Fréttablaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.06.2018, Blaðsíða 14
Vináttulandsleikur Ísland 2-3 Noregur (1-1) 0-1 Bjørn Johnsen (15.), 1-1 Alfreð Finnbogason, víti (30.), 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson (70.), 2-2 Joshua King (80.), 2-3 Alexander Sørloth (85.). Byrjunarlið Íslands (4-4-2): Frederik Schram; Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson (46. Sverrir Ingi Ingason), Hörður Björgvin Magnússon; Jóhann Berg Guðmunds- son, Birkir Bjarnason (86. Albert Guð- mundsson), Emil Hallfreðsson (83. Samúel Kári Friðjónsson), Rúrik Gísla- son (63. Ari Freyr Skúlason); Jón Daði Böðvarsson (63. Gylfi Þór Sigurðsson), Alfreð Finnbogason (Björn Bergmann Sigurðarson). FÓTBOLTI Líkt og fyrir tveimur árum tapaði íslenska karlalandsliðið í fót- bolta 3-2 fyrir Noregi í næstsíðasta leik sínum fyrir stórmót. Tapið gegn Norðmönnum hafði ekki mikil áhrif á Íslendinga á stóra sviðinu á EM 2016 og það er vonandi að það sama verði uppi á teningnum á HM í Rússlandi. Frammistaðan í leiknum gegn strákunum hans Lars Lagerbäck í norska landsliðinu í fyrradag var misjöfn. Það er mislangt síðan leik- menn spiluðu síðast og sumir voru ryðgaðri en aðrir. En bestu fréttirnar eru að enginn meiddist og Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn fyrsta leik í 85 daga og leit vel út. Gylfi kom inn á 63. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði hann sitt nítjánda landsliðs- mark. Hann vippaði þá boltanum laglega í netið úr þröngri stöðu eftir að Rune Jarstein, markvörður Nor- egs, varði skot Birkis Bjarnasonar. „Þetta var mjög góð tilfinning. Það var skemmtilegt að koma aftur inn í keppnisleik og mér leið vel,“ sagði Gylfi eftir leikinn. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að hann spili meira í leiknum gegn Gana á fimmtudaginn. „Ef það er allt í góðu sé ég enga ástæðu af hverju ég get ekki spilað aðeins meira næst.“ Mark Gylfa dugði Íslendingum þó ekki til sigurs. Á 80. mínútu fékk Frederik Schram, sem stóð í íslenska markinu í fjarveru Hannesar Þórs Halldórssonar sem er lítillega meiddur, sendingu til baka frá Kára Árnasyni. Sendingin var ekki góð en Frederik tók afleita ákvörðun og reyndi að leika á Joshua King. Það tókst ekki betur en svo að King hirti af honum boltann og skoraði í autt markið. Fimm mínútum síðar skoraði annar varamaður, Alexand- er Sørloth, sigurmark Norðmanna. Markið kom eftir langt innkast og það má því segja að Íslendingar hafi verið felldir á eigin bragði. Íslenska vörnin var skrefi eftir á í leiknum á laugardaginn og of lengi að setja pressu á sóknarmenn Nor- egs, eins og í fyrsta markinu sem Bjørn Johnsen skoraði eftir 15 mín- útna leik. Íslenska liðið tók við sér eftir markið og Alfreð Finnbogason jafnaði metin úr vítaspyrnu á 30. mínútu. Alfreð var svalur á punkt- inum og sendi Jarstein í vitlaust horn. Þetta var hans tólfta mark fyrir landsliðið. Rúrik Gíslason fiskaði vítið eftir góðan sprett upp vinstri kantinn. Rúrik var mjög sprækur í leiknum og gerði hægri bakverði Noregs, Jonas Svensson, lífið leitt. Fyrir utan innkomu Gylfa var frammi- staða Rúriks það jákvæðasta við leik íslenska liðsins á laugardaginn. „Við þurfum að vera öflugri í stöðunni einn á móti einum og vinna bardagana inni á vellinum. Leikurinn þróaðist þannig að þetta var mikil stöðubarátta og mikið um langa bolta og við vorum of oft linir í baráttunni,“ sagði landsliðsþjálfar- inn Heimir Hallgrímsson eftir leik. „Við ætluðum að halda boltanum betur og æfa okkur í því að spila boltanum út úr pressu. Það er ætl- unin að vera eins svalir á boltann og mögulegt er þegar við mætum öflugum andstæðingnum í Rúss- landi. Við freistuðumst ansi oft til þess að sparka boltanum langt og ég var ekki alveg nógu sáttur við það,“ bætti Eyjamaðurinn við. Ísland hefur nú tapað þremur leikjum í röð með markatölunni 3-9. Þetta hefur verið lenskan hjá íslenska liðinu undanfarin ár að tapa vináttulandsleikjum en vera síðan tilbúið þegar mest á reynir. Það breytist vonandi ekkert.  Það ber líka að taka með í reikn- inginn að í síðustu þremur leikjum Íslands hefur Aron Einar Gunnars- son leikið einn hálfleik, Gylfi tæpan hálftíma og Hannes ekki neitt. Og þetta eru þrír mikilvægustu leik- menn liðsins. Íslendingar mæta Ganverjum á Laugardalsvelli á fimmtudaginn, í síðasta leiknum fyrir HM. Hver svo sem úrslitin verða væri gott að sjá betri frammistöðu en gegn Norð- mönnum til að taka með sem vega- nesti til Rússlands. ingvithor@frettabladid.is Vonandi sama uppskriftin og 2016 Lars Lagerbäck sótti sigur á sinn gamla heimavöll þegar Noregur vann Ísland, 3-2, í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á laugardag- inn. Íslenska liðið var í góðri stöðu en kastaði sigrinum frá sér. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur á völlinn og skoraði annað mark Íslands. Hörður Björgvin Magnússon skallar yfir mark Noregs. Íslendingar þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Norðmönnum, 3-2, í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fyrsta tapið á heimavelli í fimm ár Tapið gegn Noregi á laugardaginn var fyrsta tap Íslands á Laugardals- vellinum í fimm ár, eða síðan 7. júní 2013. Íslendingar töpuðu þá 2-4 fyrir Slóvenum í undankeppni HM 2014. Líkt og í leiknum gegn Noregi komst Ísland í 2-1 gegn Slóveníu en missti tökin í seinni hálfleik eftir að Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli. Hann var heldur ekki með gegn Noregi. Milli þessara tveggja leikja lék Ís- land 16 leiki á Laugardalsvellinum, vann 13 og gerði þrjú jafntefli. Markatalan var 29-6 og íslenska liðið hélt 12 sinnum hreinu í þessum 16 leikjum. Eiður Smári niðurlútur eftir tapið fyrir Slóveníu 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 4 . J Ú N Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F F C -3 8 C 4 1 F F C -3 7 8 8 1 F F C -3 6 4 C 1 F F C -3 5 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.