Fréttablaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 43
Jón Axel er þraut- seigur, óttalaus og fljótur að læra. Hann er frábær liðsfélagi og er að verða leiðtogi. Bob McKillop Allir sem kaupa stillanlegt rúm í Dorma meðan á HM í Rússlandi stendur* lenda í potti og geta unnið 65’’ UHD snjallsjónvarp frá Samsung að verðmæti 199.995 kr. Dregið verður 12. júlí og vinningshafinn getur horft á útslitin í nýju sjónvarpi. HM-LEIKUR DORMA *Leikurinn stendur yfir fram yfir undanúrslit. Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–17 Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi) www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði Gerðu gott mót betra með DORMA ÁFRAM ÍSLAND OP IÐ Á SU NN UD ÖG UM Í DO RM A SM ÁR AT OR GI www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN C&J stillanleg rúm: • Inndraganlegur botn • 2x450 kg lyftimótorar • Tvíhert stál í burðargrind • Hliðar- og enda stopparar • Hljóðlátur mótor sem ekki þarfnast viðhalds Þú getur valið um tvennskonar stillanlega botna Perfect T Perfect T stillanlegt: • Þráðlaus fjarstýring • USB tengi • Nudd • LED lýsing • Tveir hljóðlátir mótor ar 15% AFSLÁTTUR af Perfect T TILBOÐ DORMA verð Alltaf Dorma býður fjórar tegundir heilsudýna sem sérstaklega eru ætlaðar í stillanleg rúm SHAPE nú með 30% afslætti með stillanlegum botni SHAPE DELUXE nú með 30% afslætti með stillanlegum botni INFINITY nú með 20% afslætti með stillanlegum botni SIMBA alltaf á DORMAVERÐI með stillanlegum botni KA - Víkingur R. 4-1 1-0 Archange Nkumu (33.), 2-0 Ásgeir Sigur- geirsson (37.), 3-0 Hallgrímur Jónasson (54.), 3-1 Alex Freyr Hilmarsson (68.), 4-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson (79.). ÍBV - KR 2-0 1-0 Felix Örn Friðriksson (9.), 2-0 Sigurður Arnar Magnússon (11.). Breiðablik - Stjarnan 0-1 0-1 Hilmar Árni Halldórsson, víti (57.). Þrír leikir fara fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Fjölnir fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn, Fylkir sækir Grindavík heim og FH og Keflavík eigast við í Kaplakrika. Nýjast Pepsi-deild karla Keflavík - ÍBV 2-3 0-1 Shameeka Fishley (7.), 0-2 Díana Helga Guðjónsdóttir (11.), 0-3 Sigríður Lára Garðarsdóttir (32.), 1-3 Sveindís Jane Jóns- dóttir (58.), 2-3 Sophie Groff (64.). Valur - FH 4-1 1-0 Crystal Thomas (20.), 2-0 Guðrún Karítas Sigurðardóttir (42.), 3-0 Thomas (49.), 4-0 Guðrún Karítas (64.), 4-1 Marjani Hing-Glover, víti (84.). Þór/KA - Stjarnan 0-2 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (18.), 0-2 Birna Jóhannsdóttir (39.). Í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna mætast Fylkir og ÍBV, Valur og Grindavík, Sel- foss og Stjarnan og ÍR og Breiðablik. Mjólkurbikar kvenna Stephen Curry er frægasti lærisveinn Bobs McKillop. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Bob McKillop kannast ágætlega við sig á Íslandi. Hann kom fyrst til landsins fyrir 20 árum og um helgina var hann aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ. Hann hefur fylgst með uppgangi íslenska karla­ landsliðsins og síðustu tvö ár hefur hann þjálfað Jón Axel Guðmunds­ son hjá Davidson, þar sem hann hefur stýrt í 29 ár. Þjálfaraferilinn nær yfir alls 46 ár. „Ég hef notið þessarar reynslu, þetta er yndislegt land og körfu­ boltinn hérna er mjög góður,“ sagði McKillop þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hann að máli á dögunum. „Ég hef ágætis sambönd hér á landi og okkur tókst að næla í Jón Axel sem hefur verið frábær fyrir okkur síðustu tvö ár,“ sagði McKill­ op enn fremur. Hann segist hafa augastað á nokkrum íslenskum leikmönnum en reglur NCAA kveði skýrt á um að hann megi ekki greina frá því opinberlega hverjir það eru. Ljóst er að McKillop hefur miklar mætur á Jóni Axel sem átti afar gott tímabil með Davidson í vetur og átti stóran þátt í að liðið komst í úrslita­ keppni háskólaboltans, hið svokall­ aða Marsfár. Þar mætti Davidson stórliði Kentucky og tapaði naum­ lega, 78­73. Jón Axel fór mikinn í leiknum, setti niður sex þriggja stiga körfur og var stigahæstur í liði Davidson með 21 stig. „Hann er einn mesti nagli sem ég hef þjálfað. Hann er þrautseigur, óttalaus og fljótur að læra. Hann er frábær liðsfélagi og er að verða leiðtogi,“ sagði McKillop og bætti við Jón Axel hafi bætt sig mikið sem skytta. „Frammistaða hans í leiknum gegn Kentucky er vitnis­ burður um það. Hann hefur unnið mikið í skotinu sínu og ég veit, með hans vinnuframlagi, að hann á bara eftir að verða betri.“ McKillop segir að það hafi verið frábært að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. Leiðin þangað hafi þó ekki verið greið. „Við þurftum að sigrast á miklu mótlæti. Við fórum rólega af stað en enduðum tímabilið vel. Jón Axel átti stóran þátt í því og leyfði okkur aldrei að slaka á eða hengja haus,“ sagði McKillop. Langþekktasti leikmaður sem hann hefur þjálfað, og sá lang­ þekktasti í sögu Davidson, er Steph­ en Curry, leikmaður NBA­meistara Golden State Warriors. Curry lék með Davidson í þrjú ár. Á síðasta ári sínu hjá Davidson komust Curry og félagar í 8­liða úrslit úrslitakeppn­ innar. „Hann hefur mikla persónutöfra og gleðin er allsráðandi þegar hann spilar. Hann leggur gríðarlega hart að sér og verður bara betri og betri. Og hann er frábær liðsfélagi. Ég er mjög stoltur af honum og hann heldur því á lofti að hann sé fyrr­ verandi leikmaður Davidson,“ sagði McKillop um Curry. Þeir eru enn í góðu sambandi og Curry kemur stundum á leiki hjá Davidson. Curry og félagar í Golden State keppa þessa dagana í úrslitum NBA þar sem þeir mæta Cleve­ land Cavaliers, fjórða árið í röð. Golden State vann titilinn 2015 og 2017 og flestir búast við því að þeir hafi betur í ár. „ Ég s t y ð hann að sjálf­ sögðu en þú getur aldrei g e n g i ð a ð n e i n u v í su þegar LeBron James er í hinu liðinu. Hann er svo stórkostlegur leikmaður,“ sagði McKillop sem verður viðstaddur fimmta leik Golden State og Cleveland, þ.e. ef einvígið fer í svo marga leiki. Þrátt fyrir að McKil­ lop verði 68 ára í júlí seg­ ist hann eiga nóg eftir. „Ég hef engar áætlanir um að hætta að þjálfa. Mér finnst þetta gaman og krakkarnir veita mér innblástur.“ ingvithor@frettabladid.is Einn mesti nagli sem ég hef þjálfað Bob McKillop, þjálfari körfuboltaliðs Davidson há- skólans, var aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði hér á landi um helgina. Hann hefur þjálfað Jón Axel Guð- mundsson síðustu tvö ár og ber honum vel söguna. Jón Axel Guð- mundsson er lykilmaður í liði Davidson. NORDICPHOTOS/ GETTY S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I ÐM Á N U D A G U R 4 . J Ú N Í 2 0 1 8 0 4 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F C -3 8 C 4 1 F F C -3 7 8 8 1 F F C -3 6 4 C 1 F F C -3 5 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.