrk með fíflafiðringi sínum nóttina góðu. Kjósendur hafa augljóslega skömm á því tali. Þvert á gengi í könnunum ákváðu þeir hins vegar að fela Flokki fólksins raunhæft verk- efni og veltur á miklu að hann rísi undir því. Ef ekki þá er framtíð hans jafn björt og Björtu framtíðarinnar. Bene- dikt, formanni Viðreisnar, var fórnað eftir stutt forystuskeið. Nýr formaður tók við á auga- bragði og voru allar reglur Við- reisnar brotnar eins og ekkert væri. Lítt hefur verið um það fjallað. Augljóst er orðið að Viðreisn á sér ekki viðreisnar von og línuritin benda til þess að flokkur Pírata sé á förum og enn hefur hann ekki sett neitt mark á íslensk stjórnmál og er nú fullreynt. Íslensk stjórnmál eru tætingsleg og óstöðug. Það hefur kostað sitt. Kannski er nú hægt að stíga skref í rétta átt} Úrslitin N ú hefur þjóðin ráðið 63 þingmenn á Alþingi Íslendinga. Atvinnuviðtöl og leðjuglíma í bland átti sér stað um nokkurra vikna skeið, þar sem hver umsækjandi reyndi að sýna fram á eigið ágæti sem og ágæti samflokksfólks en um leið sýna fram á galla annarra sem eftir starfinu sóttust. Þessi atvinnuviðtöl voru óvenju- snörp og snerust í raun alfarið um það sama, út- gjöld og tekjur íslenska ríkisins. Sáralítið var rætt um gildi, traust eða vinnusemi sem þó hlýtur að vera það sem vinnuveitandi kannar í atvinnu- viðtölum. Það undarlega við þessi viðtöl er að um- sækjendur keppast við að setja sjálfir mál á dag- skrá atvinnuviðtalana og ræður þá sá sem hæst hrópar en ekki vinnuveitendurnir sjálfir. Þess vegna var sáralítið fjallað um vinnusemi, aga, prúðmennsku og siðferði í aðdraganda ráðningar eða það hvernig við viljum birtast alþjóð sem og alheimi. En nú liggur ákvörðun vinnuveitenda fyrir og þá er að horfa fram á veginn. Á þessum tímamótum er nauðsynlegt að taka með sér skýra ákvörðun um hvernig skuli standa að verki á næsta kjörtímabili. Að strengja með sjálfum sér þess heit að vanda til verka eftir fremsta mætti. Að hinn nýráðni íhugi í hvert sinn sem ákvarðanir eru teknar hvort þær gagnist meirihluta þeirra sem starfað er fyrir. Hvort verið sé að gæta hagsmuna almennings eða sérhagsmuna fárra á kostnað hinna sem og hvort hugað sé að hags- munum meirihlutans til framtíðar en ekki bara til eins kjörtímabils. Þá liggur einnig á að íslensk stjórnmál verði reist upp að nýju. Óþol hefur myndast í íslensku samfélagi fyrir leyndarhyggju og samtryggingu stjórnmálafólks sem skrikar á svelli heiðarlegra vinnubragða. Erlendir fjöl- miðlar hafa ítrekað lýst furðu sinni á því ástandi sem ríkir í íslenskum stjórnmálum en einnig persónum og leikendum þar innan- borðs. Því er nú nauðsynlegt að staldra við og endurstilla kúrsinn. Því langar mig að stinga upp á að við gerum með okkur sátt- mála um að vanda okkur í hvívetna í störfum okkar á næsta kjörtímabili? Að við íhugum alltaf, við hvert verk, hvernig við getum breytt rétt og hvernig þetta verk gæti birst öðrum sem á horfa? Hvernig við verðum sjálfum okkur, Alþingi og þjóðinni til sóma í störfum okkar. Nú kunna margir að hrökkva við og segja, ósköp setur nýliðinn sig á háan hest gagnvart okkur reyndara fólki, en nýliðinn talar samt í fyllstu ein- lægni og án ásakana. Það er einfaldlega bráðnauðsynlegt að við hefjum íslensk stjórnmál upp til virðingar að nýju og það gerist ekki nema fyrir okkar eigin tilstilli. Vöndum okkur við að koma íslenskum stjórnmálum aftur á rétt spor, hvort tveggja fyrir okkar vinnuveitendur, íslensku þjóðina, sem og fyrir þá sem á horfa að utan. Það er okkar brýnasta verkefni. Helga Vala Helgadóttir Pistill Vöndum okkur Höfundur er héraðsdómslögmaður og þingmaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hlutfall kvenna í hópi kjör-inna þingmanna hefurekki verið lægra í tíu ár.Unnur Brá Konráðs- dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sem féll út af þingi, segir þetta „svekkjandi“ og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir flokkinn vilja leita allra leiða til að jafna hlut kvenna. Af þeim 63 þingmönnum sem náðu kjöri í alþingiskosningunum á laugardaginn voru 24 konur, sem eru 38,1%. Það er talsvert lægra hlutfall en á síðasta þingi þegar það var 47,6% og hafði aldrei verið jafn hátt. Þegar litið er á einstaka þing- flokka sést að hlutfall kvenna er afar misjafnt. Hæst er það í Framsóknar- flokknum, 62,5%, og lægst í Mið- flokknum, 14%. Konur eru 54,5% þingmanna VG, í Viðreisn er hlut- fallið 50% og konur eru tæp 43% þingmanna Samfylkingarinnar. Þriðjungur þingmanna Pírata eru konur og 25% þingmanna Sjálfstæð- isflokksins og Flokks fólksins. Konur ekki nógu ofarlega Unnur Brá Konráðsdóttir, frá- farandi forseti Alþingis, var í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör- dæmi, en náði ekki inn á þing. „Skýr- ingin á þessu kynjahlutfalli er ein- faldlega að konur eru ekki nógu ofarlega á listum,“ segir Unnur Brá. „Þetta er niðurstaða í lýðræðislegum kosningum, en því er ekki að neita að auðvitað er svekkj- andi að sjá kynja- hlutföllin fara svona langt til baka.“ Flestir flokk- ar, sem buðu fram, héldu sig að mestu við óbreytta fram- boðslista síðan fyr- ir kosningarnar í fyrra. Sjálfstæðis- flokkurinn var þá talsvert gagnrýndur fyrir rýran hlut kvenna. Spurð hvort ekki hafi komið til umræðu að endur- skoða listana núna með tilliti til kynja- hlutfalla segir Unnur Brá að það hafi komið til tals í Suðurkjördæmi, þar sem hún var á lista. „En það var ákveðið að listarnir myndu halda sér.“ Silja Bára Ómarsdóttir stjórn- málafræðingur segir þetta verulegt bakslag. „Hlutur kvenna hefur aukist stöðugt undanfarin 30 ár eða svo. En þetta kemur ekki á óvart miðað við hvernig margir framboðslistar voru skipaðir.“ Þeir þrír flokkar, Sjálfstæðis- flokkur, Miðflokkur og Flokkur fólks- ins, þar sem hlutfall kvenna er lægst, hafa verið nefndir sigurvegarar kosn- inganna. Spurð hvort kynjahlutfall frambjóðenda sé kjósendum hugs- anlega ekki ofarlega í huga segir Silja Bára erfitt að segja til um það. „Kannski er það bara mat formanna þessara flokka að þetta skipti litlu máli,“ segir Silja Bára. Niður um 15 sæti Eftir niðurstöðu kosninganna í fyrradag fellur Ísland úr 4. sæti í það 19. á lista yfir þau ríki sem eru með hæst hlutfall kvenna á þingi. „Þetta er sá alþjóðamælikvarði sem m.a. er litið til varðandi árangur í jafnréttis- málum. Það er áhugavert að oddvitar þeirra flokka, þar sem hlutur kvenna er verstur, hafa ítrekað komið fram á alþjóðavísu þar sem þeir stæra sig af framgöngu Íslands í jafnréttismálum. En það virðist ekki vera til heima- brúks, heldur aðallega til ímyndar- smíðar,“ segir Silja Bára. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- maður Miðflokksins, er einn af forvíg- ismönnum alþjóðlega jafnréttisátaks- ins #heforshe. Spurður hvort hann telji kynjahlutföll í þingflokki sínum ásættanleg í ljósi starfa sinna í þágu jafnréttis segir hann það vera sína skoðun að þau ættu að vera sem jöfn- ust, en konur voru í efsta sæti á list- um flokksins í tveimur kjördæmum. „Við höfðum lítinn tíma til að undir- búa framboðið. Við töluðum við fjölda kvenna og karla og það reyndist því miður erfiðara að fá konur til að taka sæti ofarlega á listum. Vonandi get- um við bætt úr því næst,“ segir Gunn- ar Bragi. Er jafnrétti kynjanna ekki til heimabrúks? Hlutfall kvennaaf kjörnumþingmönnum íalþingiskosningum1987-2017 100% 75% 50% 25% 0% 1987 1991 1995 1999 2003 2007 2009 2013 2016 2017 Heimild: Alþingi.is 20,6 23,8 25,4 34,9 30,2 31,7 42,9 39,7 47,6 38,1 KOSNINGAR 2017 Gunnar Bragi Sveinsson Silja Bára Ómarsdóttir Unnur Brá Konráðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.