Morgunblaðið - 30.10.2017, Síða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017
Vilhelm Ágústsson heldur uppá 80 ára afmælið sitt í dag íReykjavík með fjölskyldu
sinni og flýgur á morgun til Orlando
þar sem þau hjónin eiga hús með
vinafólki.
Vilhelm fæddist á Þórshöfn á
Langanesi og ólst þar upp til 10 ára
aldurs. Þar var gott að vera fyrir at-
hafnasama stráka. Fjölskyldan flutt-
ist síðan til Akureyrar þar sem betri
skilyrði voru til menntunar. For-
eldrar hans voru Ágúst Steinsson
bókhaldari hjá KEA og Helga
Ágústsdóttir húsmóðir. Þeir eru
fimm bræðurnir; Baldur, Vilhelm
Birgir, Skúli og Eyjólfur.
Vilhelm varð gagnfræðingur árið
1954 frá Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar. Að námi loknu starfaði hann
hjá KEA við verslunarstörf. Nítján ára gamall fluttist hann til New York
í Bandaríkjunum á vegum Scandinavian American Foundation. Þar
bæði starfaði hann og lærði uppsetningu kjörbúða sem um þetta leyti
voru að byrja á Íslandi. Eftir tveggja ára búsetu erlendis hélt hann heim
og hóf störf fyrir KEA, fyrst sem útibússtjóri og síðan sem eftirlits-
maður matvörubúða og útibúa KEA.
Árið 1966 hófu bræðurnir Vilhelm, Birgir og Skúli útleigu á bílum
sem var fyrsti vísir að Bílaleigu Akureyrar. Um svipað leyti tóku þeir
við rekstri þriggja bensínstöðva af Olíufélaginu. Bílaleigan opnaði fljót-
lega útibú í Reykjavík sem elsti bróðirinn Baldur stýrði. Hinn 1. apríl
1974 var fyrirtækið Höldur stofnað utan um þann rekstur sem bræð-
urnir voru búnir að stofna til auk reksturs bílaverkstæðis og bílasölu
með nýja og notaða bíla. Í apríl 2003 skipti fyrirtækið um eigendur þeg-
ar bræðurnir seldu félagið til nokkurra lykilstarfsmanna sinna.
Vilhelm starfaði mikið með skátunum á unglingsaldri. Seinna tóku
vélsleðarnir við og var hann í hópi frumkvöðla í hálendisferðum að vetr-
arlagi þar sem notast var við þessa tiltölulega nýtilkomnu farskjóta.
Hann var einn af stofnendum Landssambands íslenskra vélsleðamanna
(LÍV) og fyrsti formaður þess. Hann ferðaðist mikið um hálendi Íslands
bæði sumar og vetur og hefur alla tíð haft dálæti á ferðalögum hvort
heldur innanlands eða utan.
Árið 1961 kvæntist hann Eddu Vilhjálmsdóttur frá Hjalteyri, dóttur
Vilhjálms Árnasonar skipstjóra og Svanhildar Sigmundsdóttur hús-
móður. Þau eiga tvö börn og fjögur barnabörn. „Ég er þakklátur á þess-
ari stundu,“ segir Vilhelm. „Ég á góða fjölskyldu, góða vini og er við
góða heilsu. Það er ekki hægt að biðja um meira.“
Afmælisbarnið Vilhelm.
Er þakklátur á
þessari stundu
Vilhelm Ágústsson er áttræður í dag
K
olbrún Káradóttir
fæddist á Selfossi
30.10. 1967 og hefur
búið þar lengst af.
Hún var í grunnskól-
anum þar, FSU og lauk stúdents-
prófi 1986: „Ég er Selfyssingur í
húð og hár en langafi minn byggði
Sóltún sem var fyrsta húsið á Sel-
fossi, eftir Tryggvaskála. Á
bernskuárum mínum þekktu allir
alla á Selfossi og stutt í alla þjón-
ustu. Ég var mikið í handbolta og
badminton, lærði á píanó í mörg ár
og söng í kór frá 10 ára aldri. Árin í
fjölbraut voru afar skemmtileg,
snérust einkum um kórinn og fé-
lagsskap í kringum hann enda
ógleymanleg fyrsta utanlandsferðin
mín, farin með kórnum til Dan-
merkur og Svíþjóðar 1986.“
Kolbrún vann í fiski á Stokkseyri
og Eyrarbakka á unglingsárunum, í
garðyrkju og síðan hjá Kaupfélagi
Árnesinga á sumrin og í jólafríum
þar til hún fór til Reykjavíkur 1987.
Í Reykjavík starfaði Kolbrún við
Verslunarbankann fram á haust
1989, hóf þá nám í lífeindafræði í
Tækniskóla Íslands og útskrifaðist
haustið 1992. Hún hóf þá störf á
Rannsóknastofunni í Fossvoginum
en fjölskyldan flutti á Selfoss haust-
ið 1994 er Kolbrún var í fæðingar-
orlofi. Hún hóf störf á Rannsóknar-
stofunni á Sjúkrahúsinu Selfossi í
ársbyrjun 1998, varð yfirlífeinda-
fræðingur á rannsóknastofunni í
ársbyrjun 2000 og hefur gegnt
þeirri stöðu síðan.
„Rannsóknartæknin hefur þróast
feikilega frá því ég hóf störf í fag-
inu, ekki síst tölvuvæðingin en frá
2009 höfum við verið samtengd
tölvukerfi LSH og notum því að
mestu sömu rannsóknaraðferðir þó
að okkar tæki séu aðeins smærri í
sniðum.“
Kolbrún var ritari í stjórn og í
samninganefnd Félags lífeindafræð-
inga 2003-2006 og í fagráði fyrir líf-
eindafræði á námsárunum.
Stórfjölskylda Kolbrúnar hittist
reglulega á bænum Hlíð í Grafn-
ingnum sem foreldrar hennar eiga,
Kolbrún Káradóttir lífeindafræðingur – 50 ára
Fjölskyldan Kolbrún og Magnús með dætrum, syni, tengdasonum og fjölskylduljósinu honum Eyvindi Áka.
Sunnlendingur sem
syngur og hjólar
Í Pont du Gard Kolbrún og Magnús.
Hafdís Marvinsdóttir, Katla Andradóttir og Sóley Andradóttir héldu tombólu
fyrir utan Hagkaup í Garðabæ þar sem þær seldu perlið sitt. Þar söfnuðu þær
21.911 kr. sem þær gáfu Rauða krossinum.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
VIFTUR
Í MIKLU ÚRVALI
Það borgar sig að nota það besta!
• Bor›viftur
• Gluggaviftur
• I›na›arviftur
• Loftviftur
• Rörablásarar
• Ba›viftur
• Veggviftur
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is