Morgunblaðið - 13.11.2017, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.11.2017, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2017 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Í tilefni dagsins boða Íslensk málnefnd og MS til málræktarþings í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 15. nóvember kl. 15.30 undir yfirskriftinni Ritun í skólakerfinu þar sem velt verður upp spurningum um stöðu málsins í ræðu og riti með áherslu á ritfærni nemenda á ýmsum stigum skólakerfisins. Verið öll velkomin og til hamingju með daginn! www.ms.is Arnar Atlason, framkvæmda- stjóri Tor Fisk- vinnslu í Hafn- arfirði, var kjörinn formað- ur Samtaka fiskframleið- enda og útflytj- enda (SFÚ) á aðalfundi sam- takanna sem haldinn var á Bryggjunni brugg- húsi á laugardaginn. Hann tekur við formennskunni af Jóni Stein Elíassyni, sem hefur stýrt samtökunum síðastliðin níu ár. Arnar var einn í framboði og var fagnað með lófataki. Formennskan leggst vel í Arn- ar en hann segir samtökin vera nauðsynleg í þá flóru sem ís- lenskur sjávarútvegur er. Að- spurður hvort hann hyggist leggja áherslu á sérstök málefni segir hann að hans áherslur verði á svipuðum nótum og verið hefur hjá SFÚ. „Þar að auki tel ég að það þurfi að skerpa enn frekar á að ráðamenn átti sig á því að þessi lóðrétta samþætting sé ekki endilega það eina rétta og ef við ætlum að reyna að auka verð- mæti sjávarafurða þá þurfum við að reyna með öllu móti að skilja frekar á milli veiða og vinnslu líkt og gert hefur verið í orku- geiranum og er gert í flestum þróuðum löndum í kringum okk- ur.“ Arnar nýr formaður  Aðalfundur SFÚ fór fram um helgina Arnar Atlason Nýju Norðfjarðargöngin voru mikið notuð um helgina, eftir að þau voru opnað um miðjan dag á laugardag. „Þegar ég fór út í búð áðan hitti ég marga sem voru að kaupa hráefni í vöffludeigið. Það var von á mörgum gestum í dag og ég spái því að mikill gestagangur verði næstu vik- urnar,“ sagði Páll Björgvin Guð- mundsson, bæjarstjóri Fjarða- byggðar, í gær en hann er búsettur á Norðfirði. Jón Gunnarsson samgöngu- ráðherra opnaði göngin með því að klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra. At- höfnin fór fram Eskifjarðarmegin. Ráðherrabíllinn var síðan fyrstur í gegnum göngin og var Stefán Þor- leifsson, fyrrverandi sjúkrahús- ráðsmaður í Neskaupstað, 101 árs að aldri, undir stýri. Norðfjarðargöng leysa af hólmi Oddsskarðsgöng og erfiðan fjall- veg. „Öryggi vegfarenda skiptir mestu máli, að fara af fjallvegi og niður á flatlendi,“ segir Páll Björg- vin. Hann segir að margir upplifi frelsi að fá þessi göng, meðal ann- ars íbúar sem hafa ekki treyst sér til að fara Oddsskarð allan veturinn. Göngin geri Fjarðabyggð loksins að einu atvinnu- og þjónustusvæði og ljúki sameiningunni. Hann nefn- ir að ein stærsta fiskihöfn landsins sé á Norðfirði og miklir flutningar fylgi henni. Auðveldara verði að nýta þjónustu Fjórðungssjúkra- hússins og Verkmenntaskólans. „Allt verður þægilegra fyrir íbúa og atvinnulíf á Austurlandi. Sam- göngubót verður samfélagsbót.“ Gestkvæmt í Neskaupstað Ljósmynd/Jens Einarsson Opnun Jón Gunnarsson naut aðstoðar Stefáns Þorleifssonar og Hreins Har- aldssonar þegar klippt var á borðann í Norðfjarðargöngum um helgina.  Norðfjarðargöngin eru samfélagsbót, segir bæjarstjóri Liðið Filipo Berio úr Garðaskóla bar sigur úr býtum í LEGO-hönn- unarkeppni FLL sem haldin var í Háskólabíói um helgina, en Háskóli Íslands hefur staðið fyrir keppninni í rúman áratug. Með sigrinum vann liðið sér þátt- tökurétt í norrænu keppninni FIRST LEGO League sem fer fram í Ósló í desember en auk þess að vinna keppnina fékk liðið viðurkenn- ingu fyrir bestu hönnun og forritun vélmennis. Markmið keppninnar er að efla færni og vekja athygli ungs fólks á tækni og vísindum með því að leggja fyrir spennandi verkefni sem örva nýsköpun, byggja upp sjálfstraust og efla samskipta- og skipulags- hæfni. Filipo Berio sigraði í LEGO hönnunarkeppni Sigraði Filipo Berio með verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.