Fréttablaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 12
Framtíð íslenskrar peningastefnu Forsætisráðuneytið býður til ráðstefnu á Grand hótel miðvikudaginn 6. júní kl.8:30-12:00 um Dagskrá: 8:30-8:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fundinn 8:45-9:30 Ásgeir Jónsson, formaður nefndar um endurskoðun á ramma peningastefnu kynnir niðurstöður nefndarinnar Erlendir sérfræðingar gera grein fyrir sinni ráðgjöf til stjórnvalda: 9:30 - 9:50 Kristin J. Forbes, prófessor við MIT-háskóla 9:50-10:15 Kahlé 10:15-10:35 Patrick Honohan, fyrrum seðlabankastjóri Írlands 10:35-10:55 Sebastian Edwards, prófessor við UCLA háskóla 10:55-11:15 Fredrik N. G. Andersson og Lars Jonung, prófessorar við Háskólann í Lundi 11:15-12:00 Pallborð með Ásgeiri Jónssyni og erlendum sérfræðingum Fundarstjóri er Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur Aðgangur er ókeypis Skráning á stjornarradid.is/peningastefna 4 . J Ú N Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Frederik Schram Aldur: 23 ára Staða: Markvörður Félag: Roskilde Landsleikir: 4/0 12Stjarnan upp í 4. sætið eftir sigur í Kópavoginum Hetjan Hilmar Árni Stjarnan gerði góða ferð í Kópavoginn og vann 0-1 sigur á Breiðabliki í gær. Hilmar Árni Halldórsson skoraði eina mark leiks- ins úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Með sigrinum komst Stjarnan upp í 4. sæti Pepsi-deildarinnar en Breiðablik en enn á toppnum þrátt fyrir að hafa ekki unnið í fjórum leikjum í röð. Mikil spenna er í Pepsi-deildinni en aðeins þremur stigum munar á liðinu í 1. og 8. sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Líkt og gegn Tékklandi á miðvikudaginn byrjaði Ísland leikinn gegn Danmörku í Horsens í fyrradag skelfilega. Danir komust í 6-1 og eftir 17 mínútur var staðan 10-4, danska liðinu í vil. Sami munur var á liðunum í hálfleik, 12-6. Frammistaða íslenska liðsins í seinni hálfleik var allt önnur og betri. Vörnin var mjög sterk og Danir áttu í mestu vandræðum með hana og skoruðu ekki í um 10 mínútur um miðbik seinni hálfleiks. Íslendingar minnkuðu muninn í tvö mörk, 16-14, en þá gáfu Danir aftur í og náðu yfirhöndinni. Á endanum munaði svo sjö mörkum á liðunum, 24-17. Ísland fékk aðeins eitt stig í sex leikjum í undankeppni EM og endaði á botni síns riðils. „Við byrjuðum illa og vorum ekki nógu grimmar. En þegar við hættum að bera of mikla virðingu fyrir þeim fór þetta að ganga vel. Ég er gríðar- lega sáttur með vörnina síðustu 50 mínúturnar í leiknum,“ sagði lands- liðsþjálfarinn Axel Stefánsson við Fréttablaðið. „Þær voru í vandræðum með vörnina okkar og fóru í sjö á móti sex. Það voru virkilega góðir kaflar í varnarleiknum. Svo náðum við nokkrum góðum hraðaupphlaup- um, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Axel dreifði spiltímanum í leikn- um og leikmenn sem hafa minna fengið að spila í undankeppninni fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína. Má þar m.a. nefna Lovísu Thompson og Evu Björk Davíðs- dóttur. „Ég var ánægður með fram- lag leikmanna. Við vissum að við værum að fara í tvo leiki á stuttum tíma og ákváðum að nýta breidd- ina. Mér fannst leikmenn svara vel,“ sagði Axel sem tók við íslenska landsliðinu fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir rýra uppskeru er Axel ekki af baki dottinn. „Nú er að halda uppbyggingunni í varnarleiknum áfram. Svo þurfum við að verða betri í sóknarleiknum. Leikmennirnir þurfa að nota sumar- ið til að verða enn sterkari og vinna í sínum einstaklingsmarkmiðum. Svo tekur við ný undankeppni í haust. Við þurfum að taka þessa góðu kafla í vörninni með okkur þangað,“ sagði Axel að lokum. Ísland mætir Japan í vináttu- landsleik í Danmörku í dag. Liðin mætast svo aftur á miðvikudaginn. ingvithor@frettabladid.is Virkilega góðir kaflar í varnarleiknum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lauk leik í undankeppni EM 2018 með sjö marka tapi, 24-17, fyrir sterku dönsku liði í Horsens á laugardaginn. Ís- lenski varnarleikurinn var heilt yfir góður í leiknum. Undankeppni EM 2018 Danmörk 24-17 Ísland (12-6) Mörk Íslands Steinunn Björns- dóttir 3, Arna Sif Pálsdóttir 3/2, Þór- ey Rósa Stefánsdóttir 2, Steinunn Hansdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Ragnheiður Júlíusdóttir 1, Helena Rut Örvarsdóttir 1, Eva Björk Dav- íðsdóttir 1, Díana Dögg Magnús- dóttir 1, Hafdís Renötudóttir 1. Varin skot: Hafdís Renötudóttir 8. Ég er gríðarlega sáttur með vörnina síðustu 50 mínúturnar í leiknum. Axel Stefánsson 0 4 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F C -4 C 8 4 1 F F C -4 B 4 8 1 F F C -4 A 0 C 1 F F C -4 8 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.