Morgunblaðið - 27.01.2018, Page 4

Morgunblaðið - 27.01.2018, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2018 HS Veitur hf óska eftir að ráða sérfræðing á fjármálasvið á starfsstöð sína í Reykjanesbæ Hjá HS Veitum starfar framsækinn hópur starfsfólks sem kappkostar að efla sig í starfi með frumkvæði, fagmennsku og framúrskarandi vinnubrögðum. Fyrirtækið varð til 1. desember 2008 þegar Hitaveitu Suðurnesja hf var skipt upp. HS Veitur annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg. HS Veitur annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum og vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum. Starfsstöðvarnar eru fjórar, í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum og í Árborg. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 starfsmenn. Menntunar- og hæfniskröfur: - Haldgóð reynsla af sambærilegu starfi - Viðskiptafræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi - Góð bókhaldsþekking og skilningur á fjármálum - Þekking og reynsla af Microsoft Dynamics AX eða sambærilegu kerfi kostur - Góð greiningarhæfni og tölvukunnátta - Frumkvæði í starfi og öguð vinnubrögð - Færni í samstarfi og samskiptum HS VEITUR HF www.hsveitur.is Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Eyjólfsdóttir mannauðsstjóri. Umsækjendur sækja um á heimasíðu fyrirtækisins www.hsveitur.is. Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar 2018. Starfssvið: - Færsla bókhalds, afstemmingar og aðstoð við uppgjör - Greiðslumóttaka frá bönkum og innheimtuaðilum - Móttaka reikninga frá lánardrottnum - Skýrslugerð og upplýsingamiðlun til aðila innan og utan fyrirtækis - Umsjón með rekstrarsamningum - Önnur almenn störf á fjármálasviði Áhugasamur aðili á orkusviði Fyrirtæki leitar að áhugasömum aðila á orku- sviði, (má vera í framhaldsnámi). Viðkomandi þarf að hafa nýjustu þekkingu á nýtingu jarðgufu, þróun orkuverkefna og viðskipta- tækifærum. Farið verður með fyrirspurnir/ umsóknir sem trúnaðarmál. Áhugasamir sendi svar á box@mbl.is merkt: ORKA 1-18-7. Sunnulækjarskóli Við Sunnulækjarskóla á Selfossi er laus staða umsjónarkennara á miðstigi. Í skólanum eru um 670 nemendur og þar er lögð áhersla á sveigjanlega og fjöl- breytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nem- enda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra í síma 480-5400 og á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2018. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is. Skólastjóri GE bílar Bílasala í Reykjanesbæ óskar eftir bílasala í 100% vinnu. Um er að ræða sölu á notuðum og nýjum bílum, einnig þau verkefni sem falla til. Ekki væri verra ef manneskjan talaði íslensku, ensku og pólsku, og hefði smá tölvukunnáttu. GE bílar eru umboðsaðilar BL og Bílalands í Reykjanesbæ. Uppl í síma 7767600 Guðmundur. Læknahúsið ehf. Domus Medica auglýsir eftir skurðhjúkrunarfræðingum til starfa í 100% og 70% störf og hjúkrunarfræðingi 80% starf. Um er að ræða fjölbreytt störf í skemmtilegu og líflegu starfsumhverfi. Við leitum af fólki sem hefur íslenskt hjúkrunarleyfi, mikinn faglegan metnað og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Senda má fyrirspurnir varðandi störfin til Þóru Bjarkar á thora@domusmedica.is Óskað er eftir því að umsókn ásamt náms- og starfs- ferilsskrá sé send á domusmedica@domusmedica.is Umsóknarfrestur er til og með 05. febrúar 2018 Læknahúsið er 35 ára gamalt fyrirtæki þar sem framkvæmdar eru almennar, lýta-, æða-, og þvagfæraskurðaðgerðir og hjá því starfar einvala lið starfsfólks og lækna. Skurðhjúkrunar- og hjúkrunarfræðingar     Iðnvélar hefur í áratugi verið leiðandi fyrirtæki í sölu            iðnaðar.                     ! ! "        #$   %               ' (  && $$        á ýmsum vélum og vélbúnaði, með áherslu á tölvustýrðan/CNC vélar.      ) *   $          !   æskilegt en ekki nauðsynlegt - Góð tölvuþekking ) +   $ ) +    0 - Frumkvæði og samviskusemi      ' (  && $$         ýmsum vélum og vélbúnaði.      - Almenn þekking á rafmagni og vélaviðgerðum ) 1    0 ) +   $ ) 2   0 - Frumkvæði og samviskusemi Leitað er að drífandi og metnaðarfullum einstaklingum        0 #     $  %    & 3 %0   ! 4 5    !  6  7 margret@idnvelar.is     #           í síma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.