Morgunblaðið - 27.01.2018, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2018
Útboð í veiði í Hjaltadalsá
og Kolbeinsdalsá í Skagafirði
Veiðifélagið Kolka óskar hér með eftir tilboði í lax- og silungsveiði á
starfssvæði félagsins fyrir árin 2018–2020, að öllum árum meðtöldum.
Veiðifélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.
Útboðsgögn eru hjá umsjónarmanni útboðsins, Guðríði Magnúsdóttur,
Viðvík, 551 Sauðárkróki. Sími Guðríðar er 893 5004 og tölvupóstur
vidvik@mi.is. Gögnin verða afhent í tölvupósti.
Frestur til að skila tilboði rennur út fimmtudaginn 15. febrúar 2018.
Tilboðin verða opnuð í veiðihúsi félagsins að Efra Ási þriðjudaginn 20.
febrúar 2018 kl. 13:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Tilboðum skal skila til:
Guðríðar Magnúsdóttur
Viðvík, 551 Sauðárkróki.
Útboð nr. 20268
Fljótsdalsstöð
Umhirða vega og svæða
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í umhirðu
vega og svæða Fljótsdalsstöðvar í samræmi
við útboðsgögn nr. 20268.
Verkið felst í að sinna hefðbundinni við-
haldsvinnu á rekstrarsvæði Fljótsdalsstöðvar,
opna vegi og slóða að vori, lagfæra úrrennsli
og hreinsa snjó frá mannvirkjum. Yfirfara og
laga upplýsinga- og umferðarmerki, snjó-
stikur, vegræsi, vegrið, hellulögn og hleðslu-
veggi. Gera við slitlög, hreinsa og lagfæra
grjótvarnargirðingu utan í Kárahnjúk, gerð
bakkavarna ásamt því að sinna öðrum tilfall-
andi verkefnum.
Helstu magntölur eru:
Tímavinna verkamanna 400 klst
Tímavinna vinnuvéla 2450 klst
Tímavinna vörubifreiða 1350 klst
Vélaflutningar 5000 km
Vinnusvæðið er að mestu í um 600 til 800
metra hæð yfir sjávarmáli.
Gert er ráð fyrir að verk geti hafist í byrjun
maí 2018.
Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef
Landsvirkjunar, http://utbod.lv.is
Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir klukkan
12:00 þriðjudaginn 20. febrúar 2018 þar sem
þau verða opnuð kl. 14:00 sama dag og lesin
upp að viðstöddum þeim bjóðendum sem
þess óska.
Tryggingastofnun
ríkisins - leiguhúsnæði
20703 – Ríkiskaup f.h. ríkissjóðs óska eftir
að taka á leigu húsnæði á höfuðborgar-
svæðinu fyrir Tryggingastofnun ríkisins.
Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins.
Miðað er við að húsnæðið verði tekið á
langtímaleigu til 25 ára, fullbúið til notkunar, án
lauss búnaðar. Gerð er krafa um góða stað-
setningu á höfuðborgarsvæðinu, gott aðgengi
þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi
og næg bílastæði. Tryggingastofnun er þjónustu-
stofnun fyrir almenning og því skiptir staðsetning
stofnunar, þ.e. nálægð við helstu stofnbrautir og
almenningssamgöngur, miklu máli við staðarval.
Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 2.600
fermetrar. Húsnæðið er hefðbundið skrifstofu- og
þjónustuhúsnæði. Miða skal við að húsnæðið geti
verið allt að þrjár hæðir.
Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið
verður að uppfylla verða aðgengilegar á heima-
síðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is þriðjudaginn,
30. janúar 2018.
Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið
tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út
frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggis, afhendingar-
tíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum.
Fyrirspurnir varðandi verkefni 20703 skulu
sendar á netfangið utbod@rikiskaup.is og verða
svör birt á vef Ríkiskaupa.
Fyrirspurnarfrestur rennur út miðvikudaginn
21. febrúar en svarfrestur er til og með
26. febrúar 2018.
Leigutilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni
7, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 15:00 fimmtu-
daginn 1. mars 2018.
Merkja skal tilboðin; nr. 20703 – Trygginga-
stofnun ríkisins - Leiguhúsnæði.
Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undan-
skilin lögum um opinber innkaup nr. 20/2016, sbr.
a. lið 1. mgr. 6a. gr.
Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa m.a. að inni-
halda eftirfarandi upplýsingar:
Afhendingartíma húsnæðis
Staðsetningu, stærð og aldur húsnæðis og
tillöguteikningar
Fjölda bílastæða, aðkomu að lóð og byggingu
Leiguverð per/m2 og heildarleiguverð
Húsgjöld
Gildandi deiliskipulag svæðis þ.e. lóðar og
aðlægra lóða
Tilvísun í gildandi aðalskipulag
Áskilinn er réttur til að óska eftir því við leigusala
að hann leggi fram úttektarskýrslu, frá óháðum
aðila, um að húsnæðið sé laust við myglu. Það
skal gert áður en skrifað er undir leigusamning.
ÓSKAST TIL LEIGU
Raðauglýsingar 569 1100
Tilboð/útboð
Til leigu
Veiði
*20684 Tæki fyrir þvottahús Landspítala.
Ríkiskaup fh. Landspítala óska eftir tilboðum í tæki
fyrir þvottahús Landspítala (Machinery and
Equipment for Washroom Operation in four
different Parts). Nánari upplýsingar í útboðs-
gögnum sem eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa
www.rikiskaup.is. Opnun tilboða 6. mars 2018 kl.
11:00 hjá Ríkiskaupum.
*20666 Viðbygging Grunnskólans í Borgar-
nesi og endurbætur. Ríkiskaup, fh. Borgar-
byggðar, óska eftir tilboðum vegna bygginga-
framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi.
Um er að ræða nýbyggingu upp á tvær hæðir við
Grunnskóla Borgarness um 1000 m2 að stærð, þar
sem verður mötuneytissalur og eldhús. Einnig er
um að ræða verulega endurnýjun á eldra húsnæði
skólans. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum sem
eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.
Opnun tilboða 6. mars 2018 kl. 14:00 hjá
Ríkiskaupum.
*20687 Ýmis lyf 40 - Innrennslislyf og
skolvökvar. Ríkiskaup fh. Landspítala og ýmissa
annarra heilbrigðisstofnana auglýsa eftir tilboðum
í innrennslislyf og skolvökva í ýmsum ATC
flokkum. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum sem
eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.
Opnun tilboða 7. mars 2018 kl. 11:00 hjá
Ríkiskaupum.
Tilkynningar
Lóð með tækifæri til
ferðaþjónustu við Árnes
Skeiða– og Gnúpverjahreppur auglýsir viðskipta- og þjónustu-
lóð í þéttbýliskjarnanum við Árnes. Lóðin er 3.359 m2 að stærð
með rúmgóðum byggingarreit. Hún er staðsett á fallegum stað
á bökkum Kálfár við hlið sundlaugar og tjaldsvæðis, steinsnar
frá félagsheimilinu Árnesi. Á lóðinni stendur gistiheimili 167 m2
sem þarfnast lagfæringar.
Lóðin býður upp á mikla möguleika til dæmis til hótelbygg-
ingar.
Áhugasamir sendi inn greinargóðar hugmyndir um nýtingu
lóðarinnar á netfangið kristofer@skeidgnup.is fyrir 15. febrúar
næstkomandi
Nánari upplýsingar veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri í
síma 486-6100.
Auglýsing um tillögu að
Svæðisskipulagi Dala,
Reykhóla og Stranda
2018-2030
Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhóla-
hrepps og Strandabyggðar samþykkti þann 18.
janúar 2018 að auglýsa tillögu að svæðisskipulagi
sveitarfélaganna þriggja, skv. 24. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010 og tilheyrandi umhverfisskýrslu, skv.
7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Í svæðisskipulagstillögunni er sett fram sameigin-
leg framtíðarsýn á þróun landbúnaðar, sjávar-
nytja og ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja
atvinnulíf og byggð. Greind eru tækifæri sem búa
í auðlindum og sérkennum svæðisins og á grunni
þess sett fram stefna í atvinnumálum, samfélags-
málum og umhverfismálum og síðan skipulags-
stefna sem styður við hana.
Svæðisskipulagstillagan, ásamt umhverfisskýrslu,
liggur frammi til sýnis á skrifstofum Dalabyggðar,
Reykhólahrepps og Strandabyggðar og hjá
Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b í Reykjavík, frá
og með föstudeginum 26. janúar 2018 til og með
mánudagsins 12. mars 2018. Tillagan er einnig til
sýnis á vefsíðum sveitarfélaganna og á vefnum
samtakamattur.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér
með gefinn kostur á að gera athugasemdir við
svæðisskipulagstillöguna og umhverfisskýrslu.
Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í
lok mánudagsins 12. mars 2018. Senda skal
skriflegar athugasemdir til Ingibjargar Emilsdóttur
formanns svæðisskipulagsnefndar, skrifstofu
Strandabyggðar, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík eða
með tölvupósti til ingaemils@strandabyggd.is.
Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar,
Reykhólahrepps og Strandabyggðar