Morgunblaðið - 30.10.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.10.2017, Qupperneq 31
ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 2017 en þær systurnar eru miklar vin- konur. Hún er í þremur sauma- klúbbum og frænkuklúbbi, þau hjónin hafa verið í samkvæmisdansi í rúm 15 ár og eru nýkomin úr ferð með danshópnum til Varsjár. Kolbrún hefur sungið með Jóru- kórnum, kvennakór á Selfossi, frá 1997. Hún hefur hjólað í hjólahóp Sjúkrahússins á Selfossi: „Þær þóttu ekki alveg í lagi konurnar á sjúkrahúsinu þegar þær ákváðu fyr- ir 23 árum að hjóla frá Selfossi á Hvolsvöll á einum degi. Síðan hefur hópurinn farið árlega í hjólaferðir og Kolbrún fór í sína fyrstu hjóla- ferð erlendis núna í september þeg- ar hún gaf sjálfri sér í afmælisgjöf hjólaferð um Provence-hérað í Suð- ur-Frakklandi. Eiginmanninum var að sjálfsögðu boði með og ferðirnar eiga líklega eftir að verða fleiri. Kolbrún verður ekki með mikið tilstand í tilefni afmælisins en aldrei að vita hvað hún gerir í vor. En nán- ustu fjölskyldu verður boðið í Grafninginn um næstu helgi. Fjölskylda Eiginmaður Kolbrúnar er Magn- ús Ólason, f. 5.10. 1964, bygginga- tæknifræðingur og framkvæmda- stjóri Fossvéla á Selfossi. Foreldrar hans eru Halldóra Valgerður Steinsdóttir, f. 6.3. 1939, dagmóðir í Reykjavík, og m.h., Óli Karló Olsen, f. 28.4. 1935, slökkviliðsmaður. Börn Kolbrúnar og Magnúsar eru 1) Guðrún Björk, f. 20.2. 1986, (stjúpdóttir) starfar á Ljósmynda- stofunni Stúdíó Stund en maður hennar er Gunnar Óli Guðjónsson landslagsarkitekt og er sonur þeirra Eyvindur Áki, f. 2015; 2) Laufey Ósk, f. 12.1. 1988, ljósmyndari á Stúdíó Stund en maður hennar er Guðmundur Kristinn Sigurðsson, verslunar- og þjónustustjóri Toyota á Selfossi; 3) Viktor Elís, f. 19.8. 1994, starfsmaður hjá JÁ Verktök- um, og 4) Halldóra Íris, f. 27.1. 1996, starfsmaður á leikskólanum Árbæ. Systur Kolbrúnar: Jóhanna Guð- rún, f. 4.2. 1964, lífeindafræðingur og hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; Halldóra, f. 3.3. 1965, skrifstofu- stjóri á fjármálaskrifstofu Reykja- víkurborgar, og Helena Ragnhildur, f. 14.9. 1969, tónmenntakennari og bókari í Reykjavík. Foreldrar Kolbrúnar eru Guð- borg Bjarnadóttir, f. 17.11. 1940, bókavörður á Selfossi, og m.h., Kári Jónsson, f. 6.1. 1944, framkvæmda- stjóri Fossvéla á Selfossi. Kolbrún Káradóttir Gísli Brynjólfsson b. á Haugi Kristín Jónsdóttir húsfr. á Haugi í Gaulv.bæjarhr. Jón Gíslason b. á Eystri-Loftsstöðum Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir húsfr. á Eystri-Loftsstöðum Gaulverjabæjarhr., síðar í Rvík Kári Jónsson framkv.stj. á Selfossi Kristján Ólafsson b. og trésmiður í Sigtúnum og Bár í Hraungerðishr. Kristjana Jóakimsdóttir frá Norðurbænum, Selfossi, húsfreyja í Sigtúnum, Selfossi Kristjana Kristjánsdóttir húsfr. í Rvík Gróa Guðjónsdóttir húsfr. í Rvík Elín Guðjónsdóttir húsfr. á Sandlæk Sigríður Tómasdóttir frá Brattholti sem barðist gegn virkjun Gullfoss Gísli Gíslason verslunarm. í Rvík Jóhanna Guðmundsdóttir tónlistarkennari og skólastj. í Stykkishólmi Trausti Valsson arkitekt, skipulagsfr. og prófessor við HÍ Loftur Erlingsson söngvari, tónlistar- kennari og kórstjóri Erlingur Loftsson b. á Sandlæk Valgerður Bjarnadóttir aðstoðarm. iðjuþjálfa, Rvík Helga Kristinsdóttir sjóntækja- fræðingur, Rvík Berglind Kristinsdóttir iðjuþjálfi, Rvík Bryndís Brynjólfsdóttir verslunarm. í Lindinni, Selfossi Guðrún Þórunn Ingimundardóttir lífeindafr. í Rvík Guðmundur Jónsson járnsmiður og framkv. stj. á Selfossi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrv. borgarstjóri og ráðherra og nú framkv.stj. ODIHR Brynjólfur Gíslason veitingam. í Tryggvaskála á Selfossi Sigrún Guðmundsdóttir framkv.stj. Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands, Selfossi Guðjón Jónsson b. í Unnarholti Elínborg Pálsdóttir húsfr. í Unnarholti Bjarni Guðjónsson b. í Unnarholti, síðar á Selfossi Halldóra Þorsteinsdóttir húsfr. í Unnarholti í Hrunam.hr., síðar Selfossi Þorsteinn Jónsson b. á Drumboddsstöðum Guðrún Tómasdóttir frá Brattholti, húsfr. á Drumboddsstöðum í Biskupstungum Úr frændgarði Kolbrúnar Káradóttur Guðborg Bjarnadóttir bókavörður á Selfossi Ólafur Gísli Guðmundssonfæddist 30. október 1907 aðTröð í Kolbeinsstaðahreppi, Hnapp. Foreldrar hans voru Guð- mundur Tómas Eggertsson, bók- bindari og bóndi þar, síðar verka- maður í Reykjavík, og k.h. Pálína Matthildur Sigurðardóttir ljósmóðir. Gísli varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík, hann hóf nám í rafmagnsverkfræði í Winnipeg í Kanada 1928, en hvarf frá því námi í kreppunni 1930. Hann tók námskeið í vörufræði hjá J.E. Vestdal 1939- 1941 og síðar í sömu fræðum í Eng- landi og Bandaríkjunum. Gísli stundaði margs konar störf í Kanada 1928-38, var tollvörður í Reykjavík 1939-55 og starfaði við Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna 1955-64. Hann var stundakennari við Verzlunarskóla Íslands frá 1952, kenndi vörufræði og síðar ensku, og var fastur kennari þar 1968-78. Hann var fararstjóri og leiðsögu- maður innanlands og utan 1945- 1981. Gísli var formaður Samkórs Reykjavíkur í sex ár, formaður Landssambands blandaðra kóra í sjö ár, formaður Félags Snæfellinga og Hnappdæla í átta ár og formaður stjórnar Nemendasambands MR í átján ár. Hann sat í stjórn Tollvarða- félags Íslands í fimm ár og var ritari Þjóðræknisfélags Íslendinga í sjö ár. Gísli samdi kennslubók í vöru- fræði og skrifaði um ökuleiðir um Ís- land í Ferðahandbókinni. Hann hélt fjölda fyrirlestra um Ísland og ís- lensk málefni og skrifaði dálka um ferðamál í dagblöð og tímarit. Kona Gísla var Ingibjörg Jóns- dóttir húsmæðraskólakennari, f. 1915, d. 1997, þau skildu. Börn þeirra: Jón Halldór, Brandur, Guð- mundur, Atli, Ásmundur og Guðrún. Sambýliskona Gísla var Nanna Magnúsdóttir, f. 1915, d. 1980, verk- stjóri, og sambýliskona Gísla þegar hann lést var Anna M. Guðjóns- dóttir, f. 1928, d. 2015, húsvörður í Álftamýrarskóla. Gísli lést 29. desember 1989. Merkir Íslendingar Gísli Guð- mundsson 90 ára Hörður Björnsson 85 ára Anna Jóhanna Oddgeirs Bjarni Einarsson Hákon Arnar Jónsson 80 ára Haukur F. Leósson Steinþóra Ingimarsdóttir Vilhelm Ágústsson 75 ára Anna Lísbet Axelsdóttir Ásgeir Jóhannes Axelsson Helga Haraldsdóttir Marsibil Jóna Tómasdóttir Ólafía Ásthildur Sveinsdóttir Pálína Esther Guðjónsdóttir Sigrid E. Guðmundsdóttir Hammer 70 ára Gertha Germain Guðmundur Björn Kristmundsson Ingibjörg Ólína Hafberg Karólína Árnadóttir Kristinn Ágústsson Magdalena Kristinsdóttir Vilhjálmur Svanberg Arngrímsson 60 ára Gísli Valgeirsson Gunnhildur J. Brynjólfsdóttir Haraldur M. Kristjánsson Kristinn Guðmundsson Marta Sigvaldadóttir Salvör Jóhannesdóttir Sesselja Björnsdóttir Sigurður Aðalsteinsson Stefán Snorri Stefánsson Særún Þorláksdóttir 50 ára Bente Hansen Danuta Miekiszewska Elínborg Íris Samúelsdóttir Gísli Valdimarsson Guðbjörg Ása Gylfadóttir Gunnar Þór Jóhannesson Jun Zheng Kolbrún Káradóttir Kristján Þórisson Kristrún Linda Björnsdóttir Krzysztof Dzedzej Ruth Guðmundsdóttir Sigrún Hulda Sæmundsdóttir Sigurður Kristján Salmannsson Sigurjón Eðvarð Karlsson Tomasz Kazimierz Drapala Ægir Jóhannesson 40 ára Hrafnhildur Stefánsdóttir Joana de Castro Lobo Vilhena Jón Þröstur Jónsson Linda Hrönn Guðnadóttir Ólöf Elsa Björnsdóttir Sonia Matilde Petros Contreras Thi Thu Huong Dang 30 ára Angus Jon Rocca Ingvar Gíslason John Arnar Sveinbjörnsson Jóhanna Hauksdóttir Nathaniel Doyle Muncie Sigrún Erla Karlsdóttir Til hamingju með daginn 50 ára Sigurjón ólst upp á Skagaströnd en býr á Sauðárkróki. Hann er húsasmíðameistari hjá Trésmiðjunni Borg. Maki: Steinunn Svava Fjólmundsdóttir, f. 1971, sjúkraliði á HSN. Börn: Arnar Freyr, f. 1992, og Kristófer Dagur, f. 2000. Foreldrar: Karl Lúðvíks- son, f. 1951, og Anna Bára Sigurjónsdóttir, f. 1948. Þau eru bús. í Varmahlíð. Sigurjón Eðvarð Karlsson 30 ára Sigrún býr í Kópa- vogi, er fædd þar og upp- alin. Hún er listamaður og myndskreytir barnabæk- ur og er einnig stuðnings- fulltrúi í grunnskólum. Maki: Tyggvi Níelsson, f. 1983, kerfisfræðingur hjá Tern Systems. Foreldrar: Karl Jónsson, f. 1948, rútubílstjóri og fv. sérkennslukennari og Katrín Valgerður Karls- dóttir, f. 1961, keramik- listamaður og leikskólak. Sigrún Erla Karlsdóttir 40 ára Joana er frá Lissabon í Portúgal en fluttist til Íslands árið 2007 og býr í Reykjavík. Hún gekk í háskóla í Lissabon, en lauk ekki námi. Hún vinnur sjálf- stætt við heimaþjónustu. Börn: Hartmann Rafael, f. 2011. Foreldrar: Joaquim Vil- hena, f. 1949, og Maria Claudia de Castro Lobo, f. 1951. Þau eru búsett í Lissabon. Joana de Castro Lobo Vilhena mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón CANGURO LEÐUR VETRARSKÓR 12.995 ST. 36-46

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.