Morgunblaðið - 30.10.2017, Side 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017
Kosningagleði Rauðhetta var á meðal þeirra sem mættu á kosningavöku Pírata í Perlunni og hún kom með körfuna sína.
Eggert
SEÚL – Gæti
heimsbyggðin bráðum
orðið vitni að öðru
skelfilegu stríði á
Kóreuskaganum? Sú
spurning er mörgum
ofarlega í huga þessa
dagana.
Áhyggjur af kjarn-
orkuvopnaáætlun
norðurkóresku stjórn-
arinnar eru að sjálf-
sögðu ekki nýjar af
nálinni. Bandaríkin reyndu fyrst að
leysa málið árið 1994 með Ramma-
samkomulagi Bandaríkjanna og
Norður-Kóreu (e. US-North Korean
Agreed Framework) en það liðaðist
sundur skref fyrir skref vegna að-
gerða – og aðgerðaleysis – beggja
aðila. Árið 2006 sprengdu Norður-
Kóreumenn síðan fyrstu kjarnorku-
sprengju sína, undir stjórn Kim
Jong-il, og settu málefnið beint aftur
upp á borð Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna.
Á þeim áratug sem síðan er liðinn
hafa Norður-Kóreumenn fram-
kvæmt fimm kjarnorkuvopnatil-
raunir til viðbótar – nú síðast í sept-
ember – og sýnt að þeir hafa
nauðsynlega þekkingu og búnað til
að framleiða hátæknileg kjarn-
orkuvopn. Undir stjórn Kim Jong-
un varð staðan enn alvarlegri þegar
Norður-Kóreustjórn fór að nálgast
það að geta framleitt langdræga
skotflaug (e. intercontinental ballis-
tic missile, ICBM) sem gæti náð
meginlandi Bandaríkjanna. Þetta
gerðist um það leyti
sem Donald Trump,
sem hefur lofað nýrri
nálgun í alþjóðamálum,
varð forseti Bandaríkj-
anna.
Norður-Kóreumenn
hafa ekki farið leynt
með það markmið sitt
að verða færir um að
skjóta langdrægum
kjarnorkuflaugum. Að
mati stjórnarinnar eru
kjarnorkuvopn eina
trygging Norður-
Kóreu gegn árás og telur Kim að án
þeirra færi eins fyrir honum og öðr-
um sem gáfu tilraunir til að ná
kjarnorkuvopnum upp á bátinn, svo
sem Saddam Hussein í Írak og
Muammar Gaddafi í Líbíu.
Í þessu samhengi geta Banda-
ríkjamenn ekki náð því markmiði
sínu með diplómatískum hætti að
koma í veg fyrir að Norður-
Kóreumenn framleiði langdrægar
kjarnaflaugar. Enn fremur hefur
Trump lýst ríkjasamskiptum sem
„tímasóun“ og gefið þá ískyggilegu
viðvörun að „aðeins ein ráðstöfun
dugi“, þótt hann hafi ekki útskýrt
hver sú ráðstöfun sé.
Í ljósi þess að hvorki Bandaríkja-
menn né Norður-Kóreumenn hafa
sýnt neinn áhuga á viðræðum væri
hægt að draga þá ályktun að stríð
væri óumflýjanlegt. Þrátt fyrir dig-
urbarkalega framkomu er rík-
isstjórn Norður-Kóreu þó ólíkleg til
að hefja allsherjarstríð, þar sem það
myndi örugglega leiða til endaloka
hennar. Þá hafa Bandaríkjamenn
enga góða kosti til að gera árás að
fyrra bragði. Afmarkaðar og ná-
kvæmar árásir hljóma kannski vel
en eru engan veginn öruggar um ár-
angur. Eins og yfirmenn í herafla
Bandaríkjamanna vita vel myndi
árás sem ekki tæki öll kjarn-
orkuvopn Norður-Kóreumanna úr
umferð í einu leiða til stríðs á svæð-
inu – jafnvel kjarnorkustríðs – sem
myndi kosta milljónir mannslífa.
Í Bandaríkjunum staðhæfa þeir
sem tala fyrir hernaðaraðgerðum oft
að fælingarmáttur virki ekki gegn
„órökrænni“ stjórn. En það er engin
ástæða til að ætla að Kim stefni á
fjöldasjálfsmorð. Þegar Kína undir
stjórn Maós gerðist kjarnorkuveldi í
einni svipan á sjöunda áratug síð-
ustu aldar var röksemdafærslan
keimlík þankagangi Norður-
Kóreustjórnar nú, en enginn dró í
efa að fælingarmáttur myndi virka.
En jafnvel þótt við gefum okkur
að fælingarmáttur – sem birtist
skýrt í hótun Trumps um að Banda-
ríkin muni „gjöreyða“ Norður-
Kóreu – virki kemur það ekki í veg
fyrir að kjarnorkuvopn og lang-
drægar skotflaugar geri Norður-
Kóreu kleift að breyta hinu strateg-
íska valdalíkani Norðaustur-Asíu.
Fælingarmáttur kjarnorkuvopna
Bandaríkjanna verndar fyrst og
fremst Bandaríkin. Eftir á að koma í
ljós hvort „framlengdur fæling-
armáttur“ mun áfram vernda sam-
starfsþjóðir Bandaríkjanna, svo sem
Suður-Kóreu og Japans. Ef meg-
inland Bandaríkjanna verður hugs-
anlegt skotmark norðurkóreskrar
kjarnorkuárásar gæti trúverðugleiki
fælingarmáttarins verið háður því
hvort Bandaríkin eru tilbúin að
fórna San Francisco til að bjarga
Seúl eða Tókýó.
Efasemdir um kjarnorkuregnhlíf
Bandaríkjanna á svæðinu gæti leitt
til þess að Suður-Kóreumenn og
Japanar þróuðu eigin kjarn-
orkuvopn. Reyndar var Suður-
Kórea með eigin kjarnorkuvopna-
áætlun löngu á undan Norður-
Kóreu. Hætt var við þá áætlun þeg-
ar Suður-Kórea undirritaði samning
um að dreifa ekki kjarnavopnum (e.
Nuclear Non-Proliferation Treaty)
árið 1975, en gjarnan er rætt í Seúl
um hvort ráð væri að endurvekja
hana. Augljóst má vera að frekari
vígbúnaður á Kóreuskaga yrði ekki
til að róa ástandið, ekki síst vegna
þess að stjórn Kims þætti sér þá
hótað enn meira en orðið er.
Til þessa hefur nálgun Bandaríkj-
anna gagnvart Norður-Kóreu verið
að herða refsiaðgerðir og útvista
vandamálinu til Kína. En þótt Kína
hafi náin efnahagsleg tengsl við
Norður-Kóreu er óljóst hvort Kín-
verjar hefðu burði til að breyta
framferði Norður-Kóreustjórnar
jafnvel þótt þeir vildu. Ný stjórn
væri líklega nauðsynlegt til að ná því
fram.
Óviturlegt er því að treysta alfarið
á Kína. Breiðari diplómatísk nálgun
er greinilega nauðsynleg, og ætti
fyrsta skrefið að vera að taka á
grundvallarvandamáli; að engir
friðarsamningar voru nokkru sinni
undirritaðir til að binda enda á
Kóreustríðið 1950-1953.
Samræður til að formlegt frið-
arsamkomulag gæti komið í stað 64
ára gamals vopnahlés gæti rutt
brautina fyrir breiðari samræður
um fjölgun kjarnorkuvopna og aðrar
hættur gagnvart stöðugleika svæð-
isins. Í það minnsta gætu slíkar sam-
ræður brotið upp núverandi dipló-
matíska pattstöðu og veitt aðilum
meiri ástæðu til að forðast frekari
ögranir.
Í breiðara samhengi þyrfti ný um-
ferð viðræðna að taka á áhyggjum
Norður-Kóreumanna um öryggi sitt
og veita Norður-Kóreu rými til að
þróast á sviði stjórnmála og efna-
hagsmála, eins og Kína hefur gert á
undanförnum áratugum. Þetta kann
að virðast fjarlægur möguleiki en ef
hægt er að leysa úr öryggisvand-
anum á Kóreuskaga er hann ekki
útilokaður.
Hinn kosturinn er að halda áfram
á núverandi braut og hætta á hern-
aðarátök eða stríð. Jafnvel þótt ekki
færi á versta veg yrði Norðaustur-
Asía óstöðug um árabil.
Eftir Carl Bildt » Í ljósi þess að hvorki
Bandaríkjamenn né
Norður-Kóreumenn
hafa sýnt neinn áhuga á
viðræðum væri hægt að
draga þá ályktun að
stríð væri óumflýjan-
legt.
Carl Bildt
Höfundur er fyrrverandi forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Eina uppbyggilega leiðin með Norður-Kóreu
Flokkar sem eru hallir undir ban-
vænt faðmlag ESB og evru (S, P og C)
fengu 28% atkvæða. Ekki þarf að ræða
Evrópusambandsaðild frekar á næsta
kjörtímabili samkvæmt þessu. Hins
vegar þarf einhver góðviljaður maður
að útskýra fyrir þessu fólki að rökin
fyrir aðild eru falsrök og að engar
kjarabætur felast í núllvöxtum til spari-
fjáreigenda.
Um skattahækkun
Kjósendur höfnuðu skattahækkun
sem tveir flokkannna (S og V) börðust
fyrir. Aukinn stuðningur við Vinstri
græn sem var í kortunum gufaði upp
þegar umræðan um barnaníðingana í
Sjálfstæðiflokknum hætti og mál-
efnaumræðan hófst. Skattahækkun nýt-
ur 29% stuðnings. Skattastefna mið- og
hægriflokkanna varð ofan á. Hún ætti
að verða leiðarljós nýrrar ríkistjórnar.
Krafa um breytingar
Ég heyrði gáfufólk í sjónvarpinu tala
um að fólk gerði kröfu um breytingar.
Það er ábyggilega eitthvað til í þessu,
en hvaða breytingar? Augljósasta vís-
bendingin er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vann stórsigur.
Hvaða breytingum hann og hans flokkur standa fyrir verða menn
svo að meta.
Málefni innflytjenda
Mikil umræða varð fyrir kosningar um málefni svonefndra hæl-
isleitenda. Flokkur fólksins var uppnefndur fasistaflokkur fyrir að
orða varúðarsjónarmið sem er skoðun hins breiða fjölda í Evrópu.
En þar eru menn reynslunni ríkari. Óhætt er að slá föstu að gal-
opnum landamærum og galopnu velferðarkerfi fyrir hvern sem
njóta vill hafi verið hafnað.
Vinstristefnan, stjórnmálastefna RÚV,
hlaut ekki brautargengi
Staða RÚV er auðvitað sérstakt mál sem þarfnast skoðunar.
Hvað ætli fólki þar finnist um eigin árangur? RÚV stefndi leynt og
ljóst að því í þriðja sinn á fáum árum að fella sitjandi ríkisstjórn.
Aðför ríkisútvarpsins að Sjálfstæðisflokknum og formanni hans á
engan sinn líka. RÚV taldi að með því að veikja Sjálfstæðisflokkinn
væri vegurinn greiður fyrir nýja vinstristjórn. Að því var róið öll-
um árum. Vinstriflokkarnir (V, S og P) eru með aðeins 38% at-
kvæða eftir herförina. Hvað finnst stjórnendum RÚV um það? –
En spurningin hvaða flokkar geta myndað stjórn sem endur-
speglar það sem að framan greinir.
Hvað sögðu kjós-
endur um málefnin?
Eftir Einar S. Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson
» Vinstristefn-
an, stjórn-
málastefna
RÚV, hlaut ekki
brautargengi og
staða RÚV er
auðvitað sér-
stakt mál sem
þarfnast skoð-
unar.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.