Morgunblaðið - 30.10.2017, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017
Birna höfðu áratugum saman
verið sér nóg um alla hluti. Egg
og fugl, fiskur og kjöt, kartöflur
og kál, allt ræktað í garðinum
heima en kleinubaksturinn og
brjóstbirtuframleiðslan fór fram
í bílskúrnum. Þetta var lífið; að
vera sjálfum sér nógur um alla
hluti, standa á eigin fótum.
Daddi var skipstjóri og út-
gerðarmaður og gerði það gott.
Sjómennskan lá fyrir honum frá
barnsaldri og hann þekkti ekki
annað en að standa á eigin fótum.
Hann skilaði sínu í friðarhöfn og
þegar litið er til baka þá gaf hann
fjölskyldu sinni og samfélaginu
allt sem hann unni. Það var bara
einn Dagbjartur Einarsson og
hann fór með mjúkri öldu á út-
soginu, sneri fleyi sínu síðasta
sinni við Boðann og tók stefnuna
á æðri slóðir þar sem nú sigla
himinfley. Ég er þakklátur fyrir
samleiðina, skarð hans verður
aldrei fyllt og söknuðurinn er
mikill. Ég votta Birnu og fjöl-
skyldu djúpa samúð.
Ásmundur Friðriksson.
Látinn er vinur minn Dag-
bjartur Einarsson.
Margs er að minnast frá yfir
hálfrar aldar vináttu við elskuleg
hjón, Birnu og Dadda í Grinda-
vík.
Upphafið má rekja til þess að
Daddi, sjómaður úr Grindavík og
aðdáandi Birnu vinkonu okkar
hjóna, fékk flugvél til að fljúga
yfir Grindavík til að tjá henni ást
sína og kasta til hennar pakka
með risapáskaeggi. Þar með voru
örlög Birnu vinkonu okkar úr
Grímsey ráðin. Margar urðu
heimsóknir okkar til Grindavíkur
þar sem alltaf biðu okkar höfð-
inglegar móttökur. Einnig eru
ógleymanlegar ferðir okkar með
Birnu og Dadda til Svefneyja og
til Grímseyjar, æskustöðva
Birnu. Daddi var gleðimaður í
bestu merkingu þess orðs og
húmoristi. Hann var hreinn og
beinn og talaði tæpitungulausa
íslensku við háa sem lága og var
ekkert að skafa af hlutunum, ef
svo bar undir.
Hann unni landi sínu og þjóð
og oft ræddum við um sjávarút-
veg og landbúnað og þar var nú
ekki komið að tómum kofunum
hjá Dagbjarti, en á þeim málum
hafði hann ákveðnar skoðanir.
Hann stundaði frístundabú-
skap með kindur og hesta og ekki
var nú leiðinlegt að fá að skreppa
á hestbak með Dadda. Já, áhuga-
málin voru mörg og má þar nefna
brids og knattspyrnu og mér er
minnisstætt að eitt sinn er ég
kom í heimsókn til Dadda, þá
heyri ég mjög háværar athuga-
semdir og leiðbeiningar til leik-
manna úr sjónvarpsherberginu.
Hélt ég að þarna væri Daddi að
tala við einhvern gestkomandi
um leikinn, en þá sat hann þarna
einn og sagði leikmönnum til
syndanna og ég heyrði ekki betur
en hann kallaði: „Strákar! Mark-
ið liggur í loftinu!“
Daddi elskaði tónlist og tók oft
lagið í góðra vina hópi og var svo
hrifnæmur að ef hann heyrði tón-
list sem höfðaði sterkt til hans,
þá sögðu börnin að ekki dygði
einn vasaklútur til að þerra tárin.
Elsku Birna. Við Kristín vott-
um þér, börnum ykkar og öðrum
aðstandendum okkar innilegustu
samúð.
Stefán A. Magnússon.
Elsku Daddi minn er nú látinn.
Mín fyrstu kynni af Dadda voru
um 2004 þegar ég mætti til hans
heim í fornuvörina og gaf honum
fyrsta æðardúnshnoðrann sem
ég hafði fundið, ég hafði frá því
ég var lítill strákur verið mikill
fuglaáhugamaður og náttúru-
barn. Pabbi vildi endilega kynna
mig fyrir Dadda sem hafði heldur
betur svipuð áhugamál sem voru
fuglarnir. Fljótlega fór Daddi
með mér og kenndi mér hand-
bragðið við að tína æðardún í
landi Grindavíkur og ég hef tínt
dún síðan. Sumarið eftir fór ég í
fyrsta skiptið út í Svefneyjar með
honum og þá kynntist ég betur
öllu hans yndislega fólki sem tók
mér vel inn í fjölskylduna. Svefn-
eyjaferðirnar hjá mér eru orðnar
15 og þar stóðu þau hjón Daddi
og Birna upp úr. Daddi setti allt-
af svip á leitirnar með sínum
hrópum og köllum og ef hann
vildi sopa af svalanum sem mað-
ur fékk í pásunum þá var bara
best að hann kláraði svalann því
hann andaði svo vel á milli sopa
að maður fékk alltaf vel af tóbaki
með útönduninni.
Ég leit alltaf upp til Dadda,
hann var fyrirmynd á margan
hátt, mjög nýtinn og duglegur
maður, gat verið eirðarlaus eins
og þegar endurgerðin var á
Sveinsstöðum í Grímsey þar sem
þau réðu mig sem handlangara.
Hann gat ekki verið kyrr og sætt
sig við það, en Addi reyndi alltaf
að finna eitthvað fyrir hann.
Elsku Daddi minn, takk fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig, þín verð-
ur minnst með söknuði og enn
fremur virðingu.
Hallgrímur Hjálmarsson.
Litrík persóna og mikill gleði-
gjafi hefur kvatt þetta jarðlíf.
Daddi var mikið náttúrubarn.
Hann var eðlilegur og afslappað-
ur persónuleiki og einlægur í allri
framgöngu. Hann var oft valinn
til forystu, enda fylginn sér jafnt
í störfum sem leik. „Það liggur í
loftinu,“ mátti oft heyra hvellum
rómi á fótboltaleikjum þegar
hans menn voru að spila og hreif
hann alla með sér í stemning-
unni.
Við hjónin nutum þess um
margra ára skeið að vera frí-
stundabændur í Svefneyjum með
Dadda og Birnu og er það
ógleymanlegur tími. Í kringum
Dadda myndaðist sérstök eyja-
stemning, sem allir kunnu að
meta. Þar stjórnaði Daddi að
sjálfsögðu með sínu lagi, skipu-
lagði leitir og önnur eyjastörf, og
verðlaunaði síðan mannskapinn
með veisluföngum í verklok að
höfðingja sið. Veisludrykkurinn
Grindvíkingur var þar oftast á
borðum. Kvöldvökurnar voru
sem uppskeruhátíð, þar sem
gleðin ríkti og menn sungu af
hjartans lyst. Þegar heiðurshjón-
in höfðu sungið saman slagarann
um Tótu voru allir komnir með í
gleðina. Á góðum stundum sté
meistari Daddi á pall og flutti
lagið Ef ég væri ríkur. Einlægari
túlkun hafa fáir upplifað sem
ekki hafa tekið þátt í kvöldvöku í
Svefneyjum. Síðan færði Ólafur
Haukur Símonarson húsráðend-
um Svefneyjarlagið. Sá söngur
varð síðan eins konar þjóðsöngur
eyjamanna og sunginn við öll
möguleg tækifæri.
Alltaf gat Daddi gert eyja-
störfin að leik, sem allir tóku
virkan þátt í, einnig hinn stóri
vinahópur sem tíðum sótti eyj-
arnar heim. Ungmennin gerðu
stórátak í að halda eynni hreinni,
því þau vissu að í verklok yrði
haldin stór brenna með skemmti-
atriðum og söng inn í nóttina, eða
svo lengi sem lifði í glóðum.
Daddi vann mörg sundafrek í
eyjum, sem urðu eftirminnileg.
Flæðihætta er þar mikil og eitt
sinn hafði lamb orðið viðskila við
móður sína og er Daddi sá að það
var nær drukknun langt frá landi
afklæddi hann sig í skyndi og
synti út í skerið og kom með
lambið á baksundi í land.
Einhverju sinni varð það slys
er verið var að ferja vistir í eyjar
úti á eyjasundi að kassar af varn-
ingi fóru fyrir borð. Þessu gat
Daddi ekki unað og hélt í snatri í
björgunarleiðangur, en það er
minnisstætt að hann þurfti að
kafa fjórum sinnum eftir síðustu
baunadósinni.
Eitt sinn bauð hann vestfirsk-
um aflaskipstjóra í Svefneyjar,
en sá hafði tekið með sér laxanet
og vildi rannsaka laxagöngur
með eyjunum. Dagbjartur fylgd-
ist með félaga sínum frá landi.
Allt í einu sá Daddi einhverja
breytingu á félaganum og stóð þá
ekkert upp úr sjónum nema busl-
andi fætur. Daddi synti að slys-
staðnum og bjargaði félaga sín-
um, bauð síðan upp á Grindvíking
og hresstust báðir.
Margar skemmtilegar sögur
má segja af Dadda, sem lýsa hans
einstaka karakter, og einkennast
þær margar af frumlegum uppá-
tækjum, sem öll gerðu lífið
skemmtilegra.
Dagbjartur var ekki aðeins
mikill gleðigjafi heldur einnig
þægilegur, hlýr og góður félagi.
Við eigum hlýjar minningar
um góðan dreng, sem munu
fylgja okkur um ókomna tíð.
Hvíl í friði, góði vinur.
Hrefna og Þorsteinn.
Okkar fyrstu kynni af Dag-
bjarti voru þegar hann og pabbi
okkar og tengdapabbi keyptu
saman Svefneyjar á Breiðafirði
árið 1994, sem er sannkallaður
ævintýrastaður. Þegar við kom-
um þangað í fyrsta sinn fannst
okkur við loksins vera komin
heim.
Þær voru ófáar ferðirnar sem
voru farnar á vorin í dúnleit eða í
viðgerð á húsakosti á eyjunni
fögru.
Með fjölskyldunum tókust góð
vináttubönd, það var eins og við
værum blóðskyld.
Birna með ráðskonuhönd
tókst á við að matreiða ofan í
mannskapinn sem kominn var til
vinnu og Dagbjartur fór með fyr-
irlestur um hvernig maður ætti
að vinna og það fyrir mat sínum.
Við rifjum oft upp þegar við átt-
um okkar fyrstu máltíð með stór-
fjölskyldunni frá Grindavík, það
má segja að þar hafi ekki ríkt
nein lognmolla, við eigum við að
það var mikið fjör. Við vorum þá
rétt að kynnast þeim og það var
eins og við værum bara strax orð-
in hluti af fjölskyldunni. Menn
skutu hver á annan, ótrúlegar
sögur voru sagðar, það voru ekki
allir alltaf sammála en það var
mikið fjör og hlegið. Þegar máltíð
lauk þá gengu allir kátir frá borði
og þökkuðu Birnu fyrir góðan
mat. Í dag þökkum við fyrir það
að hafa fengið að upplifa að sitja
til borðs með Dagbjarti og eiga
samverustundir með honum og
hans skemmtilegu fjölskyldu úti í
Svefneyjum. Eftir kvöldmat var
að sjálfsögðu tekið í gítar og
nokkur lög sungin og þar söng
Dagbjartur hvað hæst og sagði
sögur.
Dagbjartur er nú farinn, það
er stórt skarð höggvið í stórfjöl-
skylduna frá Grindavík, hann var
sögumaðurinn, hann var stór-
söngvarinn, hann var límið, hann
var svo skemmtilegur. Við getum
sagt svo mikið um okkar sam-
verustundir en hann var umfram
allt ein sú skemmtilegasta mann-
eskja sem við höfum á ævi okkur
kynnst. Hann átti fáa sína líka og
við munum aldrei gleyma honum.
Takk fyrir kynnin, elsku Daddi
minn, við hittumst um síðir.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells)
Elsku Birna, Einar, Elín, Ei-
ríkur, Jón Gauti og Sigurbjörn og
fjölskyldur, missir ykkar er mik-
ill og biðjum við Guð að styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Hrefna, Arnar og börn,
Ingunn Alda, Hjálmar
og börn.
Það liggur í loftinu voru ein-
kunnarorð Dagbjarts Einarsson-
ar á fótboltaleikjum Grindavík-
urliðsins. Þessi setning mun lifa
og heiðra minningu um einstakan
mann.
Ég kynntist Dadda 1974 þegar
ég kom 18 ára gamall til Grinda-
víkur og réð mig á Grímseying
GK 605, þar var Dagbjartur for-
stjóri og einn af fjórum eigendum
Fiskaness hf.
Þetta er eina árið sem ég var
ekki viðriðinn fótbolta en mér
varð fljótlega ljóst að við áttum
hann að sameiginlegu áhugamáli.
Það eru forréttindi að hafa fengið
að vera samferða Dadda kringum
fótbolta í 42 ár. Það er eitthvað
sem ekki fæst keypt í búðarhillu,
aðeins hægt að upplifa. Fiskanes
hf. var stór styrktaraðili fótbolt-
ans og menningarlífs í Grindavík.
Daddi var Grindvíkingur af lífi
og sál og mætti á flesta leiki og
viðburði tengdafótboltanum í
Grindavík. Hann lét sig ekki
vanta við að tyrfa aðalvöllinn
haustið 2000, þá 64 ára gamall.
Mér er minnisstætt þegar við
vorum að spila við Hveragerði á
Grindavíkurvelli 1989 í síðustu
umferð og urðum að vinna stórt
til að fara upp úr 3. deildinni. Það
var suðaustanátt og rigning,
uppáhalds veður Dadda. Hann
var mættur í sjógalla til að hvetja
okkar menn og bað þá að spila
boltanum með jörðinni og leikur-
inn fór vel. Upp úr því hófst æv-
intýrið, úr neðstu deild og síðar
upp í efstu deild með viðkomu í
Evrópukeppni.
Það var stór stund þegar við
vígðum nýja stúku og aðalvöllinn
17. júní 2001 og spiluðum fyrsta
Evrópuleikinn, slógum út lið Vi-
lash frá Baku og spiluðum næst á
móti liði Basel frá Sviss. Við buð-
um Dadda með okkur út til Basel
þar sem við spiluðum vígsluleik á
nýjum velli Basel. Það var búið
að banna honum að taka með sér
heimatilbúið vín út svo hann
keypti þrjá pela af vodka í Leifs-
stöð til að hafa með sér. Þegar við
vorum að yfirgefa hótelið leit ég
við í herbergið hjá Dadda og sá
að hann var tilbúinn til heimferð-
ar en á borðinu stóðu tveir pelar
óuppteknir og ég spurði hvort
hann ætlað ekki að taka þá með
sér. Þá svaraði Daddi, „nei þetta
sjoppuvín tæki hann ekki með
heim“.
Í veislu kvöldið fyrir leik, sem
var haldin í kastala sem byggður
var um aldamótin 1400, voru
menn siðprúðir og lítið að gerast.
Þá segir Daddi: Eigum við ekki
að syngja fyrir þá eitt lag? Þar
með var tónninn gefinn, ógleym-
anlegt kvöld og allir skemmtu sér
vel. Sama kvöld hittum við hjón
frá Grindavík sem komu akandi
frá Noregi til að sjá leikinn og
það fannst Dadda stórmerkilegt
og var hrærður, þetta voru Guðni
Ölversson og Inga Erlingsdóttir.
Daddi var heiðursfélagi og
stuðningsmaður númer 1 hjá
Knattspyrnudeild UMFG og
fékk gullmerki KSÍ fyrir stuðn-
ing sinn við knattspyrnuna. Eig-
inkona hans, Birna Óladóttir, tók
virkan þátt í viðburðum með hon-
um hjá knattspyrnudeildinni. Ár-
ið 2002 voru þau hjón með okkur
á KSÍ-þingi og slógu í gegn sam-
an með lagi sem fylgdi þeim
ávallt, laginu um Tótu. Saman
eiga þau einstaka fjölskyldu sem
öll býr í Grindavík. Ég votta þeim
mína dýpstu samúð á erfiðum
tímum. Megi minning Dadda lifa.
Jónas Karl Þórhallsson,
formaður knatt-
spyrnudeildar UMFG.
Mín fyrstu kynni af Dagbjarti
voru þegar hann ásamt félögum
sínum í Fiskanesi kom á skrif-
stofu mína í Tryggingamiðstöð-
inni haustið 1965. Þeir félagar
tjáðu mér að þeir væru að kaupa
fiskiskipið Héðin frá Húsavík
sem tryggt væri hjá okkur og eft-
ir nokkrar viðræður tókust
samningar um að þeir myndu
reyna viðskiptin og tryggja skip-
ið áfram hjá okkur.
Þessi viðskipti þróuðust síðan
smátt og smátt í ómetanlega vin-
áttu við Fiskanesfólkið sem var-
að hefur alla tíð síðan og þá ekki
síst við þau Dagbjart og Birnu.
Að mörgu leyti var vart hægt að
hugsa sér menn með ólíkari bak-
grunn en okkur Dagbjart, hann
algjört náttúrubarn sem lært
hafði flest sem þurfti að læra í
skóla lífsins, naut sín best í sveit
með rollum eða úti á sjó í baráttu
við að ná í þann gula en ég vernd-
að borgarbarn sem lært hafði af
bókinni eftir forskrift skólakerf-
isins og aldrei verið í sveit eða á
sjó farið. En eitt áttum við Dag-
bjartur sameiginlegt og það var
áhuginn á fótbolta. Hann var
reyndar, áður en Grindvíkingar
urðu úrvalsdeildarlið í knatt-
spyrnu, gallharður stuðnings-
maður Skagamanna og Man-
chester United í enska boltanum.
Ég var hins vegar KR-ingur í húð
og hár og hélt með Tottenham
Hotspur. Ekkert af þessu kom
hinsvegar í veg fyrir vináttu okk-
ar.
En nú er komin kveðjustund.
Hans hvella og skæra rödd sem
gladdi alla sem til hans heyrðu er
þögnuð. Dagbjartur var einstak-
ur persónuleiki og engum öðrum
líkur. Hann var einlægur og
hreinskilinn og kom eins fram við
alla, jafnt háa sem lága. Það var
dýrmætt að fá að eiga margar
gleðistundir með þeim Dagbjarti
og Birnu og vegna þeirra minn-
inga get ég sagt með sanni það
sem Dagbjartur söng svo oft af
lífi og sál: „Í dag er ég ríkur.“
Elsku Birna, við Hilda sendum
þér og fjölskyldu hugheilar sam-
úðarkveðjur, minningin um góð-
an dreng mun lifa.
Gunnar Felixson.
Það er gæfa hvers manns að
eignast góða samferðamenn um
skemmri og lengri tíma. Fátt gef-
ur lífinu meira gildi en þeir já-
kvæðu og uppbyggilegu straum-
ar sem góð samskipti leiða af sér.
Við áttum báðir því láni að
fagna að starfa með Dagbjarti
Einarssyni um margra ára skeið
og þar bar aldrei skugga á. Dag-
bjartur var formaður stjórnar
SÍF, Sölusambands íslenskra
fiskframleiðenda, um árabil og
vorum við hvor á eftir öðrum
framkvæmdastjórar þar undir
hans stjórn.
Aðrir munu vafalaust fjalla um
sjómanns- og útgerðarsögu Dag-
bjarts, sem var bæði merk og
löng. Okkur er efst í huga þakk-
læti til Dagbjarts fyrir einstak-
lega farsæla leiðsögn í oft flókn-
um úrlausnum. Hann hlustaði
betur en margir aðrir og setti sig
vel inn í þau mál sem til umfjöll-
unar voru. Af hógværð lagði
hann jafnan gott til málanna og
sá oft annan vinkil á verkefninu
en aðrir. Þegar sannfæring hans
réttlætti það var hann býsna
fastur fyrir, en samningamaður
fram í fingurgóma. Alls þessa
naut SÍF í starfi hans fyrir þessi
merku sölusamtök saltfiskfram-
leiðenda.
Við minnumst einnig fjöl-
margra bráðskemmtilegra atvika
af fundum okkar og ferðalögum.
Dagbjarti var í blóð borið að sjá
skondnu hliðarnar á tilverunni,
þótt oftast væri stutt í alvöruna.
Tilsvör hans, oft tengd dýrum
málsháttum eða hæfilegum útúr-
snúningi á því sem heita máttu
staðreyndir, brugðu gjarnan
hlýjum bjarma á hversdagsleik-
ann, því „molar eru líka brauð“.
Ógleymanleg voru tilþrifin á
söng- og leiksviðinu þegar hann
af innlifun söng og túlkaði Fiðl-
arann á þakinu eða þau Birna
fóru saman á kostum við flutning
„Tótu“. Þar skein í gegn maður-
inn Dagbjartur, sannur sjálfum
sér. Hispursleysið og gleðin
fengu svo oft að njóta sín í fari
hans. Dagbjartur fór ekki í
manngreinarálit og kom til dyr-
anna eins og hann var klæddur.
Við vottum Birnu og stórum
hópi afkomenda þeirra samúð
okkar.
Friðrik Pálsson,
Magnús Gunnarsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON
blaðamaður,
Kópavogstúni 5,
lést á hjartadeild Landspítalans mánu-
daginn 23. október. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 1. nóvember
klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja
minnast hans láti líknarfélög njóta þess.
Sigurrós Sigurðardóttir
Kristjana Rós Þorbjörnsd. Örn Jóhannsson
Guðmundur Þorbjörnsson Jóhanna Björk Briem
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÁGÚST JÓHANNSSON
húsgagnasmiður,
Smárarima 26, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans 19. október.
Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 1. nóvember klukkan 15.
Blóm og kransar afþakkað. Þeim sem vilja minnast hins látna er
bent á líknar- og hjálparstofnanir.
María Haraldsdóttir
Ólafía Ágústsdóttir
María Ágústsdóttir Guðjón Hauksson
Anna Ágústsdóttir Andrés Magnússon
og afabörn
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og
mágur,
EGGERT W. NIELSEN,
verkamaður,
Seljavegi 15, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 23. október.
Hann verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 31.
október klukkan 13.
Hans O. Nielsen
Helgi A. Nielsen Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir
Ragnheiður K. Nielsen Sigurður Ólafsson