Fréttablaðið - 04.06.2018, Side 14
Vináttulandsleikur
Ísland 2-3 Noregur
(1-1)
0-1 Bjørn Johnsen (15.), 1-1 Alfreð
Finnbogason, víti (30.), 2-1 Gylfi
Þór Sigurðsson (70.), 2-2 Joshua
King (80.), 2-3 Alexander Sørloth
(85.).
Byrjunarlið Íslands (4-4-2): Frederik
Schram; Birkir Már Sævarsson, Kári
Árnason, Ragnar Sigurðsson (46.
Sverrir Ingi Ingason), Hörður Björgvin
Magnússon; Jóhann Berg Guðmunds-
son, Birkir Bjarnason (86. Albert Guð-
mundsson), Emil Hallfreðsson (83.
Samúel Kári Friðjónsson), Rúrik Gísla-
son (63. Ari Freyr Skúlason); Jón Daði
Böðvarsson (63. Gylfi Þór Sigurðsson),
Alfreð Finnbogason (Björn Bergmann
Sigurðarson).
FÓTBOLTI Líkt og fyrir tveimur árum
tapaði íslenska karlalandsliðið í fót-
bolta 3-2 fyrir Noregi í næstsíðasta
leik sínum fyrir stórmót. Tapið gegn
Norðmönnum hafði ekki mikil
áhrif á Íslendinga á stóra sviðinu á
EM 2016 og það er vonandi að það
sama verði uppi á teningnum á HM
í Rússlandi.
Frammistaðan í leiknum gegn
strákunum hans Lars Lagerbäck í
norska landsliðinu í fyrradag var
misjöfn. Það er mislangt síðan leik-
menn spiluðu síðast og sumir voru
ryðgaðri en aðrir. En bestu fréttirnar
eru að enginn meiddist og Gylfi Þór
Sigurðsson lék sinn fyrsta leik í 85
daga og leit vel út. Gylfi kom inn á
63. mínútu og sjö mínútum síðar
skoraði hann sitt nítjánda landsliðs-
mark. Hann vippaði þá boltanum
laglega í netið úr þröngri stöðu eftir
að Rune Jarstein, markvörður Nor-
egs, varði skot Birkis Bjarnasonar.
„Þetta var mjög góð tilfinning.
Það var skemmtilegt að koma aftur
inn í keppnisleik og mér leið vel,“
sagði Gylfi eftir leikinn. Hann segir
ekkert því til fyrirstöðu að hann
spili meira í leiknum gegn Gana
á fimmtudaginn. „Ef það er allt í
góðu sé ég enga ástæðu af hverju ég
get ekki spilað aðeins meira næst.“
Mark Gylfa dugði Íslendingum
þó ekki til sigurs. Á 80. mínútu fékk
Frederik Schram, sem stóð í íslenska
markinu í fjarveru Hannesar Þórs
Halldórssonar sem er lítillega
meiddur, sendingu til baka frá Kára
Árnasyni. Sendingin var ekki góð
en Frederik tók afleita ákvörðun
og reyndi að leika á Joshua King.
Það tókst ekki betur en svo að King
hirti af honum boltann og skoraði í
autt markið. Fimm mínútum síðar
skoraði annar varamaður, Alexand-
er Sørloth, sigurmark Norðmanna.
Markið kom eftir langt innkast og
það má því segja að Íslendingar hafi
verið felldir á eigin bragði.
Íslenska vörnin var skrefi eftir á í
leiknum á laugardaginn og of lengi
að setja pressu á sóknarmenn Nor-
egs, eins og í fyrsta markinu sem
Bjørn Johnsen skoraði eftir 15 mín-
útna leik. Íslenska liðið tók við sér
eftir markið og Alfreð Finnbogason
jafnaði metin úr vítaspyrnu á 30.
mínútu. Alfreð var svalur á punkt-
inum og sendi Jarstein í vitlaust
horn. Þetta var hans tólfta mark
fyrir landsliðið.
Rúrik Gíslason fiskaði vítið eftir
góðan sprett upp vinstri kantinn.
Rúrik var mjög sprækur í leiknum
og gerði hægri bakverði Noregs,
Jonas Svensson, lífið leitt. Fyrir
utan innkomu Gylfa var frammi-
staða Rúriks það jákvæðasta við
leik íslenska liðsins á laugardaginn.
„Við þurfum að vera öflugri í
stöðunni einn á móti einum og
vinna bardagana inni á vellinum.
Leikurinn þróaðist þannig að þetta
var mikil stöðubarátta og mikið um
langa bolta og við vorum of oft linir
í baráttunni,“ sagði landsliðsþjálfar-
inn Heimir Hallgrímsson eftir leik.
„Við ætluðum að halda boltanum
betur og æfa okkur í því að spila
boltanum út úr pressu. Það er ætl-
unin að vera eins svalir á boltann
og mögulegt er þegar við mætum
öflugum andstæðingnum í Rúss-
landi. Við freistuðumst ansi oft til
þess að sparka boltanum langt og ég
var ekki alveg nógu sáttur við það,“
bætti Eyjamaðurinn við.
Ísland hefur nú tapað þremur
leikjum í röð með markatölunni
3-9. Þetta hefur verið lenskan hjá
íslenska liðinu undanfarin ár að
tapa vináttulandsleikjum en vera
síðan tilbúið þegar mest á reynir.
Það breytist vonandi ekkert.
Það ber líka að taka með í reikn-
inginn að í síðustu þremur leikjum
Íslands hefur Aron Einar Gunnars-
son leikið einn hálfleik, Gylfi tæpan
hálftíma og Hannes ekki neitt. Og
þetta eru þrír mikilvægustu leik-
menn liðsins.
Íslendingar mæta Ganverjum á
Laugardalsvelli á fimmtudaginn, í
síðasta leiknum fyrir HM. Hver svo
sem úrslitin verða væri gott að sjá
betri frammistöðu en gegn Norð-
mönnum til að taka með sem vega-
nesti til Rússlands.
ingvithor@frettabladid.is
Vonandi sama uppskriftin og 2016
Lars Lagerbäck sótti sigur á sinn gamla heimavöll þegar Noregur vann Ísland, 3-2, í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á laugardag-
inn. Íslenska liðið var í góðri stöðu en kastaði sigrinum frá sér. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur á völlinn og skoraði annað mark Íslands.
Hörður Björgvin Magnússon skallar yfir mark Noregs. Íslendingar þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Norðmönnum, 3-2, í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fyrsta tapið á heimavelli í fimm ár
Tapið gegn Noregi á laugardaginn
var fyrsta tap Íslands á Laugardals-
vellinum í fimm ár, eða síðan 7.
júní 2013. Íslendingar töpuðu þá
2-4 fyrir Slóvenum í undankeppni
HM 2014.
Líkt og í leiknum gegn Noregi
komst Ísland í 2-1 gegn Slóveníu
en missti tökin í seinni hálfleik
eftir að Aron Einar Gunnarsson fór
meiddur af velli. Hann var heldur
ekki með gegn Noregi.
Milli þessara tveggja leikja lék Ís-
land 16 leiki á Laugardalsvellinum,
vann 13 og gerði þrjú jafntefli.
Markatalan var 29-6 og íslenska
liðið hélt 12 sinnum hreinu í
þessum 16 leikjum.
Eiður Smári niðurlútur eftir tapið fyrir Slóveníu 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
4 . J Ú N Í 2 0 1 8 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
4
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
F
C
-3
8
C
4
1
F
F
C
-3
7
8
8
1
F
F
C
-3
6
4
C
1
F
F
C
-3
5
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K