Morgunblaðið - 30.10.2017, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017
✝ Matthías Matt-híasson fæddist
í Reykjavík 16.
ágúst 1924. Hann
lést 23. október
2017.
Foreldrar hans
voru hjónin Guðrún
Kortsdóttir og
Matthías Stef-
ánsson. Systur
Matthíasar eru
Hulda Pálína, Guð-
rún (látin) og Margrét Stefanía
(látin).
Matthías kvæntist Líneyju Sig-
urjónsdóttur 7. janúar 1950. For-
Guðmundssyni. Fyrir átti Matt-
hías soninn Gylfa, maki Kristín
Sveinbjarnardóttir. Barnabörnin
eru 12 og barnabarnabörnin 18.
Matthías ólst upp í Reykjavík,
byrjaði að vinna 15 ára gamall
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Lærði háspennurafvirkjun, að
því loknu fór hann í framhalds-
nám til Bandaríkjanna til sér-
hæfingar. Fyrsta verk Matthías-
ar eftir heimkomu var
yfirumsjón með lögn Sognslínu
frá Ljósafossi. Var hann yfir-
verkstjóri hjá Rafmagnsveitunni
til 70 ára aldurs. Í júlí 1944 stofn-
aði Matthías ásamt fleirum vél-
flugdeild Svifflugufélags Íslands
sem starfrækti fyrsta flugskóla
Íslands.
Útför Matthíasar fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 30. október
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.
eldrar hennar voru
Sigurjón Þorvaldur
Árnason og Þórunn
Eyjólfsdóttir Kol-
beins. Líney lést 2.
janúar 2017.
Matthías og Lí-
ney bjuggu í
Reykjavík, lengst af
í Litlagerði 9 en síð-
ustu árin á Sléttu-
vegi 23. Þau eign-
uðust þrjár dætur.
Þær eru Þórunn Kolbeins, maki
Magnús Valur Magnússon, Guð-
rún, maki Arnór Sigurjónsson,
Þórey Anna, var gift Gunnari
Pabbi var lifandi, glaðlegur,
uppátækjasamur og söngelskur
karakter sem heillaði fólk. Þol-
inmæði átti hann mikla gagnvart
okkur krökkunum og var dug-
legur að búa til ævintýri handa
okkur. Oft um vetur skóf hann
snjóinn til í bakgarði við heimili
okkar í Litlagerði 9 og sprautaði
vatni og bjó til flott skautasvell.
Auðvitað mættu svo krakkarnir
úr næstu húsum til að renna sér
líka. Einnig man ég eftir góð-
viðrissumrunum þegar ég var 12
ára og við fengum badminto-
næði. Þá var strengt heljarinnar
net yfir bakgarðinn og badmin-
ton spilað alla daga sem varð til
þess að túnið varð að moldar-
flagi. Ekki kom styggðaryrði frá
pabba. Hann tyrfði það bara upp
á nýtt.
Það er í fersku minni þegar
hann krúsaði á Bronco árgerð
1966 í góðum jafnföllum snjó
fram og til baka um Sandskeið
með okkur dæturnar í togi í
köðlum á skíðum. Mikil upplifun,
ótrúlega gaman og mikið svig
tekið.
Einnig átti hann skíði undan
Katalínu, gamalli sjóflugvél.
Hann bjó til nokkurs konar kaj-
aka með flothylkjum til hliðar á
þá. Á þessu var svo róið á Úlf-
ljótsvatni. Auðvitað urðum við
hundvotar.
Gamli Willy’s kemur upp í
hugann sem ég dröslaðist í með
honum um allt, því ég var svo
heppin að ég mátti skottast með
honum endalaust, enda þekkti
ég alla karlana sem hann var yf-
irverkstjóri yfir í minni æsku.
Þá var Rafmagnsveita Reykja-
víkur í Barónsfjósinu við Bar-
ónsstíg. Þar fékk ég til dæmis að
róla mér í talíum á lagernum og
hífa mig upp og niður í þeim.
Allskonar ógleymanleg ævintýri
frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Ég kynntist þar alvörufólki.
Pabbi bjargaði röddinni minni
því ég fékk slæma barkabólgu
þegar ég var um sjö ára. Lækn-
irinn sagði eftir þau veikindi að
ég yrði alltaf með skemmda
rödd. Það var svona röspuð visk-
írödd. Faðir minn hélt nú ekki
og lét mig syngja með sér há-
stöfum alltaf þegar ég var með
honum í bílnum. Hann meira að
segja kenndi mér að jóðla á
þessum raddþjálfunarárum okk-
ar enda var pabbi lærður tenór
og góður söngvari. Hann bjarg-
aði röddinni minni.
Skíðanámskeiðið sem við fór-
um saman á í Kerlingarfjöllum
þegar ég var 15 ára lifir sterkt í
minningunni. Hann lagði metn-
að í að gefa mér bílprófið og
senda mig í nám til Englands
þegar ég var 16 ára. Í framhaldi
vann ég við landmælingar hjá
honum og fór svo í Versló.
Það var alveg sama hvað ég
var orðin fullorðin, ég gat alltaf
hlammað mér í fangið á pabba
og kitlað hann og snúið upp á
eyrun á honum. Gamli Íslands-
meistarinn kenndi mér sjálfs-
varnarbardaga í hnefaleikum
sem ég sór að ég myndi aldrei
nota nema ég ætti líf mitt að
verja og hef ég staðið við það.
Engu að síður vil ég þakka þess-
ari þjálfun snerpu sem ég á til,
frýs ekki við slæmar aðstæður
og næ að gera það sem gera
þarf, alltaf tilbúin að takast á við
hlutina. Faðir min gaf mér
ómetanlegt veganesti út í lífið
sem gerir mig að þeirri mann-
eskju sem ég er.
Þó svo að faðir minn sé jarð-
aður í dag þá mun ég kveðja
hann á minn máta á réttum
tíma. Minningin um hann mun
lifa með mér alla tíð.
Þórey Anna Matthíasdóttir.
Ég hélt að það yrði mun
lengra í þennan dag heldur en
raunin varð. Ég á hreinlega erf-
itt með að anda við þessi skrif
þar sem ég og afi vorum bestu
vinir. Hann, líkt og Líney
amma, var minn helsti kennari
og ráðgjafi og nú er hann farinn
yfir móðuna miklu, svo skjótt.
Afi var þvílíkt heljarmenni og
mikill íþróttamaður, sem hann
smitaði strax í mig þegar ég var
lítil stelpa. Hann kenndi mér til
dæmis að boxa ásamt svo mörgu
öðru. Sagði: Þú verður að geta
slegið strákana niður þegar þeir
kunna sig ekki þegar kemur að
ykkur dömunum. Aldrei hefði
mig grunað að ég myndi þurfa
að nota trixin sem hann kenndi
mér en raunin varð önnur.
Afi var með lífið á hreinu.
Hann var harðduglegur, sannur
vinur vina sinna, góðmennskan
uppmáluð, metnaðarfullur og
mikill herramaður. Stálhraustur
var hann alveg þangað til í lok-
in, þegar beinkrabbinn tók völd-
in. Hann var með boxaðstöðu í
kjallaranum á Sléttuveginum
eins og gömlum hnefaleikara
sæmir enda gamall Íslands-
meistari í ólympískum hnefa-
leikum og svo mörgu öðru. Dug-
legur var hann að nota
aðstöðuna og fara í leikfimi
þrátt fyrir háan aldur. Alltaf var
hann jákvæður, sama hvað lífið
ákvað að vera erfitt á köflum.
Nú eru hann og amma sam-
einuð á hinum endanum. Eins
og amma sagði alltaf: Lífið er
aðeins háskóli fyrir eilífðina og
því trúi ég alla leið. Þau halda
ferðinni áfram, og saman. Það
huggar að trúa því en Guð minn
góður hvað þetta er ólýsanlega
sárt. Ég og afi vorum bara í
ágúst að plana 100 ára afmælið
hans. Hann var með fullt af hug-
myndum sem hann vildi fram-
kvæma og það ætluðum við sko
að gera.
Afi, ég elska þig svo endalaust
mikið að hjarta mitt er brotið yf-
ir að þú sért farinn. Ég mun
bera þig til grafar með hraust-
legu handtaki og hnarreist því
það er nákvæmlega það sem þú
myndir gera. „We are figthers“
sagðirðu alltaf við mig. Það er
hárrétt hjá þér, gamli, og því
gleymi ég aldrei. Þú sýndir það
og sannaðir það meira að segja á
dánarbeðinum þegar þú varst að
shadow-boxa við mig liggjandi í
sjúkrarúminu um helgina. Vildir
fá að sjá hvernig ég væri að
vinna með hnefaleikarann sem
er í þjálfun hjá mér.
„Þú getur allt sem þú vilt,
elsku stelpan mín“ hefurðu líka
sagt við mig síðan ég var lítil og
þú studdir mig í öllu sem ég hef
tekið mér fyrir hendur. Ég náði
að klára vinnudaginn þó svo það
væri mjög erfitt, eftir að ég var
búin að gráta úr mér augun inni
á baði eftir að hafa fengið frétt-
irnar. Eins og mamma sagði: afi
hefði viljað að þú myndir klára
daginn. Afi var hetja og það ert
þú líka. Tárin renna eins og flóð
við þessi skrif, elsku afi. Ég
elska þig endalausar ferðir til
tunglsins og til baka. Þú munt
alltaf eiga risastóran part í mínu
hjarta. Þín verður sárt saknað
það sem eftir er, elsku afi minn.
Þín vinkona og barnabarn,
Kristín Elísabet
Gunnarsdóttir.
Matthías
Matthíasson
✝ SigurðurBjarnason
fæddist 2. maí
1939 á Landspít-
alanum. Hann lést
20. október 2017 á
krabbameinsdeild
Landspítalans.
Foreldrar hans
voru Margrét
Oddfríður Skúla-
dóttir frá Stykk-
ishólmi, f. 1901, d.
2000, og Bjarni Sigurðsson frá
Hraunsási í Hálsasveit, f.
1901, d. 1974. Systkini Sig-
urðar eru Guðrún, f. 17.6.
1936, Helga, f 20.10. 1937, d.
25.4. 2017, og Skúli, f. 17.11.
1945, d. 18.3. 2014.
Eftirlifandi eiginkona Sig-
urðar er Ása Petrína Guðjóns-
dóttir frá Hafnarfirði, f. 1.5.
Sigurður ólst upp á Njáls-
götu 98 í Reykjavík og bjó
þar alla ævi. Hann lauk hefð-
bundinni skólagöngu frá
Austurbæjarskóla og Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar og
að því loknu námi í húsa-
smíði við Iðnskólann í
Reykjavík og útskrifaðist
þaðan sem húsasmiður vorið
1961. Sigurður lauk meist-
araprófi frá Iðnskólanum ár-
ið 1974. Að loknu húsasmíð-
anáminu var Sigurður tvær
vertíðir í Sandgerði. Hann
vann síðan sem húsasmiður
stærstan hluta starfsævi
sinnar en lauk starfsferli sín-
um sem baðvörður við Aust-
urbæjarskólann í Reykjavík.
Sigurður var í stjórn
Borgfirðingafélagsins í
Reykjavík í fjöldamörg ár,
félagi í Sjálfstæðisflokknum
og sat í sóknarnefnd Hall-
grímskirkju frá 1984 til
dauðadags.
Útförin fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 30. októ-
ber 2017, klukkan 11.
1942. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Júlíusdóttir
frá Bursthúsum á
Hvalsnesi, f. 1916,
d. 1945, og Guðjón
Jónsson frá Hvoli í
Ölfusi, f. 1905, d.
1981. Börn Sig-
urðar og Ásu eru:
1) Bjarni, f. 9.8.
1966. 2) Guðjón
Rúnar, f. 15.8.
1973. 3) Margrét Salvör Sig-
urðardóttir Kjellingland, f.
30.3. 1977, eiginmaður hennar
er Sveinung Kjellingland, f.
11.3. 1978, börn þeirra a) Ing-
unn, f. 17.8. 2004. b) Steinar
Örn, f. 10.8. 2006. Dóttir Sig-
urðar er Svandís, f. 6.5. 1962,
móðir hennar var Steinunn
Karlsdóttir, f. 1935, d. 2011.
Í dag kveð ég elsku pabba.
Margar minningar hafa hreyft við
mér síðustu daga.
Sem barn fór ég oft eldsnemma
fram úr á morgnana til að hitta
pabba í eldhúsinu yfir morgun-
kaffinu. Hann var alltaf fyrr á ferð-
inni en við hin enda iðnaðarmaður
sem fór snemma til vinnu. Þetta
voru hinar bestu stundir. Pabba
fannst allt í lagi að fylla glasið af
kakómalti einu sinni eða jafnvel
tvisvar í morgunsárið og þannig
borðuðum við morgunmat. Hann
með kaffi og ég með þykka súkku-
laðimjólk. Að öðru leyti var pabbi
algjörlega vanhæfur í matargerð
og ef mamma var ekki heima voru
pylsur og skyr í öll mál.
Þegar ég varð eldri og spilaði
fótbolta var pabbi mjög oft meðal
áhorfenda á vellinum. Hann var
ekki sá sem hrópaði hæst, hvatti
liðið áfram eða ærðist yfir dómar-
anum. En á heimleið í bílnum fór
hann yfir leikinn eins og fréttarit-
ari með tillögur að því sem betur
mætti fara og hrós fyrir það sem
vel gekk. Þetta finnst mér lýsa
pabba vel, það var ekki það að
hann væri ekki með skoðanir á
hlutunum, hann var bara ekki
endilega að básúna þær hvar eða
hvenær sem er.
Pabbi var ekki maður margra
orða en umhyggjusemin og kær-
leikurinn skein úr augum hans og
rann út í þéttu faðmlögin sem
hann gaf. Hann var tilfinninga-
næmur og fann til með öðrum. Ég
man þegar Sveinung, maðurinn
minn, fór frá Íslandi eitt sumarið
til eins árs herskyldu og pabbi
keyrði okkur upp á flugvöll. Inni í
flugstöðinni setti hann upp sól-
gleraugu sem hann gekk með það
sem eftir lifði dags því tárin
streymdu niður kinnarnar. Þegar
heim var komið breiddi hann
sæng yfir mig inni í stofu, gekk
um gólf og grét með mér í gegnum
daginn.
Pabbi var afar stoltur afi og
vildi allt gott fyrir barnabörnin
gera. Bara það besta var nógu
gott. Þegar hann var nýbakaður
afi með foreldrana og barnabarnið
í næturheimsókn á Njálsgötunni
minnist ég þess að hafa vaknað
um miðja nótt og staulast fram úr.
Þegar ég svo opna svefnherberg-
isdyrnar stendur pabbi fyrir utan
tilbúinn að taka við, „Farðu að
sofa, Magga mín, ég tek hana“.
Það urðu svo ófáar morgunstund-
ir þar sem þreyttir foreldrar
fengu að sofa út á meðan afi og
amma héldu uppi fjörinu hvort
sem er í Noregi eða á Njálsgöt-
unni.
Útför pabba fer fram á 52.
brúðkaupsdegi mömmu og pabba.
Ég er sannfærð um að margir eru
sammála mér um að samrýndari
hjón eru vandfundin. Saman hafa
þau með háttalagi sínu kennt mér
mikið um ást og vináttu. Það er
sárt að hugsa til þess að fá ekki að
sjá hann aftur leiða mömmu og
ganga af stað eins og þeim tveim-
ur einum var lagið.
Nokkrum dögum áður en hann
lést hélt hann fast um höfuð mitt
og grét með mér yfir gangi mála.
Án orða horfðumst við lengi í augu
og vissum að þessi stund væri
okkur báðum óendanlega dýr-
mæt.
Vissan um eilíft líf og himin
sem bíður að lífslokum var mik-
ilvæg fyrir pabba. Hann hélt fast í
trúna á frelsara sinn allt til dauða.
Ég kveð hann því með orðum Páls
postula: Því lífið er mér Kristur og
dauðinn ávinningur. Sjáumst á
himnum, elsku pabbi.
Þín
Margrét (Magga Salla).
Það er skammt stórra högga á
milli. Nokkrir mánuðir eru síðan
Helga frænka dó og núna Siggi.
Öll þrjú systkini mömmu farin á
rúmum þremur árum. En svona
er þetta líf og lítið sem maður get-
ur gert annað en að þakka fyrir
góðu stundirnar. Góðu stundirnar
með Sigga frænda voru margar.
Siggi hefur alltaf verið mér kær.
Hann var 19 ára þegar ég fæddist
og var mér alltaf góður og miklu
meira en það. Fyrstu árin mín bjó
ég hjá ömmu og afa og þar voru
líka Helga, Siggi og Skúli. Ég
græddi mikið á þessum árum og
þar var lagður grunnur að sam-
bandi mínu við þau öll. Þetta sam-
band var sterkt og gott alla tíð.
Siggi frændi var fasti, trausti
punkturinn í fjölskyldunni. Hann
bjó alla tíð á Njálsgötu 98. Líklega
eru ekki margir sem hafa búið í
sama húsinu í tæp 80 ár. Sá staður
sem var Sigga líklega kærastur er
sveitin okkar, Hraunsás í Hálsa-
sveit. Þar var Siggi í sveit í mörg
sumur og þar eyddi hann flestum
sumarfríum eftir að hann stofnaði
fjölskyldu. Litli bústaðurinn, sem
móðursystkini mín áttu, Hálsakot,
var í huga okkar barnanna eins og
stærðar hús með öllum þægindum
þótt þar væri hvorki rennandi
vatn né rafmagn. Þetta var uppá-
haldsstaðurinn okkar og margt
brallað, niðri í gili, bak við fossinn
og inni í þessum pínulitla bústað.
Siggi og fjölskyldan voru þar
drjúgan hluta hvers sumars.
Siggi frændi hitti Ásu sína
1964. Ég fór með Sigga í bæinn
fyrir jólin það ár og þá hittum við
konuna. Ég var ekki alveg viss um
þessa konu sem fékk alla athygl-
ina og Siggi horfði svo fallega á.
En Ása og Siggi hafa verið saman
í 52 ár, hamingjusöm, samhent og
sæl. Þau eignuðust þrjú börn,
Bjarna, Guðjón Rúnar og Mar-
gréti Salvöru. Magga Salla býr í
Noregi með manni sínum, Svein-
ung og tveimur börnum, Ingunni
og Steinari. Noregsferðir hafa því
verið fastur punktur í lífi Sigga og
Ásu sl. ár. Þau hafa bæði starfað
mikið í Hallgrímskirkju og það
starf gaf þeim mikið.
Síðastliðið sumar fann Siggi
fyrir einhverjum krankleika.
Nokkrum mánuðum síðar er hann
farinn. Við héldum öll að tíminn
yrði lengri. Ég minnist Sigga
frænda með þakklæti og söknuði.
Hann var alltaf boðinn og búinn að
aðstoða, hann hafði áhuga á lífinu,
hann hafði áhuga á okkur frænd-
systkinunum og okkar börnum.
Hann var mér mjög kær. Blessuð
sé minning elsku Sigga frænda.
Margrét Einarsdóttir.
Sigurður Bjarnason ól allan ald-
ur sinn á Njálsgötu 98. Hann var
því sannur sonur gamla Austur-
bæjarins, þó honum rynni borg-
firskt blóð í æðum. Þegar hann
hafði aldur til tók Bjarni Bjarna-
son á móti honum í sjö ára bekk A í
Austurbæjarskóla. Síðar naut
hann leiðsagnar Jóhönnu Guð-
mundsdóttur en lengstum var
hann í bekk Þorbjargar Bene-
diktsdóttur. Allt voru þetta mætir
kennarar og alla tíð var Austur-
bæjarskólinn stór hluti af lífi Sig-
urðar. Hann kvæntist Ásu Guð-
jónsdóttur úr Hafnarfirði. Þau
stofnuðu heimili á Njálsgötunni og
eignuðust þrjú börn, Bjarna, Guð-
jón og Margréti Salvöru. Ása vann
í mjólkurbúðinni á Barónsstíg áð-
ur en hún hóf störf við fyrrnefndan
skóla. Sigurður var smiður en
gerðist upp úr miðjum aldri starfs-
maður á sama stað. Þótti kennur-
um gott að leita til hans með ým-
islegt sem krafðist handlagni og
útsjónarsemi, þó þau verk væru
ekki beinlínis hluti af starfslýsingu
Sigurðar, því fólk vissi að hann var
bóngóður og reyndi að leysa hvers
manns vanda. Saman tóku hjónin
virkan þátt í safnaðarstarfi Hall-
grímskirkju. Hún var lengi for-
maður kvenfélagsins, sem stofnað
var í bíósal Austurbæjarskólans
árið 1942 og hann sannkallaður
bakhjarl þess félags. Sótti hann
iðulega á bíl sínum elstu kven-
félagskonurnar svo þær kæmust á
fund og ók þeim svo heim aftur
síðar um kvöldið. Saman stunduðu
Sigurður og Ása Sundhöllina, sem
er líkt og skólinn og kirkjan í
göngufæri við heimili þeirra. Settu
þau jafnan fallegan svip á mann-
lífið, þar sem þau leiddust hönd í
hönd á ferð sinni um hverfið.
Lengi vel störfuðu fleiri karl-
menn við Austurbæjarskólann en
aðrar sambærilegar stofnanir.
Sigurður var traustur liðsmaður í
„Átthagafélaginu“, félagsskap
karlanna í skólanum, sem framan
af virtist hafa þann tilgang helstan
að vera leynilegur til að ala á for-
vitni samstarfskvennanna. En
fljótlega öðlaðist félagið þann göf-
uga tilgang að gera sömu konum
glaðan dag einu sinni á tveggja ára
fresti. Þess á milli var það hlut-
verk kvennanna að gleðja karlana
með óvæntum uppákomum. Þau
kvöld urðu ævintýraleg enda jafn-
an mikill metnaður lagður í gera
betur en hitt kynið hafði gert
árinu áður.
Sigurður var einn af stofnfélög-
um Hollvinafélags Austurbæjar-
skóla og mundi tímana tvenna úr
langri sögu hverfisins og skólans.
En óvænt veikindi hans og fráfall
komu í veg fyrir að hægt yrði að
rifja upp með honum liðna tíð eins
og hugur manna stóð til.
Stjórn Hollvinafélags Austur-
bæjarskóla sendir fjölskyldu Sig-
urðar Bjarnasonar samúðarkveðj-
ur og þakkar honum samfylgdina.
Pétur Hafþór Jónsson.
Kirkja er ekki aðeins hús held-
ur fremur fólk. Kirkja er lifandi
söfnuður einstaklinga, sem eiga
samfélag um trú, helgihald, mik-
ilvæg gildi og opna framtíð. Sig-
urður Bjarnason, húsasmiður, var
í þeirri miklu fylkingu gleðinæmr-
ar Guðstrúar. Hallgrímskirkja var
honum sem heimili í marga ára-
tugi. Hann átti sitt fasta sæti í
kirkjunni, en kom ekki aðeins í
kirkju á sunnudögum heldur oft í
viku og til ólíkra athafna, tónleika
og funda. Og hann var einn af
stórum hópi sjálfboðaliða. Oft stóð
hann í eldhúsinu í suðurvæng
helgidómsins, þvoði upp eða gekk
frá eftir samveru og veislur. Hann
ók fólki til og frá kirkju. Ása Guð-
jónsdóttur, kona Sigurðar, hefur
lengi verið í forystu kvenfélags
kirkjunnar og hann studdi starf
hennar og félagsins með margvís-
legum hætti. Alla tíð voru þau sem
eitt og byggðu upp söfnuð. Sigurð-
ur naut trúnaðar samferðafólks og
var valinn til setu í sóknarnefnd
Hallgrímskirkju. Þegar hann lést
hafði hann verið í stjórn kirkjunn-
ar í nær þrjátíu ár. Sigurður
Bjarnason lagði alltaf gott til, var
yfirvegaður og hlýr og því mikils
metinn. Starfsfólk Hallgríms-
kirkju hefur notið samstöðu og
umhyggju hans í áratugi. Við
sjáum á bak traustum samverka-
manni, sem við þökkum. Guð
geymi Sigurð Bjarnason í eilífð
sinni og blessi ástvini hans.
F.h. sóknarnefndar og starfs-
fólks Hallgrímskirkju,
Irma Sjöfn Óskarsdóttir og
Sigurður Árni Þórðarson.
Sigurður
Bjarnason