Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.01.2018, Blaðsíða 14
Á þeim tíma sem ég hóf störf í þessum iðnaði þá voru miklir fitu- fordómar. Almenningi var sagt að forðast fitu eins og heitan eldinn. En í dag er þekkt að við þurfum fitu til að framleiða hormón, fyrir m.a. starfsemi heilans,“ segir Jó- hanna og leggur áherslu á mik- ilvægi einstaklingsmiðaðrar heils- unálgunar. „Þú veist hvað er best fyrir þig og átt að vera meðvituð um hvað þig vantar og þora að prófa þig áfram. Ég mæli með reglulegum blóðrannsóknum til að þekkja gildin í blóðinu til að hafa eitthvað að byggja á. En almenn- ingur er í auknum mæli að lesa sér meira til um möguleikana og prófa sig áfram þegar kemur að lífsstíl, hreyfingu og bætiefnum.“ Höfin að súrna Jóhanna horfir á stóru myndina þegar hún hugar að bætiefnum. „Höfin eru að súrna og það vantar meira magnesium í sjóinn í dag miðað við áður. Jarðvegurinn er ekki eins næringarríkur og það hefur áhrif á matinn sem við erum að borða. Okkur vantar því stund- um steinefni og magnesium. Við getum bætt okkur þetta upp með því að taka inn magnesium-hylki, duft eða bara drukkið kakó úr hreinni kakóplöntu. En magnesíum slakar á stóru vöðvunum í lík- amanum, við sofum betur og efnið getur haft áhrif á meltinguna. Magnesíum getur einnig haft góð áhrif á heilann,“ segir hún og legg- ur áherslu á að tegundirnar séu margvíslegar. Skrítna fólkið hér áður Hver er munurinn á heilsutengd- um málum nú og fyrir 30 árum? „Hér á árum áður var „skrítna“ fólkið að spá í þetta, en núna finnst almenningi sjálfsagt að hugsa um næringarefni, mataræði og hreyf- ingu. En það er allskonar drasl í gangi sem fólki ber að varast. Þessvegna segi ég að maður þarf að vanda val sitt og velja vel fyrir sjálfan sig.“ Hvar eru áherslurnar í dag, tengdar heilsu? „Áherslan er á meltinguna og svefninn að mínu mati. Þarmaflór- an er mikið til umræðu og hvernig Morgunblaðið/Hari Jóhanna Kristjánsdóttir er annar eigandi Systrasamlagsins. Hún hefur starfað í rúm 30 ár að verkefnum tengdum heilsuiðn- aðinum. Hún býr yfir mikilli þekkingu á bætiefnum og hefur upplifað margar tískusveiflur í gegnum árin þegar kemur að heilsu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Þegar sjórinn slæst við steinana Magnesíum og fleiri vörur í Systrasamlaginu. Jóhanna segir að í dag leggi hún mesta áherslu á meltinguna og að svefninn sé í lagi. 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2018 FRÍSKANDI BRAGÐ OG FULLT AF HOLLUSTU LÝSI MEÐMYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI Lýsi með myntu- og sítrónubragði er ný vara frá Lýsi sem innheldur omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA og er þar að auki auðugt af A-, D- og E-vítamínum. LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR NÝ F E R S K T O M Y N T U- OG SÍTRÓN U B R A G Ð V E R T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.