Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 Leganes varð að sætta sig við 61:54 tap gegn Adel- antados í B-deild Spánar í körfu- bolta um helgina. Körfuboltakona ársins hjá KKÍ á síðasta ári, Hildur Björg Kjartans- dóttir, stendur sig þó vel hjá spænska liðinu. Var hún stigahæsti leikmaður Leganes með 13 stig á þeim 30 mínútum sem hún spilaði. Hildur setti þrjú af sex þriggja stiga skotum sínum niður, en auk stiganna tók hún sex fráköst. Þrátt fyrir tapið er Leganes enn í 2. sæti deildarinnar með 12 sigra í 15 leikj- um. Hildur lék um tíma í bandaríska háskólaboltanum en er á fyrsta ári í atvinnumennsku. Hildur Björg stigahæst Hildur Björg Kjartansdóttir vinnusemi leikmanna sem svindluðu aldrei í varnarleiknum. Eftir bar- áttumikinn og jafnan fyrri hálfleik komu heimakonur sterkar inn í þann síðari en ekkert fát kom á yfirveg- aðar Eyjakonur sem unnu að lokum bug á lánlausu Stjörnuliði. Skyttan Ester Óskarsdóttir var frábær í leiknum með tíu mörk en tvö þeirra skoraði hún á endasprettinum þegar mjótt var á milli liðanna. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti svo fínan leik í markinu og varði algjört dauðafæri í lok leiks, sem endanlega tryggði ÍBV stigin tvö. ÍBV situr nú í 3. sæti deildarinnar og tekur á móti Haukum í næstu um- ferð, sem sitja sæti ofar og fjórum stigum betur en Eyjakonur. Sá leik- ur gæti reynst ákveðin vísbending um það hvort þær séu tilbúnar að fara alla leið og berjast á toppnum en sjö stig skilja á milli ÍBV og ósigr- aðra Valsara á toppi deildarinnar. Valur hóf árið með látum Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Val í fyrsta leik sínum eftir endurkomuna á Hlíðarenda, og eftir að hafa fætt sitt annað barn fyrir tveimur mánuðum. Valskonur unnu sannkallaðan stór- sigur á Selfyssingum, 30:14, í þess- um fyrsta leik liðanna eftir jólafríið. Sex mörkum munaði í hálfleik, 13:7. Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst hjá Val með 8 mörk og Diana Satkauskaite skoraði 6, en hjá Selfossi var landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir markahæst með 4 mörk. Valskonur halda því áfram þar sem frá var horfið fyrir jól en þetta var fimmti sigur þeirra í röð. Fram undan er hins vegar hörkuleikur við Fram í Safamýri annað kvöld kl. 20. Selfoss er stigi fyrir ofan Gróttu og Fjölni sem eru neðst. Stórt skref Eyjakvenna  ÍBV vann Stjörnuna í afar mikilvægum leik í Garðabæ í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni  Ester frábær og Jenný einnig góð  Meiðsli angra Stjörnuna Morgunblaðið/Eggert Frábær Ester Óskarsdóttir fór fyrir sínu liði í Ásgarði um helgina og var markahæst ÍBV í leiknum mikilvæga. Í ÁSGARÐI Kristófer Kristjánsson sport@mbl.is ÍBV tók stórt skref í átt að úrslita- keppninni með 27:25-sigri gegn Stjörnunni í 14. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Ásgarði á laugardaginn var. Liðin voru jöfn og óaðskiljanleg í fyrri hálfleik en sá síðari var töluvert sveiflukenndur og skiptust liðin til að mynda á því að hafa þriggja marka forystu. Að lok- um voru það svo Eyjakonur sem sigldu stigunum tveimur í höfn og styrktu þar með stöðu sína í topp- baráttunni. Stjarnan hefur nú farið halloka í þremur af síðustu fjórum viður- eignum sínum en margir af helstu leikmönnum liðsins eru fjarverandi. Hin margreynda Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði sjö mörk og skyttan Ramune Pekarskyte sömu- leiðis fyrir Garðbæinga en þess utan virðist spilamennska liðsins, bæði í sókn og vörn, standa höllum fæti. Stjörnukonur eru nú fimm stigum frá sæti í úrslitakeppninni og þurfa að færa leik sinn til mun betri vegar ætli þær sér þangað. Meiðsli hafa sett strik í reikning bikarmeistar- anna frá því í fyrra og mun það ekki hjálpa Stjörnunni að mikið álag er á liðinu um þessar mundir. Liðið spilar leik á þriggja daga fresti út janúar og þurfti á laugardaginn að spila í Ásgarði sem er ekki eiginlegur heimavöllur liðsins. Yfirvegaðar Eyjakonur ÍBV hefur nú unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og virðist vera mikil samheldni innan liðsins. Eyja- konur lögðu sig mikið fram í leiknum og var ákveðinn iðnaðarbragur á Ásgarður, úrvalsdeild kvenna, Olís- deildin, laugardaginn 20. janúar 2017. Gangur leiksins: 3:3, 5:5, 5:7, 8:8, 8:9, 12:11, 16:14, 18:18, 19:21, 23:24, 25:27. Mörk Stjörnunnar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7/4, Ramune Pekar- skyte 7, Stefanía Theodórsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 3, Aníta Theodórsdóttir 1, Þórey Anna Ás- geirsdóttir 1, Aðalheiður Hreins- dóttir 1, Þorgerður Anna Atladóttir 1, Elena Birgisdóttir 1. Varin skot: Dröfn Haraldsdóttir 6. Utan vallar: 0 mínútur. Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 10, Sandra Erlingsdóttir 6/1, Karólína Bæhrenz 3, Kristrún Ósk Hlyns- dóttir 3, Asun Batista 2, Shadya Goumaz 2, Greta Kavaliauskaite 1. Varin skot: Guðný Jenný Ás- mundsdóttir 8/1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Áhorfendur: 150. Stjarnan – ÍBV 25:27 Valshöllin, úrvalsdeild kvenna, Olís- deildin, laugardaginn 20. janúar 2017. Gangur leiksins: Staðan í hálfleik var 13:7 Val í vil. Lokatölur 30:14. Mörk Vals: Díana Dögg Magnús- dóttir 8, Diana Satkauskaite 6, Krist- ín Arndís Ólafsdóttir 5, Kristín Guð- mundsdóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Gerður Arin- bjarnar 2, Ólöf Kristín Þorsteins- dóttir 1, Vigdís Birna Þorsteinsd. 1. Varin skot: Lina Rypdal og Chantal Page voru markverðir Vals í leiknum. Utan vallar: 0 mínútur. Mörk Selfoss: Perla Ruth Alberts- dóttir 4, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Hrafn- hildur Hanna Þrastardóttir 2, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 2, Agnes Sig- urðardóttir 1. Varin skot: Viviann Petersen og Ás- laug Ýr Bragadóttir voru markverðir Selfoss í leiknum. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Sigurgeir Sigurgeirsson og Ægir Örn Sigurgeirsson. Áhorfendur: 160. Valur – Selfoss 30:14 Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 21. janúar 2018. Gangur leiksins: 4:7, 9:15, 14:19, 14:22, 19:26, 27:28, 31:32, 38:38, 42:42, 45:46, 49:51, 53:54, 62:57, 62:57, 66:61, 66:66, 70:70, 77:79. Snæfell: Kristen Denise McCarthy 34/18 fráköst, Rebekka Rán Karls- dóttir 11/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/6 stolnir, Andrea Björt Ólafsdóttir 9/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8/4 frá- köst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 2. Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn. Haukar: Whitney Michelle Frazier 28/19 fráköst/7 stoðsendingar, Dýrfinna Arnardóttir 25/5 frá- köst, Rósa Björk Pétursdóttir 8/9 fráköst, Anna Lóa Ósk- arsdóttir 8/4 fráköst, Þóra Krist- ín Jónsdóttir 5/4 fráköst/6 stoð- sendingar, Sigrún Björg Ólafsdóttir 5. Fráköst: 38 í vörn, 4 í sókn. Dómarar: Halldór Geir Jensson, Einar Þór Skarphéðinsson, Gunn- ar Thor Andrésson. Snæfell – Haukar 77:79 Dominos-deild kvenna Snæfell – Haukar.................................. 77:79 Staðan: Haukar 17 12 5 1359:1200 24 Valur 16 12 4 1294:1158 24 Keflavík 16 11 5 1322:1214 22 Stjarnan 16 9 7 1206:1103 18 Breiðablik 16 8 8 1153:1192 16 Skallagrímur 16 7 9 1184:1237 14 Snæfell 17 6 11 1217:1286 12 Njarðvík 16 0 16 970:1315 0 1. deild karla Vestri – ÍA............................................. 96:71 Vestri – ÍA............................................. 93:80 Snæfell – Gnúpverjar ........................... 79:83 Staðan: Skallagrímur 15 13 2 1519:1341 26 Vestri 15 11 4 1372:1276 22 Breiðablik 15 11 4 1357:1235 22 Hamar 15 11 4 1389:1325 22 Snæfell 15 9 6 1482:1403 18 Fjölnir 16 7 9 1359:1411 14 Gnúpverjar 15 5 10 1301:1397 10 FSu 15 1 14 1258:1384 2 ÍA 15 0 15 1179:1444 0 1. deild kvenna Hamar – Þór Ak.................................... 59:74 ÍR – Grindavík ...................................... 55:44 Fjölnir – Þór Ak.................................... 67:59 Staðan: KR 15 15 0 1273:771 30 Fjölnir 14 11 3 1013:813 22 Grindavík 15 8 7 1037:983 16 Þór Ak. 15 8 7 990:966 16 ÍR 13 6 7 670:779 12 Hamar 14 2 12 738:973 4 Ármann 14 0 14 619:1055 0 Spánn Valencia – Fuenlabrada...................... 88:72  Tryggvi Snær Hlinason gerði 6 stig fyrir Valencia og tók 4 fráköst. B-deild kvenna: Leganés – Adelantados....................... 54:61  Hildur Björg Kjartansdóttir gerði 13 stig fyrir Leganés og tók 6 fráköst. Frakkland Boulazac – Cholet ............................... 67:91  Haukur Helgi Pálsson gerði 11 stig fyrir Cholet, tók 3 fráköst og átti 5 stoðsend- ingar. Svíþjóð Borås – Nässjö...................................... 87:81  Jakob Örn Sigurðarson gerði 3 stig fyrir Borås, tók 2 fráköst og átti 3 stoðsendingar. Danmörk Hörsholm – Værlöse............................ 83:49  Sandra Lind Þrastardóttir gerði 8 stig fyrir Hörsholm, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst. NBA-deildin Leikið aðfaranótt sunnudags: Oklahoma – Cleve-and ..................... 148:124 Chicago – Atlanta ............................... 113:97 Miami – Charlotte ............................ 106:105 Memphis – New Orleans.................. 104:111 Milwaukee – 76ers.............................. 94:116 Golden State – Houston ................... 108:116 Toronto – Minnesota ........................ 109:115 LA Clippers – Utah Jazz.................. 113:125 Dallas – Port-land............................. 108:117 Leikið aðfaranótt laugardagsins: Toronto – San Antonio ......................... 86:83 Brooklyn – Miami............................... 101:95 Detroit – Washington....................... 112:122 Memphis – Sacramento ..................... 106:88 Denver – Phoenix ............................. 100:108 Utah – New York.............................. 115:117 KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66 deildin: Fylkishöll: Fylkir – HK ....................... 18.30 Í KVÖLD! Haukakonur eru komnar upp að hlið Valskvenna á toppi Dominos- deildarinnar í körfubolta eftir 79:77- sigur á Snæfelli í Stykkishólminum í gær. Staðan eftir venjulegan leik- tíma var 66:66 og því þurfti að fram- lengja. Að lokum voru Haukarnir sterkari. Whitney Michelle Frazier skoraði 28 stig fyrir Hauka, tók 19 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Dýrfinna Arn- ardóttir gerði 25 stig. Þess má geta að Haukar eru án Helenu Sverris- dóttur um þessar mundir þar sem hún var lánuð til Good Angels Kosice í Slóvakíu. Haukum virðist takast að halda sjó þótt allir gerir sér grein fyrir því að fjarvera Helenu er blóð- taka fyrir liðið. Hjá Snæfelli var Kristen Denise McCarthy stigahæst með 33 stig og tók hún einnig 18 fráköst. Rebekka Rán Karlsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir gerðu 11 stig hvor. Haukar fóru upp í 24 stig með sigrinum en Valur sem einnig er með 24 stig hefur leikið færri leiki. Hauk- ar hafa leikið sautján en Valur sex- tán. Ríkjandi meistarar í Keflavík eru með 22 stig. Snæfell er enn í næstneðsta sæti með 12 stig og er tveimur stigum á eftir Skallagrími en tólf á undan Njarðvík. sport@mbl.is Haukar upp að hlið Vals á toppnum  Framlengja þurfti til að fá fram úrslit í Stykkishólmi Morgunblaðið/Ófeigur 25 stig Dýrfinna Arnardóttir átti stórleik fyrir Hauka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.