Morgunblaðið - 30.10.2017, Side 26

Morgunblaðið - 30.10.2017, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017 ✝ DagbjarturGarðar Ein- arsson fæddist 26. júní 1936 í Grinda- vík og ólst þar upp. Hann lést 18. októ- ber 2017 á Heil- brigðisstofnuninni Víðihlíð í Grinda- vík. Foreldrar hans voru Einar Dag- bjartsson frá Ás- garði, f. 24. júní 1917, d. 21. febrúar 1981, og Laufey Guð- jónsdóttir frá Vestmannaeyjum, f. 12. apríl 1912, d. 26. júlí 1982. Systkini Dagbjarts eru Kol- brún Einarsdóttir, f. 3. október 1943, Guðjón Einarsson, f. 11. apríl 1947, og Halldór Ein- arsson, f. 15. apríl 1951. Dagbjartur kvæntist 1. jan- úar 1960 eftirlifandi eiginkonu sinni, Birnu Óladóttur úr Grímsey. Foreldrar hennar voru Óli Bjarnason, f. 29. ágúst 1902, d. 8. september 1989, og Elín Þóra Sigurbjörnsdóttir, f. 1. janúar 1909, d. 16. febrúar 2003. Börn Dagbjarts og Birnu eru: 1) Einar, f. 11. maí 1960. Börn hans eru Dagbjartur Garðar, f. 24. apríl 1985, Hildigunnur, f. 11. febrúar 1988, Sunneva, f. 3. Stjúpdóttir Sigurbjörns er Kar- ólína Ívarsdóttir, f. 2. febrúar 1999. Barnabarnabörn Dagbjarts og Birnu eru tíu talsins. Dagbjartur lauk hefðbund- inni skólagöngu frá grunnskóla Grindavíkur, lauk gagnfræða- prófi frá Skógaskóla 1953 og prófi frá farmannadeild Stýri- mannaskólans í Reykjavík 1959. Hann var far/sjómaður og skip- stjóri á ýmsum bátum/skipum til 1965. Eftir það var Dag- bjartur útgerðarmaður og skip- stjóri á ýmsum bátum Fiskaness hf. 1966-1971 að hann fór í land. Hann var forstjóri Fiska- ness hf. 1965-2001. Dagbjartur tók mikinn þátt í félagsmálum. Hann sat í bæj- arstjórn Grindavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1970-1982 og sat einnig í ýmsum nefndum bæjarins. Þá var hann formaður Útvegsmannafélags Suðurnesja í tvö ár, í stjórn SÍF 1981-1983 og formaður 1983-1993. Auk þess sat hann í ýmsum nefndum á vegum sjávarútvegsins. Dag- bjartur var einn helsti stuðn- ingsmaður knattspyrnunnar í Grindavík. Hann var frí- stundabóndi með kindur og hesta. Útför Dagbjarts fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 30. október 2017, klukkan 14. Sýnt verður frá útförinni á slóðinni https://thortelecom.is/ utfor.html. Opnist í Internet Explorer ef opnast ekki í öðrum vöfrum. janúar 1990, Jó- hanna Lammers, f. 5. apríl 1995, og Einar Bjarki, f. 18. júní 2001. Stjúp- dóttir Einars er El- ín Björg Harð- ardóttir, f. 2. október 1977. 2) Elín Þóra, f. 27. september 1961, gift Arnþóri Ein- arssyni. Þeirra börn eru Dagbjört, f. 13. októ- ber 1999, og Fannar Helgi, f. 10. maí 2002. Áður átti Elín Þóra Birnu, f. 30. október 1983. Áður átti Arnþór fjögur börn. 3) Eiríkur Óli, f. 16. apríl 1965, giftur Sólveigu Ólafsdóttur. Þeirra börn eru Telma Rut, f. 6. apríl 1987, Rakel Eva, f. 6. maí 1992, Elsa Katrín, f. 9. maí 1998, og Karín Óla, f. 20. nóv- ember 2000. 4) Jón Gauti, f. 9. mars 1971, giftur Irmý Rós Þor- steinsdóttur. Þeirra börn eru Sigurbjörn Elí, f. 6. desember 1994, Teitur Leon, f. 15. febr- úar 2000, og Orri Steinn, f. 22. september 2009. 5) Sigurbjörn Daði, f. 8. des- ember 1975. Hans börn eru Arney Ingibjörg, f. 28. október 1994, Karitas Líf, f. 6. júlí 2004, og Dagbjört Ýr, f. 26. júní 2008. Þakklæti er efst í huga þegar við kveðjum ástkæran föður okk- ar, þakklæti fyrir svo margt sem hann gaf okkur og kenndi. Pabbi var sterkur karakter, fróður, skemmtilegur en umfram allt góður maður sem vildi öllum vel. Hann var nýtinn og þoldi illa bruðl en á sama tíma mjög gjaf- mildur og ósínkur á sitt. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann gat verið nokkuð strang- ur og við þrjú undirrituð gönt- uðumst stundum með að þau hafi verið farin að linast talsvert í uppeldinu á tveimur yngstu bræðrunum og þeir hafi komist upp með mun meira en við hin. En pabbi var ákveðinn og ef hann sagði nei þá þýddi það nei og hann ráðlagði okkur að hnika ekki frá því við okkar börn. Ef- laust hefðum við getað gert betur í því. Pabbi var ekki mikið að knúsa eða hæla okkur en samt löðuð- umst við öll að honum og ekki síð- ur barnabörnin, sem dýrkuðu hann og dáðu. Hann var farinn að mildast seinni árin og þótti orðið betra að láta taka utan um sig. Nokkrum dögum áður en hann kvaddi þennan heim sagði hann mömmu að hann hefði verið svo heppinn að næla í hana og verða hennar lífsförunautur. Það eru svo sannarlega orð að sönnu. Mamma var alltaf kletturinn hans. Hún var stoð hans og stytta í gegn um lífið og reyndist honum heldur betur vel í veikindum hans síðustu árin þó svo hún sjálf gengi ekki heil til skógar. Við systkinin munum nú halda þétt utan um mömmu og styðja eins og við getum. Að lokum viljum við þakka starfsfólki Víðihlíðar fyrir góða umönnun og alúð. Sérstakar þakkir til Kollu frænku sem hefur reynst foreldr- um okkar ómetanleg hjálp í veik- indum þeirra. Minningin um yndislegan pabba lifir. Einar, Elín Þóra og Eiríkur Óli Dagbjartsbörn. Elsku pabbi. Ég hef aldrei skrifað minningargrein, orðinn 46 ára gamall, og mig langar ekki að skrifa minningargrein um þig. Því skrifa ég þér bara bréf. Fyrir utan mömmu ert þú langflottasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég veit að þú kippir þér ekki upp við það því þú veist að ég hef allt- af verið mömmustrákur og verð það þar til yfir lýkur. Þegar að því kemur munum við hittast á ný og vá hvað ég hlakka til! Heimurinn varð bara einfaldlega fátækari, leiðinlegri og minna spennandi þegar þú fórst. Á sama tíma jókst áhuginn á staðn- um sem þú ert á og ég skil það vel. Þú varst bara einfaldlega goðsögn í lifanda lífi og allir sem voru svo heppnir að hitta þig upplifðu það. Veistu það pabbi, það er verið að kenna hér og þar hin og þessi hugtök um „jafn- ingja“ og „að allir séu jafnir“ og hvaðeina en þú varst bara gjör- samlega svoleiðis maður að eng- inn var óæðri þér í þínum huga, enginn. Það er eitt af mörgu frá þér sem ég ætla að temja mér. Mér finnst ég vera að gera það í mínu lífi en þú kannski pikkar í mig ef þér finnst ég vera að gleyma mér. Það er hægt að segja enda- lausar sögur af þér pabbi og það er eingöngu vegna þess að þú ert og varst svo hrikalega skemmti- legur karakter. Ég stórefast um að það séu margir sem hafa orðið landsþekktir fyrir að vera bara eins og þeir eru. En það varst þú pabbi, landsþekktur fyrir að vera bara þú, og ekkert smá þú. Já, já, ekkert að roðna hér, svona er þetta bara. Allar mínar minning- ar um okkar „moment“ mun ég bara njóta að eiga og nota kannski í einu og einu veislu- stjóra-vesenis-starfi og þú von- andi fyrirgefur það. Að segja takk við þig fyrir allt og allt er ekki nóg en mig langar bara að segja þér, elsku pabbi minn, að í sjálfselsku minni hefði ég viljað hafa þig lengur nálægt mér vegna þess að það hentaði mér! Á sama tíma veit ég að þessi brott- för þín var hið eina rétta í stöð- unni. Og þvílík tilviljun að Olís- bíllinn minn skyldi gefa upp önd- ina sama dag og þú ákvaðst að fara í suðaustan roki og rigningu. Þú tekur hann bara með þér og satt best að segja þá hentar hann miklu betur í hrútaflutninga sem og aðra gripaflutninga. En svona til þess að loka þessu þá segi ég í smá pirringi: Heimurinn varð til, Jesús brölti um, síðasti geirfugl- inn dó og síðan fórst þú! Þar með mætti slökkva ljósin mín vegna en það er ekki í boði og eins og þú myndir sennilega orða það: Áfram og nú þýðir ekkert að „doksa“ við þetta. Takk fyrir allt pabbi, ég elska þig. Gauti D. Jæja pabbi minn, þá er dóm- arinn búinn að flauta í hinsta sinn í flautuna og grunar mig að þú sért manna fegnastur að leik sé lokið. Þú hefur undanfarin ár ekki verið nægjanlega „ánægður með þig“ en ert vonandi núna kominn á betri stað, væntanlega með landa í flötu kóki og spilar Rússa við afa og amma fylgist spennt með. Ég var búinn að skrifa minn- ingargrein en andinn kom yfir mig tæpum sólarhring eftir að þú kvaddir en sú minningargrein er víst allt of löng og því verð ég að skrifa hana upp á nýtt og stikla á því stærsta. Þakklæti er það fyrsta sem kemur upp í huga mér, þakklæti yfir að hafa verið sundmaðurinn sem náði í örugga höfn mömmu en ég tel það forréttindi fyrir okkur systkinin, barnabörn ykk- ar og barnabarnabörnin, að vera afkomendur ykkar! Þið eruð í mínum huga eins og geirfuglinn, tegund sem brátt mun deyja út því að þið mamma eruð algerlega einstök í mínum huga! Við systk- inin ólumst upp á gamla mátann, þar sem faðirinn var útivinnandi og móðirin sá um heimilið. Þið voruð skemmtilega ólík í ykkar nálgun en samt svo ofboðslega samrýmd en mamma er og var alltaf blíða týpan á meðan þú beittir meira hörkunni og agan- um en það er eitthvað sem nú- tíma foreldrar mega svo sannar- lega temja sér að mínu mati. Þú áttir aldrei eins auðvelt og mamma með að sýna ást og um- hyggju en auðvitað vissi maður alveg að þú ættir til þínar mjúku hliðar og sáust þær kannski meira eftir því sem árunum fjölg- aði. Eigum við ekki kannski bara að segja að þegar barneigna- hringnum var lokað og fullkomn- un náð, að þá þurftirðu ekkert að beita sömu hörku og á eldri börn- in þín. Ég hef alltaf verið rígmontinn af þér, pabbi, og skipti þá ekki máli hvort um væri að ræða þig sem hinn flotta forstjóra eins öfl- ugasta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, formann SÍF, sem stuðningsmann nr. 1 uppi í stúku eða á hliðarlínunni, eða þegar þú varst hrókur alls fagnaðar í gítar- partíum, böllum, hestaferðum eða útilegum. Alltaf var ég með stjörnur í augunum yfir þér! Og alveg skal það vera magnað að hvar sem maður stígur niður fæt- inum og spjallar við fólk og talið berst að því hvaðan ég er og hverra manna, að þá þekkti fólkið þig. Þú dróst mig snemma með þér í hestana og hafði ég afskaplega gaman af því bauki. Þú studdir mig með ráði og dáð í fótboltan- um og þykist ég vita að þú hefðir viljað sjá mig „meika það“ með meistaraflokki en því miður þá átti það ekki fyrir mér að liggja. Þú ýttir mér út í gítarnámið og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklátur og á ég margar stór- kostlegar minningar af okkur í hörkustuði í gítarpartíum! En jæja, pabbi minn, ég er víst að verða búinn að fylla kvótann í þessari minningargrein. Ég set hina á FB og þú kíkir bara á hana í tölvunni þinni. Takk fyrir æðislegan tíma, pabbi. Við munum ætíð halda nafni þínu hátt á lofti. Ég þykist vita að þú hefðir viljað þakka konunum á Víðihlíð fyrir umönn- unina og geri ég það hér með fyr- ir þína hönd. Kveðja Sigurbjörn Daði. Afi Daddi, svo flottur maður, hann hafði áhrif, hann náði langt, hann var fróðleiksfús, hann var nýtinn, hann var hvellur og skemmtilegur. Elsku afi Daddi var gæddur svo mörgum kostum sem gerðu hann að þessum frábæra manni sem svo margir þekktu og muna eftir. „Þá þekkti hann mig.“ Afi, það eru menn eins og þú sem standa með eigin sannfæringu sem ná langt og það er þess vegna sem svona margir þekktu þig, þér tókst að hafa áhrif, hreifst fólkið með þér. Þessir kostir gerðu þig líka að minni fyrirmynd. Sumt skil ég betur núna, þegar ég er orðin fullorðin. Ég á ótal minningar sem ég held fast í, úr hestaferðum á Vigdís- arvelli, kartöflubraski og ferðum í Svefneyjar. Þú varst duglegur að skapa minningar með okkur barnabörnunum og leyfa okkur að taka þátt. Margt af því sem þú kenndir mér kenni ég mínum sonum. Það var svo gaman að líta við hjá þér, allar blaðagreinarnar sem þú braust svo snyrtilega saman úr Mogga dagsins og beiðst eftir að réttir hlustendur litu við, ég man eftir mörgum fréttum og pistlum sem þú last fyrir mig – því þú vissir að þær höfðuðu til mín og hefðu áhrif á mig. Elsku afi minn, takk fyrir allt. Þín, Telma Rut Eiríksdóttir. Elsku afi Daddi minn. Ég á erfitt með að átta mig á því að þú sért farinn. Það er skrítið að hugsa til þess að geta ekki lengur litið inn í herbergi til þín í Víði- hlíð þar sem þú tókst alltaf á móti manni með bók eða blað í hendi. Ég er viss um að nú líður þér bet- ur. Þú varst nefnilega seinustu ár aldrei nógu ánægður með þig eins og þú orðaðir það. Nú finnur þú eflaust fyrir frelsi og nýtur þess að geta gert það sem þú varst vanur að gera. Þú áttir alltaf stóran þátt í mínu lífi, frá því að ég man eftir mér. Ég eyddi stórum hluta af mínum æskuárum á Ásabraut 17 með ykkur ömmu. Alltaf eftir há- degismat fékk amma sér kríu og þú lagðir krossgátur og last Morgunblaðið inni í stofu, í ró og næði. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur elsku afi. Við barnabörnin fórum ekki frá mat- arborðinu án þess að ganga til þín og láta þig pota í magann okkar til þess að athuga hvort við værum búin að borða nóg. Okkur fannst þetta alltaf jafn fyndið og hjálpaði þessi leikur eflaust til að klára af diskinum. Þú varst alltaf tilbúinn að taka okkur barna- börnin þín í kleinu eða bónda- beygju og er ótrúlegt hvað þú nenntir því oft, bara til þess að gleðja okkur. Ég var ekki orðin fimm ára þegar ég fékk að lúlla fyrst í ömmu- og afaholu. Þá varð ekki aftur snúið því þarna fannst mér best að kúra mér. Þegar ég hugsa til baka spyr ég sjálfa mig hvernig í ósköpunum ég gat sofið á milli ykkar ömmu! Hroturnar í ömmu voru svo háværar, en þín- ar hrotur, þær voru sko eitthvað annað! Oftar en ekki laumaðist ég til að taka utan um nefið þitt til að stoppa hroturnar en það dugði ekki lengi til. Þarna fannst mér gott að vera samt sem áður, á milli ömmu minnar og afa míns sem hugsuðu alltaf svo vel um mig. Já, afi minn. En mínar bestu minningar um þig eru frá Svefn- eyjum. Við áttum það sameigin- legt að vera í essinu okkar þar, á uppáhaldsstaðnum okkar. Ég man eftir því þegar þú komst inn í hús eftir að hafa verið að tína kríuegg. Ég sá þá að ein krían hafði náð að gogga í kollinn þinn. Þú vissir ekki einu sinni af því og hélst bara áfram að tína. Þú varst alltaf leiðtogi allra leita, enda þekktirðu allar eyjarnar í kring frá a til ö. Ég er þér og ömmu æv- inlega þakklát fyrir að hafa keypt Svefneyjar og leyft okkur barna- börnunum að njóta með ykkur öll sumur. Ég á óteljandi minningar um þig sem ég mun varðveita og segja börnunum mínum frá í framtíðinni. Þú átt alltaf stóran stað í hjarta mínu. Það verður tómlegt án þín núna. En þér líður betur og það lætur mér líða betur í gegnum söknuðinn. Ég mun sakna þín, elsku afi Daddi minn. Takk fyrir allt saman. Ég, ásamt öllum ykkar nánustu, mun sjá til þess að hugsa vel um ástina þína, hana ömmu Birnu. Hvíldu í friði, elsku afi Daddi. Þín Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir. Elsku afi og nafni. Síðasti kapallinn hefur verið lagður. Söknuður og þakklæti kemur mér fyrst í huga. Sjö ára gamall flutti ég úr Grindavík til Reykjavíkur en ræturnar toguðu alltaf til Grindavíkur þar sem þú og amma tókuð mér ávallt opnum örmum og mörgum sumrunum og fríunum eyddi ég í vægast sagt góðu yfirlæti hjá ykkur tveimur. Í gegnum árin brösuð- um við svo ótal margt saman líkt og bestu vinir. Þú varst alltaf svo duglegur að draga mig með í öll þau fjölmörgu verkefni og áhuga- mál sem þú tókst þér fyrir hend- ur. Af mörgu er að taka. Við stunduðum hestamennskuna saman, sinntum rollum, smala- mennsku, mokuðum saman skít og svo var ég um 12 ára gamall orðinn sérlegur einkabílstjóri hjá þér þegar þú labbaðir rekann en þannig náðir þú að leita á stærra svæði. Mér er það mjög minn- isstætt þegar ég, lítill polli, keyrði þig til Gauja bróður þíns á spilakvöld í leiðinda vetrarveðri og þú lést mig keyra einan heim en þú taldir það einfaldlega ekki skynsamlegt að keyra sjálfur enda búinn að fá þér nokkra „gráa“. Úr Svefneyjunum eigum við margar minningar og mörg ævintýrin. Þú sem ætlaðir þér eitt sinn að verða bóndi einfald- lega blómstraðir í öllu eyjabauk- inu og stjórnaðir svo hljómsveit og kór á ófáum kvöldvökunum eins og þér einum var lagið. Þú styrktir mig til gítarnáms og snemma var ég farinn að spila undir á kvöldvökunum og laum- aðist ég jafnvel til að æfa lögin fyrr um daginn svo ég stæði nú undir nafni þegar kallið frá þér kæmi og taka ætti lagið, t.d. „Ég sá hana fyrst“ eða „Tótu“. Hvar sem þú komst varstu alltaf hrók- ur alls fagnaðar, gladdir og kætt- ir alla í kringum þig. Í dúntekj- unni varstu hvað manna harðastur. Barðist áfram hálf fó- tafúinn en hlífðir sjálfum þér aldrei og hvattir aðra áfram. Þú settir mig oft í einhver verkefni sem ég vildi reyna að standa mig í því hrósið, sem þú varst oft spar á, gladdi þeim mun meira þegar það kom. Ég verð ævinlega þakk- látur fyrir allt það sem þú kennd- ir mér um lífið og tilveruna. Þú hvattir mig alltaf áfram, kenndir mér að gefast ekki upp og klára verkin. Þú varst ósérhlífinn og varst alltaf mjög hófsamur og þoldir ekki bruðl. Þú kenndir manni að gleðin og gæðin í lífinu snúast ekki um auð eða verald- lega hluti heldur að njóta þess að vera til í góðra vina hópi. Að finna belg, einnota dósir, æðarkollu- hreiður eða geta kveikt í brennu með eins fáum eldspýtum og dag- blöðum og völ var á, voru hlutir sem skiptu þig máli. Ég hef alltaf litið svo upp til þín, afi. Þú verður mér alltaf ákveðin föðurímynd og ég hef alltaf verið svo hreykinn og stolt- ur af því að vera alnafni þinn. Mikið á ég eftir að sakna þín en minningarnar um ótrúlegan kar- akter, vin og afa lifa. Við erum öll svo þakklát og lánsöm fyrir allt það sem þú gerðir og gafst. Við tökum nú við keflinu þínu og höldum heiðrinum og ótrúlegum minningum á lofti um ókomin ár. Amma er og verður í góðum höndum. Takk fyrir allt, þinn nafni Dagbjartur Einarsson. Fegurð mannlífsins í Grinda- vík á sér margar birtingarmyndir sem speglast í hafrótinu við Hóp- snesið þar sem síðasti snúning- urinn í innsiglingunni var við Boðann. Þar skella öldurnar á landið með hvellum söng eða sem mjúk iða sem liðast á milli fjöru- steina með nettu klappi og þýð- um nið þegar brælan hefur geng- ið yfir og mannlífið vaggar á mjúkum öldum daglegs lífs. Hvert augnablik, hvert skref og hver alda er því nóta í lífslagi Dagbjarts Einarssonar. Daddi var ein af perlum Grindavíkur sem fór í gegnum lífið líkt og öldulagið við gömlu innsigl- inguna þar sem öldurnar rísa hæst. Daddi var kostulegur mað- ur, lítið fyrir smámuni og titt- lingaskít, en meira fyrir enda- lausa lífsgleðina. Hann var dökkur, grannur og hokinn og studdist við staf, skaut fram hök- unni, hallaði undir flatt og talaði hvellt eins og kröftug alda. Át eftir manni orðin, kjamsaði á þeim og svaraði. „Það liggur í loftinu,“ sagði hann með viðeig- andi tilburðum, glettnibrosi. Daddi hafði sterkar skoðanir, var heill og sannur Grindvíkingur númer 1, eins og knattspyrnulið- ið hans skrifaði á bautastein sem það gaf honum fyrir stuðninginn sem kom frá stóru hjarta Grind- víkings. Grindavík og Manchest- er United voru liðin hans og það fór aldrei á milli mála hvar hann stóð í pólitíkinni. Daddi var nátt- úrubarn og hestar voru honum yndi og göslaragangurinn í fjár- húsunum og réttum var honum að skapi og þar var ekkert doggs eins og hann orðaði hangs og slór. Þar stóð hann með hallandi sixpensarann á svörtu þykku hárinu og kvik dökk augun námu gemsana sem komu af afrétti. Daddi var lífsnautnamaður, hann mokaði tóbakinu í vörina svo taumarnir láku niður sitt- hvorumegin við hökuna, bagga- bönd fyrir belti héldu uppi bux- unum með landapelann í rassvasanum og tindilfættur söng hann hástöfum. Daddi söng af innri þrá og gleði til lífsins, lík- aminn iðaði og gleðibylgjan varð dans sögunnar frá fátækt til ríki- dóms. Hann ræktaði landið og ávextir þess voru undirstaða í líf- legu heimilishaldi sem var há- vaðasamt eins og húsbóndinn. Ég hef tekið þátt í slíkri gleði við eld- húsborðið og hún rennur mér ekki úr minni. Hugtakið um sjálf- bærni var ekki til þegar hann og Dagbjartur Garðar Einarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.