Fréttablaðið - 04.06.2018, Side 12
Framtíð íslenskrar
peningastefnu
Forsætisráðuneytið býður til ráðstefnu
á Grand hótel miðvikudaginn 6. júní kl.8:30-12:00 um
Dagskrá:
8:30-8:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fundinn
8:45-9:30 Ásgeir Jónsson, formaður nefndar
um endurskoðun á ramma peningastefnu
kynnir niðurstöður nefndarinnar
Erlendir sérfræðingar gera grein fyrir sinni ráðgjöf til stjórnvalda:
9:30 - 9:50 Kristin J. Forbes, prófessor við MIT-háskóla
9:50-10:15 Kahlé
10:15-10:35 Patrick Honohan, fyrrum seðlabankastjóri Írlands
10:35-10:55 Sebastian Edwards, prófessor við UCLA háskóla
10:55-11:15 Fredrik N. G. Andersson og Lars Jonung,
prófessorar við Háskólann í Lundi
11:15-12:00 Pallborð með Ásgeiri Jónssyni og erlendum sérfræðingum
Fundarstjóri er Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur
Aðgangur er ókeypis
Skráning á stjornarradid.is/peningastefna
4 . J Ú N Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Frederik
Schram
Aldur:
23 ára
Staða:
Markvörður
Félag:
Roskilde
Landsleikir:
4/0
12Stjarnan upp í 4. sætið eftir sigur í Kópavoginum
Hetjan Hilmar Árni Stjarnan gerði góða ferð í Kópavoginn og vann 0-1 sigur á Breiðabliki í gær. Hilmar Árni Halldórsson skoraði eina mark leiks-
ins úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Með sigrinum komst Stjarnan upp í 4. sæti Pepsi-deildarinnar en Breiðablik en enn á toppnum þrátt fyrir að hafa
ekki unnið í fjórum leikjum í röð. Mikil spenna er í Pepsi-deildinni en aðeins þremur stigum munar á liðinu í 1. og 8. sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Líkt og gegn Tékklandi
á miðvikudaginn byrjaði Ísland
leikinn gegn Danmörku í Horsens
í fyrradag skelfilega. Danir komust
í 6-1 og eftir 17 mínútur var staðan
10-4, danska liðinu í vil. Sami
munur var á liðunum í hálfleik,
12-6.
Frammistaða íslenska liðsins í
seinni hálfleik var allt önnur og
betri. Vörnin var mjög sterk og
Danir áttu í mestu vandræðum
með hana og skoruðu ekki í um 10
mínútur um miðbik seinni hálfleiks.
Íslendingar minnkuðu muninn í tvö
mörk, 16-14, en þá gáfu Danir aftur
í og náðu yfirhöndinni. Á endanum
munaði svo sjö mörkum á liðunum,
24-17. Ísland fékk aðeins eitt stig í
sex leikjum í undankeppni EM og
endaði á botni síns riðils.
„Við byrjuðum illa og vorum ekki
nógu grimmar. En þegar við hættum
að bera of mikla virðingu fyrir þeim
fór þetta að ganga vel. Ég er gríðar-
lega sáttur með vörnina síðustu 50
mínúturnar í leiknum,“ sagði lands-
liðsþjálfarinn Axel Stefánsson við
Fréttablaðið.
„Þær voru í vandræðum með
vörnina okkar og fóru í sjö á móti
sex. Það voru virkilega góðir kaflar
í varnarleiknum. Svo náðum við
nokkrum góðum hraðaupphlaup-
um, sérstaklega í fyrri hálfleik.“
Axel dreifði spiltímanum í leikn-
um og leikmenn sem hafa minna
fengið að spila í undankeppninni
fengu tækifæri til að láta ljós sitt
skína. Má þar m.a. nefna Lovísu
Thompson og Evu Björk Davíðs-
dóttur.
„Ég var ánægður með fram-
lag leikmanna. Við vissum að við
værum að fara í tvo leiki á stuttum
tíma og ákváðum að nýta breidd-
ina. Mér fannst leikmenn svara
vel,“ sagði Axel sem tók við íslenska
landsliðinu fyrir tveimur árum.
Þrátt fyrir rýra uppskeru er Axel
ekki af baki dottinn.
„Nú er að halda uppbyggingunni
í varnarleiknum áfram. Svo þurfum
við að verða betri í sóknarleiknum.
Leikmennirnir þurfa að nota sumar-
ið til að verða enn sterkari og vinna í
sínum einstaklingsmarkmiðum. Svo
tekur við ný undankeppni í haust.
Við þurfum að taka þessa góðu kafla
í vörninni með okkur þangað,“ sagði
Axel að lokum.
Ísland mætir Japan í vináttu-
landsleik í Danmörku í dag. Liðin
mætast svo aftur á miðvikudaginn.
ingvithor@frettabladid.is
Virkilega
góðir kaflar í
varnarleiknum
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lauk leik í
undankeppni EM 2018 með sjö marka tapi, 24-17,
fyrir sterku dönsku liði í Horsens á laugardaginn. Ís-
lenski varnarleikurinn var heilt yfir góður í leiknum.
Undankeppni EM 2018
Danmörk 24-17 Ísland
(12-6)
Mörk Íslands Steinunn Björns-
dóttir 3, Arna Sif Pálsdóttir 3/2, Þór-
ey Rósa Stefánsdóttir 2, Steinunn
Hansdóttir 2, Lovísa Thompson 2,
Ragnheiður Júlíusdóttir 1, Helena
Rut Örvarsdóttir 1, Eva Björk Dav-
íðsdóttir 1, Díana Dögg Magnús-
dóttir 1, Hafdís Renötudóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 8.
Ég er gríðarlega
sáttur með vörnina
síðustu 50 mínúturnar í
leiknum.
Axel Stefánsson
0
4
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
F
C
-4
C
8
4
1
F
F
C
-4
B
4
8
1
F
F
C
-4
A
0
C
1
F
F
C
-4
8
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K