Morgunblaðið - 13.11.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. NÓVEMBER 2017 TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun. Kínverska netverslunin Alibaba seldi á laugardag vörur fyrir jafn- virði 25,3 milljarða dala. Laugar- dagurinn var þó ekki venjulegur verslunardagur heldur bauð Ali- baba upp á ríflega afslætti í tilefni af degi einhleypinga. Einhleypingadagurinn er haldinn 11. nóvember ár hvert, og má rekja upphaf hans til byrjunar 10. áratug- arins þegar hefðin byrjaði að skjóta rótum við kínverska háskóla. Á ein- hleypingadagurinn að vera nokkurs konar andhverfa valentínusardags- ins þar sem fólk fagnar því að vera laust og liðugt. Í seinni tíð hefur einhleypingadagurinn orðið að mikl- um útsöludegi í Kína bæði hjá net- verslunum og hefðbundnum versl- unum. Í tilefni af útsölunni efndi Alibaba til sviðsskemmtunar í Sjanghæ þar sem alþjóðlegar stjörnur á borð við Pharrell Williams og Nicole Kid- man komu fram í beinni útsend- ingu. Sala Alibaba á laugardag var 39% meiri en á einhleypingadaginn í fyrra og eiga pantanir að hafa bor- ist frá 225 löndum og sjálfsstjórn- arsvæðum, að því er Bloomberg greinir frá. Um 90% af sölu dagsins fóru fram í gegnum snjallsíma og þegar mest lét þurfti tölvukerfi Ali- baba að afgreiða 256.000 pantanir á sekúndu. Enginn drungi í neytendum FT bendir á að einhleypingadag- urinn sýni hversu mikinn kaupmátt kínverskir neytendur hafa og hve fúsir þeir eru að opna veskin sín. Þá er árangur Alibaba einnig til marks um hversu langt netverslun í Kína er komin en til samanburðar seldu bandarískar netverslanir vörur fyr- ir 12,8 milljarða dala á útsölum yfir þakkargjörðarhelgina á síðasta ári. Helsti keppinautur Alibaba á Kínamarkaði, JD.com, hélt líka út- sölu á einhleypingadaginn og var með tilboð í tíu daga þar á undan. Heildarsala JD á þessu ellefu daga tímabili nam jafnvirði 25,35 millj- arða dala sem er 39% aukning frá því í fyrra. Að sögn Reuters ákvað JD að hefja útsöluna 1. nóvember til að minnka líkur á töfum við dreifingu og gefa neytendum betra ráðrúm til að gera upp hug sinn. ai@mbl.is Sölumet slegið hjá Alibaba og JD  Kínverskir neyt- endur voru dugleg- ir að versla á degi einhleypinga AFP Tilefni Starfsmenn Alibaba á skemmtun sem efnt var til í Sjanghæ fagna þegar sölutölur dagsins lágu fyrir. Eins og Morgunblaðið hefur áður fjallað um hefur rafmyntin bitcoin hækkað mikið á árinu. Bitcoin-vísitala Coindesk fór yfir 2.000 dala markið um miðjan maí, yfir 3.000 dali í byrjun ágúst, 4.00 dali um miðjan ágústmán- uð, 5.000 dali í október og síðan yfir 6.000 dala markið í sama mánuði. Gengi bitcoin (BTC) hefur verið mjög rykkjótt það sem af er nóvem- ber, og skaust úr u.þ.b. 6.100 dölum í byrjum mánaðarins upp í tæplega 7.400 dali 4. og 5. nóvember, niður í um 6.950 dali á þann 6. nóvember og upp í nærri 7.500 dali miðvikudaginn 8. nóvember. Síðan þá hefur rafmynt- in lækkað hratt í verði; komin niður í 6.500 dali á föstudag og 6.100 dali á sunnudag. Að sögn Fortune eru umskiptin í gengi bitcoin seinni helming síðustu viku rakin til þess að fyrirhuguð klofning rafmyntarinnar í tvær að- skildar myntir, svokölluð SegWit2x uppfærsla, var blásin af. Rafmyntin bitcoin cash (BCH), sem varð til við klofning bitcoin í ágúst, og á að vera léttari í vöfum en upprunalega bitcoin-myntin, hefur aftur á móti farið hækkandi síðustu daga. BCH var á hægri niðurleið frá því í september en náð jafnvægi á 300-400 dala bilinu í október og fikr- aði sig upp að 700 dala markinu í byrj- un nóvember. Verð BCH margfald- aðist síðan frá föstudegi til sunnudags og fór úr um 700 dölum upp í u.þ.b. 2.450 dali þegar mest var á sunnudag, en lækkaði svo jafnhratt niður í um 1.500 dali á sunnudagskvöld. Í umfjöllun Coindesk um verðþró- un BCH má greina að sumir sérfræð- ingar hafa minnkandi trú á bitcoin og telja markaðinn vera að vakna til vit- undar um að bitcoin cash sé á marga vegu betri gjaldmiðill. ai@mbl.is Rafmyntir sveiflast AFP Flökt Á tveimur sólarhringum lækkaði verð bitcoin um 1.000 dali.  Bitcoin lækkar hratt en Bitcoin cash snarhækkar ● Lækkandi hlutabréfaverð bandaríska iðnaðarrisans General Electric gæti leitt til þess að fyrirtækið fái ekki lengur að vera hluti af aðalvísitölu Dow Jones. Það sem af er þessu ári hafa hluta- bréf GE lækkað um 35% og kostuðu þau 20.49 dali á föstudag. Hefur hluta- bréfaverð GE ekki verið lægra í fimm ár og vægi fyrirtækisins í Dow Jones- vísitölunni hefur farið minnkandi. Reuters segir GE vera eina fyrirtækið sem hefur verið í aðalvísitölu Dow Jon- es frá upphafi, en vísitalan var fyrst sett á laggirnar árið 1896. Í dag er GE með lægsta hlutabréfaverð þeirra 30 fyrir- tækja sem mynda vísitöluna en þar er m.a. að finna alþjóðlega risa á borð við Coca-Cola, IBM, Johnson & Johnson og Visa. Vægi GE í vísitölunni var aðeins 0,6% á föstudag en til samanburðar hefur flugvélaframleiðandinn Boeing 7,7% vægi. Rekstur GE hefur ekki gengið vel upp á síðkastið og er talið líklegt að John Flannery, sem nýlega var gerður að for- stjóra fyrirtækisins, muni ráðast í gagn- gera endurskipulagningu á rekstrinum og jafnvel selja stóra hluta úr fyrirtæk- inu. Hann mun kynna áform sín á fundi með hluthöfum í dag, mánudag. ai@mbl.is Hætta á að GE verði sparkað úr Dow Jones AFP Rætur GE hefur verið hluti af vísitölu Dow Jones frá upphafi, eða í rösk 120 ár. Samruni leikfangarisa er í far- vatninu ef marka má fréttir um að Hasbro hafi gert yfirtökutilboð í Mattel. Wall Street Journal greindi frá þessu á föstudag og hefur eftir fólki sem þekkir til kauptilboðsins. Hasbro og Mattel eru stærstu leikfangaframleið- endur Bandaríkjanna og framleiða vinsæl leikföng á borð við Barbie, Polly Pocket og Fisher-Price í til- viki Mattel, en G.I. Joe, Furby, Nerf og Play-Doh í tilviki Hasbro. Ekki er meira vitað um kaup- tilboðið en markaðsverð Mattel hefur verið á niðurleið á þessu ári, lækkað um nærri helming, og var fyrirtækið metið á um 5 milljarða dala þegar fréttist af tilboðinu. Hasbro stendur þónokkuð betur að vígi, var metið á 11 milljarða dala í vikulok og hafði hækkað um 18% frá ársbyrjun. Eftir lokun markaða á föstudag hækkaði hlutabréfaverð Mattel um 24% og hlutabréf Hasbro um 3,3%. Hasbro hefur verið í kaupa- hugleiðingum að undanförnu. Fyrirtækið freistaði þess fyrr á árinu að eignast kvikmynda- og afþreyingarfyrirtækið Lions Gate Entertainment en þær samninga- viðræður runnu út í sandinn. Árið 2014 átti Hasbro síðan í samruna- viðræðum við DreamWorks Animation, framleiðanda Shrek- myndanna, en ekkert varð af þeim þreifingum eftir að Comcast keypti DreamWorks. ai@mbl.is AFP Veldi Barbídúkkur til sýnis. Verði af samrunanum myndu G.I. Joe og Barbí eiga heima hjá sama framleiðandanum auk fjölda annarra leikfanga. Hasbro gerir tilboð í Mattel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.