Morgunblaðið - 13.11.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.2017, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2017 ✝ MargrétSnorradóttir fæddist 6. október 1944. Hún lést 4. nóvember 2017 á Hjúkrunarheim- ilinu Grund. Foreldrar hennar voru Snorri Guð- mundsson og Jó- hanna Sigur- björnsdóttir, sem eru látin. Margrét var elst af sjö systkinum. Hún gekk í Mið- bæjarskólann og lauk þar barnaskólaprófi. Margrét kynntist Jóni Magn- geirssyni pípulagningameistara í janúar 1963. Þau giftust 4. júlí 1964 og bjuggu nánast öll sín hjúskapsár í Árbænum. Börn Margrétar og Jóns eru 1) Reynir, f. 1966, kvæntur Þor- gerði Ernudóttir, sonur þeirra er Eyþór. 2) Birgir, f. 1970, kvæntur Elsu Óskarsdóttur, börn þeirra eru Bergur og Bríet, Birgir á Snorra úr fyrra sambandi. Þeir bræður reka pípulagningarfyrir- tækið Presslagnir. 3) Birna, f. 1974, kennari og nú flug- freyja, gift Sigfúsi Ásgeiri Kárasyni, börn þeirra eru Kári, Bjarki og Hekla Margrét. Margrét vann í verslunum um þrjátíu ára skeið. Síðustu 15 árin var hún öldrunar- fulltrúi í Árbæjarkirkju. Mar- grét vann mikið og gott sjálf- boðastarf fyrir íþróttafélagið Fylki á árum áður, m.a. sem gjaldkeri fimleikadeildar fé- lagsins. Hún fékk viðurkenn- ingu fyrir störf sín í þágu fé- lagsins árið 1999. Útför Margrétar fer fram í Árbæjarkirkju í dag, 13. nóv- ember 2017, og hefst athöfnin kl. 15. Þakklæti er okkur efst í huga. Þakklæti fyrir það að hafa alist upp á ástríku heimili. Mamma var hamingjusöm kona, ánægð með sig og sína.Við minnumst þess ekki að hún hafi skipt skapi. Hún var jákvæð og létt í lund alla daga. Mamma og pabbi voru samstíga hjón. Þegar við systkinin vorum komin í háttinn á kvöldin heyrði maður í þeim spjalla fram eftir kvöldi. Það var notalegt að sofna við spjallið í stofunni. Ef þau voru ekki að fara yfir síðasta ferðalag var verið að skipuleggja það næsta. Þau töluðu alltaf um hvort ann- að af virðingu. Eiginleikar mömmu eiga mikinn þátt í því. Hún var hnyttin, sá húmorinn í flestu, og kom skoðunum sínum á framfæri með þeim hætti. Mamma helgaði líf sitt fjöl- skyldunni sinni, var stolt þriggja barna móðir. Hún naut þess að halda heimilinu fallegu og einstak- lega hreinu. Hún kvartaði ekki undan umgengninni í okkur held- ur kenndi okkur að ganga frá. Mamma var aldrei að velta sér upp úr hlutunum og búa til vesen. Hún var meira fyrir að leysa málin og horfa fram á veginn. Við fundum það alla daga hvað hún naut þess að vera mamma okkar, setti sig vel inn í líf okkar og störf. Það var eitt sem við gengum alltaf að vísu og það var að mamma var alltaf tilbúin að hlusta. Allt annað gat beðið, hún var aldrei upptekin við annað. Hún setti sig aldrei í dómarasætið heldur hlustaði og treysti okkur til að taka réttar ákvarðanir. Það var gaman að alast upp á gestkvæmu heimili þar sem spjall- að var yfir kaffibolla og hnallþór- um mömmu. Það var mikið bank- að upp á og mikið hringt. Helgarnar voru oft eins og félags- heimili þar sem aldrei var vitað hversu margir væru í mat. Það var alltaf hægt að treysta á að hitta vel á mömmu. Það var henni eðlislægt að kynnast æskuvinum okkar og fjölskyldum þeirra. Hún vildi setja sig vel inn í okkar líf. Missti ekki af neinu. Mamma var alltaf falleg til fara, hár, neglur og klæðnaður var eins og best var á kosið. Mamma var svo mikil smekkkona og lá yfir Burda-blöðunum til að geta saum- að almennileg föt. Hún spáði mik- ið í frágangi á saumaskap svo að henni þótti best að sauma allt á sig og okkur. Hún gerði kröfur. Hún vann um tíma í vefnaðarvöruversl- un og tryggði sér þannig vönduð- ustu efnin. Hún þurfti ekki að styðjast við snið. Hún miklaði ekki verkefnin fyrir sér, hvort sem það var í saumaskapnum eða öðrum verkefnum lífsins. Stóð ekki upp fyrr en verki var lokið. Hún var dugleg. Það hefur verið erfitt að horfa upp á mömmu glata lífsins gæðum og geta ekki notið elliára. Það er hins vegar margt að þakka fyrir. Á dánarbeði hennar var það hugg- un harmi að hún gleymdi ekki okkur systkinunum og pabba. Það lýsir henni líka svo vel. Við áttum ómetanlega síðustu daga með henni sem ylja okkur í sorginni. Í faðmi okkar kvaddi hún jafn fal- lega og hún lifði lífi sínu og gaf okkur fallega barnæsku. Ég kvaddi hana síðustu ár með því að segja henni hvað ég elskaði hana mikið. Hún tók misjafnlega undir og svaraði eftir dagsformi. Fyrir nokkru svaraði hún: „Líf- ið hefði ekki orðið neitt án þín og strákanna.“ Birna, Reynir og Birgir. Ég man eins og gerst hefði í gær þegar ég hitti Möggu, tilvon- andi tengdamóður mína, í fyrsta skiptið. Það var á tröppum Þykkvabæjar þegar Birna mín kynnti mig fyrir móður sinni. Hlý- legt bros og faðmlag tók á móti mér og ég fann að ég var velkom- inn. En kálið var ekki sopið þótt í ausuna væri komið. Ég fann strax hvað þær mæðgur voru nánar og að Möggu var greinilega umhugað um að einkadóttirin kæmist í góð- ar hendur. Ég held að ég hafi stað- ist prófið því við Magga náðum vel saman og fann ég fljótt fyrir vænt- umþykju og kærleik í minn garð sem varð dýpri og sterkari með árunum. Hún reyndist mér alltaf vel og ég var einstaklega heppinn með tengdamóður. Fjölskyldan var henni alltaf efst í huga og naut hún sín best umvafin börnum og barnabörn- um, og auðvitað með honum Nonna sínum. Magga naut sín líka vel með sinni stórfjölskyldu og var alltaf mikill samgangur með þeim. Gamlárskvöld eru sérstaklega minnisstæð þar sem þau hjón hafa boðið fjölskyldu Möggu til veislu og við öll kveðjum gamla árið og tökum á móti nýju ári saman. Stemningin í þessum hópi hefur alltaf verið einstök og ég er ljón- heppinn að hafa gifst inn í svona skemmtilega fjölskyldu. Samband Nonna og Möggu var einstakt og í raun góð lexía fyrir okkur yngra fólkið. Þau voru ein- staklega samheldin og viðhorf þeirra alltaf jákvætt. Mikill kær- leikur hvors til annars var nánast áþreifanlegur. Þau nutu þess að vera saman hvort sem það var heima hjá sér að spjalla í róleg- heitum, með fjölskyldunni eða á ferðalagi. Alltaf var gleðin við völd og lífið skemmtilegt. Magga hafði sérstaklega gaman af ferðalögum til suðrænna landa, fyrst með fjöl- skyldunni og í seinni tíð með Nonna. Það er þess vegna þakk- arvert að við fjölskyldan fengum að njóta með þeim ferðar til þeirra uppáhaldslands, Ítalíu. Magga var alltaf dugleg að rækta samband sitt við barna- börnin sín og framlag hennar til uppeldis barna okkar er ómetan- legt. Ekki var hægt að hugsa sér betri ömmu. Það eru forréttindi að hafa kynnst Möggu og fengið að vera henni samferða þennan kafla lífsins. Hennar kærleikur, góði hugur og létta lund mun lifa með mér og mínum um ókomna tíð. Blessuð sé minning minnar ást- kæru tengdamóður. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Sigfús Ásgeir Kárason. Amma Magga sýndi okkur skil- yrðislausa ást frá fyrsta degi. Það var alveg sama hvað við gátum verið óþekkir, henni fannst við bara sniðugir og skemmtilegir. Á mannamótum sagði hún sögur af okkur. Amma var alltaf brosandi og sagði aldrei nei. Hún var mikill þátttakandi í lífi okkar enda bjó hún í næstu götu. Við kíktum yfirleitt í gluggann hjá ömmu á leiðinni á æfingu. Við urð- um alltaf svangir við að sjá ömmu svo við fengum oft eitthvað gott út um gluggann ef við máttum ekki vera að því að setjast hjá henni. Það var alltaf eins og hún væri að bíða eftir okkur. Henni þótti best þegar hún gat gert eitthvað fyrir okkur, eins og skutla okkur á æfingu. Amma horfði á ótrúlega marga fótboltaleiki með okkur þrátt fyrir að hafa lítinn áhuga á fótbolta. Hún vildi bara vera með okkur. Þegar við urðum veikir var það okkar fyrsta verk að hringja í ömmu. Hún fór strax í Skalla og keypti trúðaís. Hún vorkenndi okkur meira en nokkur annar. Það var líka svo gott að liggja í faðmi ömmu Möggu, svo hlý. Amma bakaði bestu kökur í heimi sem við bökum reglulega. Við erum löngu byrjaðir að segja Heklu Margréti hvað þú varst okkur mikilvæg og góð. Bjarki og Kári. Það var fyrir nokkrum árum að ég var að horfa á hann Eyþór, barnabarn þitt, keppa á mótor- hjóli hérna skammt fyrir utan Reykjavík. Þá víkur sér að mér gamall skólafélagi meðal áhorf- enda og spyr um tengsl mín við þennan unga keppnismann. „Syst- ir mín er amma hans,“ segi ég. Kunninginn rak upp stór augu og var greinilega ekki alveg að skilja hvernig það gengi upp. Það var nefnilega 21 ár á milli mín og þín. Þú varst elst sjö systkina og ég yngstur. Fyrsta minningin um þig er sennilega frá því að við bjuggum í sömu blokkinni í Hraunbænum, og reyndar Ninna systir líka. Mamma var útivinnandi en þú heimavinnandi og því lá það bein- ast við að ég leitaði til systra minna í blokkinni. Þú eignaðist son ári eftir að ég kom í heiminn og voru tengsl mín og Reynis, sem síðar varð einn af mínum bestu vinum, til þess að styrkja tengsl okkar systkinanna, sennilega langt umfram það sem tíðkast meðal systkina sem þvílíkur ald- ursmunur er á. Ég veit reyndar ekki hvað mamma hefur haldið, og þú ekki heldur, þegar ég datt inn í heimsókn hjá þér, og skilaði mér ekki aftur í heimahús fyrr en kannski viku seinna. Það var bara svo gaman hjá Möggu systur. Svo ekki sé nú minnst á útilegurnar sem mér var boðið með í. Það var farið út um víðan völl og gist í hús- tjaldi sem ég var viss um að væri það stærsta á landinu. Við eigum að baki fjórar sólarlandaferðir saman og þær gátu teygt sig í þrjár vikur á þessum árum. Við höfum alltaf átt það sameiginlegt að kunna vel við okkur í hitanum við Miðjarðarhafið og heilluðumst bæði af Ítalíu. Mjög dýrmætar stundir og skemmtilegar minning- ar sem urðu til í öllum þessum ferðum okkar saman. Eitt er mér minnisstætt frá unglingsárunum. Þú og Nonni voruð þá að fara í eina af mörgum utanlandsferðum ykkar og Reynir frændi var skilinn eftir heima, lík- lega að hans frumkvæði. Ég, stóri frændinn, flutti inn á heimilið og var honum til halds og trausts. Við áttum að sjá um að næra okkur sjálfir, sjálfsagt með einhvern matarpening sem dugði fyrir því helsta yfir daginn en þegar kom að kvöldmat vandaðist málið því hvorugur okkar hafði mikla reynslu af eldamennsku og það vissir þú. Hvað gerði Magga syst- ir? Þú fylltir frystinn af feikilega matarmiklum heimagerðum píts- um og í minningunni þá var þetta kvöldmaturinn okkar í þrjár vikur og leiddist okkur það ekki. Elsku Magga, þú skilur eftir ekkert nema jákvæðar minningar um systur sem var alltaf til staðar fyrir litla bróður, svona auka- mamma sem gott var að leita til, systir sem kryddaði lífið. Fyrir mér eru svo margar minningar tengdar þér og fjölskyldu þinni og þær eru reyndar búnar að koma hægt og rólega upp á yfirborðið því eiginmaður þinn, hann Nonni, var býsna duglegur með mynda- vélina. Hann hefur haldið öllu vel til haga og kemur reglulega Nonni með safn mynda til mín, myndir sem ég vissi ekki af og eru frá stundum sem hefur verið ákaflega gaman að rifja upp. Að skilnaði segi ég – takk fyrir allar góðu minningarnar. Þinn bróðir, Arnar Snorrason. Ég á svo óendanlega margar fallegar minningar um Margréti, móður æskuvinkonu minnar, Birnu. Ég kynntist Birnu á leik- skólaárunum og lágu leiðir okkar saman í grunnskóla. Í þá daga lék- um við okkur oft saman í Þykkva- bænum eftir skóla og um helgar, toppurinn var að fá að gista, hlæja að sprellinu í Nonna og fá að smakka kökurnar hennar Möggu … Það var alltaf hægt að stóla á eitthvað nýbakað og gott eftir skóla heima hjá Birnu. Í mínu uppáhaldi var skúffu- og sjón- varpskakan hennar. Hún Margrét var líka frábær saumakona og var með alla tískustrauma á hreinu enda sjálf alltaf svo vel tilhöfð og í takt við tímann og það var ósjald- an sem Birna var í hámóðins dressi saumuðu af móður sinni. Já, hún Margrét var sko með allt á hreinu. Það var endalaust gaman að spjalla við Möggu og vissi hún oft margt um mann og annan. Margrét geislaði af persónutöfr- um og naut sín vel á meðal fólks og ber þá helst að minnast á störf hennar á vegum kirkjunnar. Vil ég fyrir hönd systkina minna þakka henni fyrir alla þá umhyggju og heimsóknir til móður minnar. Þessar stundir eru óendanlega verðmætar fyrir hana, við systk- inin og móðir okkar erum henni endalaust þakklát. Betri konu er varla hægt að finna. Elsku Birna, ég votta þér og fjölskyldu þinni mína dýpstu sam- úð. Auður Edda Birgisdóttir. Nú er fallin frá góð vinkona okkar, Margrét Snorradóttir. Hún var gift Jóni Magngeirssyni og voru þau nágrannar og vinir okkar í áratugi. Það er hægt að skrifa langa grein um allar þær ferðir sem við fórum í saman til Riminí á Ítalíu og Costa del Sol á Spáni þegar allt lék í lyndi. Jón hefur gaman af að sýna okkur myndir frá þessum gömlu góðu dögum þegar allir voru heilir og hraustir. Við þökkum Möggu fyrir áratuga vináttu og vottum Jóni, börnum og barnabörnum og öllum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Arnheiður og Theódór (Heiða og Teddi). Margrét Snorradóttir Mikil vakning er varðandi menningar- arfleifð víking- anna. Við sjáum sjónvarps- þáttasamning Paramount Pict- ures við Berg- svein Birgisson um Svarta vík- inginn og Rokkóperu byggða á Eddukvæðum í uppsetningu Þorleifs Arnar í Þýskalandi. Heiminn þyrstir í að fræðast meira um þennan forna menn- ingarheim. Benedikt bókaútgáfa gaf nýverið út bókina „Norrænar goðasagnir“ eftir hinn heim- fræga rithöfund Neil Gaiman í þýðingu Urðar Snædal, þar sem hann vinnur með arfinn úr Eddukvæðunum. Í vikunni fyrir kosningar var haldin hér á landi ráðstefnan Follow the Vikings, sem vert er að segja frá. Samnefnt verkefni hófst ár- ið 2015 og stendur í fjögur ár. Verkefnið hlaut veglegan styrk úr menningarsjóði ESB, en markmið verkefnisins er að skapa tengslanet milli þeirra safna og setra sem sinna þessu tímabili víkinganna og efla kynningu á þessu stór- merkilega tímabili í sögu Evr- ópu. Einn hluti verkefnisins er að hrinda af stað nýrri mynda- sögu, sem ætluð er börnum eldri en 10 ára en að því verki vinna nánir samverkamenn Neil Gaiman, þau Cat Mihos frá Bandaríkjunum og Jouni Koponen frá Finnlandi. Á ráð- stefnunni kynntu þau mynda- söguna. Aðilar að verkefninu, Fol- low the Vikings, eru: Fote- vikens Museum, Vikinga- gården Gunnes Gård, Trelleborgmuseet, Nation- almuseet i København, Shet- land’s Heritage and Culture, Concello De Catoira, Water- ford Treasures, Rosalia, Mu- seum Vest Sjælland, Bengt- skår Finland, Avaldsnes Norges eldste kongesete, Du- blinia, Jorvik, Lofotr Vik- ingmuseum, Sør Troms Mu- seum og síðast en ekki síst fyrir Íslands hönd, Samtök um söguferðaþjónustu. Haldnar eru tvær ráð- stefnur á ári hverju og að þessu sinni var komið að okkur hér á landi að halda slíka ráð- stefnu. Upphaf ráðstefnunnar þriðjudaginn 24. október var heimsókn stjórnar verkefn- isins á Bessastaði. Um 89 manns voru skráðir til leiks og næsta dag hófst sjálf ráð- stefnan formlega í Norræna húsinu með fyrirlestrum. Þar hélt m.a. Inga Hlín Pálsdóttir frá Íslandsstofu kynningu fyr- ir Íslands hönd. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður og stofnandi Samtaka um sögu- ferðaþjónustu, bauð gesti vel- komna. Að lokn- um hádegisverði og vinnuhópum var haldið í heimsókn á Þjóðminjasafn Íslands í boði Ármanns Guð- mundssonar, leiðsögn á sögu- lega staði í hjarta Reykja- víkur undir leið- sögn Guðbrands Benediktssonar og um kvöldið heimsókn og kvöldverður á Saga Museum. Seinni daginn lögðu ráð- stefnugestir land undir fót upp í vígi Snorra Sturlusonar í Reykholti. Þar tók Snorra- stofa á móti gestum og hýsti fyrirlestra og hressingu. Kristján Guðmundsson frá Markaðsstofu Vesturlands hélt fyrirlestur ásamt Óskari Guðmundssyni rithöfundi og Gísla Sigurðssyni, prófessor við Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. Einnig héldu kynningar Emely Lethbridge, sem kynnti vef sinn um landakort fornsagna (http://saga- map.hi.is/is/), og Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir frá fyr- irtækinu Locatify, sem kynnti nýja tækni innihljóðleiðsagnar sem sett hafði verið upp á sýn- ingu Snorrastofu, Saga Snorra, í tilefni dagsins. Snorrastofa kynnti einnig nýja hljóðleiðsögn frá Locatify um staðinn, sem gestum þar stendur framvegis til boða. Þá gekk sr. Geir Waage um svæðið með ráðstefnugestum, sýndi þeim fornleifarnar og sagði frá eins og honum einum er lagið. Í lok dags var boðið upp á veglegan kvöldverð og skemmtun í Landnámssetrinu Borgarnesi. Heimsóknin hingað til Ís- lands vakti mikla hrifningu hinna erlendu gesta, sem voru ánægðir með móttökur allar og ekki hvað síst heppnir með veðrið! Það er jákvætt að Samtök um söguferðaþjónustu skuli leiða til Íslands svo metn- aðarfullt, alþjóðlegt verkefni, sem við getum stolt tekið á móti. Þeir sem starfa í samtök- unum á Vesturlandi sýndu að þeir geta með góðu móti hýst slík verkefni og heimsóknin var öll hin ánægjulegasta. Arfleifð víkinganna Eftir Sigrúnu Guttorms- dóttur Þormar Sigrún Þormar » Það er jákvætt að Samtök um söguferðaþjónustu skuli leiða til Ís- lands svo metn- aðarfullt, alþjóðlegt verkefni, sem við getum stolt tekið á móti. Höfundur er verkefnisstjóri. Heimsókn Hluti ráðstefnugesta í heimsókn á Bessastöðum þar sem forseti Íslands tók á móti þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.