Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 MORGUNBLAÐIÐ 27 ekki að setja sér markmið langt umfram það sem hann áður þorði. „Ég held að það tengist oft bara ótta þegar við sættum okkur við eitthvert ástand sem við höldum að við komumst ekki út úr. Óttinn er bara í hausnum á okkur svo ef maður lærir að stíga inn í óttann, að fara lengra, þá verður maður auðmýkri en einnig harðari við sjálfan sig. Það er erfitt á meðan á því stendur, en þegar maður er bú- inn er þetta klárlega besta tilfinn- ing sem til er.“ Pétur rifjar upp þegar hann kláraði járnmanninn í Wales, en Viktor sonur hans fylgdist með honum komast í mark eftir 13 klukkustunda átak. „Þetta var gjörsamlega ógleymanleg stund.“ Engin takmörk Hvernig yfirfærir Pétur þessa reynslu að færa til mörkin sín á fleiri stöðum í lífinu? „Í dag er ég meðvitaður um að það eru engin takmörk. Ég get ekki bara það sem er ákveðið fyr- irfram. En auðvitað æfi ég ekki alltaf svona stíft, er núna meira bara í líkamsrækt og úti að hjóla. En ég finn að ég vil vera í góðu formi. Það lætur mér líða miklu betur bæði andlega og líkamlega.“ Hvað með að setja sér markmið? ,,Það hjálpar mér mikið að setja mér markmið, að skrá mig í keppni og fylgja því eftir. Ég er mun minna upptekinn af því en áður og í dag er ég með fleiri lang- tímamarkmið en áður. En mér er svo minnisstætt þegar ég skráði mig í mitt fyrsta hlaup, Icelandair- hlaupið sem var 7 km. Mér leið eins og ég væri að vinna gullið á Ólympíuleikunum þegar ég kláraði það hlaup. Svo skráði ég mig í 10 km hlaup, svo í hálft maraþon, síð- an heilt maraþon, þríþraut og Járnmanninn. Næsta vor ætla ég að keppa á fjallaskíðum á Siglufirði. Sem er mjög gott þar sem ég veit varla í dag út á hvað fjallaskíði ganga en ég kemst að því og reikna með að klára það eins vel og ég get. Svo er ég skráður í hjólreiðakeppni á Nýja Sjálandi, þar sem markmiðið er að hjóla 3.000 km á fjallahjóli með tjald,“ segir Pétur. Fyrirmyndir að góðu formi Mér leikur forvitni á því hverjar eru fyrirmyndir Péturs þegar kemur að því að vera í góðu formi. „Ég á mér ýmsar fyrirmyndir og þær eru á öllum aldri. Sem dæmi þá er Lew Hollander heillandi, hann er 85 ára Bandaríkjamaður sem keppir ennþá í Járnkarlinum. Svo ekki sé minnst á Madonnu Bu- der, járn-nunnuna, sem er á níræð- isaldri. Það breytir lífsviðhorfum manns að sjá fólk á öllum aldri í góðu formi og manni langar óhjá- kvæmilega að hjóla í Afríku í stað- inn fyrir að setjast í helgan stein þegar sá tími kemur.“ Eldhugar á Hringbraut Pétur er um þessar mundir að starfa á sjónvarpstöðinni Hring- braut þar sem hann er með þætt- ina Eldhugar. „Í síðasta mánuði vorum við á Siglufirði með þrítugum strák í brjáluðu veðri á fjallaskíðum og hjólum að gera magnaða hluti. Það eru mikil forréttindi að fá að vinna við hluti sem ég hef áhuga á. Og svo er það ekki sjálfgefið að vera við góða heilsu. Ég reynir að fara vel með mig. Passa upp á að sofa vel og borða hollan og góðan mat og að hreyfa mig að minnsta kosti fimm sinnum í viku.“ Hvernig ræktar þú hugann? „Ég hef lært ákveðna hug- leiðsluaðferð, ég stunda jóga og fór t.d. til Indlands í janúar á síðasta ári þar sem ég lærði að tileinka mér að vera eins mikið og ég get í núinu. Í staðinn fyrir að vera með huga eins og saumavél þar sem maður er að hugsa það sama aftur og aftur. Ég lærði einnig sjálf- skærleika, að koma fram við sjálf- an mig eins og ég reyni að koma fram við aðra. Þá af meiri auð- mýkt, áhuga og samkennd en áður. Sem var áhugavert fyrir mig að læra því ég var oft svo harður við mig. Ég hef einnig unnið mark- visst að því að losa mig við gremju og ótta til að verða frjálsari fyrir sjálfum mér og öðrum. Það er mik- il hamingja fólgin í þessu frelsi og þegar gremjan og óttinn fer er pláss fyrir ýmislegt annað, eins og kærleika.“ Hamingjan fæst ekki keypt með peningum En hver er grunnurinn að góðu lífi að mati Péturs? „Að rækta hið andlega er grunn- urinn að mínu mati en ekki bara að rækta líkamann. Maður verður ekki hamingjusamur af því að rækta líkamann einvörðungu. Maður þarf að minna sig á dag hvern að vera góð manneskja og svo fylgir hitt allt saman þar á eft- ir.“ Færðu aldrei þá spurningu hve- nær þú ætlar að hætta þessu sprikli og fara aftur í bankann? „Jú, þá spurningu fæ ég svo oft,“ segir Pétur og brosir og virðist al- gjörlega frjáls þegar hann heldur áfram að útskýra. „Allir peningar í heiminum myndu ekki duga til að gera mig hamingjusaman. Það er eitthvað sem ég hef lært og held í. Ég þekki fullt af fólki sem á tölu- vert af peningum og það er allur gangur á því hvort það er ham- ingjusamt eða ekki. Ég hef einnig átt meiri pening og því finn ég hvað það er lítið samasemmerki þarna á milli,“ segir Pétur og út- skýrir að fjárhagslegar áhyggjur séu allt annað mál og geti búið til kvíða og óhamingju að hans mati. „Þetta er svo einkennilegt, hvernig peningar geta ekki gert þig ham- ingjusaman en það að eiga ekki nóg til að borga reikningana og vera í skilum og jafnvel geta spar- að smávegis er samt skilirði fyrir andlegu jafnvægi. Þegar ég hef átt mikinn pening, og verið upptekinn af hinu veraldlega byrja ég að eyða umfram það sem ég skapa,“ segir Pétur og rifjar upp að hann eigi meira að segja gamlan Burberry- frakka í kassa einhverstaðar. „Ég myndi glaður gefa hann ein- hverjum sem langar í hann. Ég þyrfti bara að finna hann fyrst,“ segir Pétur að lokum og það er greinilegt að góðverk er hluti af hans daglega lífi. Hann hefur fund- ið tilgang lífsins með því að rækta hið góða. „Maður reynir að verða að gagni í þessum heimi. Það er það sem mér finnst mest gefandi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.